16.12.03

halló halló vinir nær og fjær!!!
jæja, þá eru hallbera og smári komin heim loksins, ég mamma og aron fórum að sækja þau á föstudaginn og voða gaman að sjá þau loksins. á föstudagskvöld fór ég síðan á stúdentakjallarann og hitti sveinborgu þar en þar voru hod (helgi omar davið) að spila og var það mjög gaman (davíð er vinur hans magga) og maggi kom náttlega þangað þegar hann var búinn að vinna. laugardagurinn var svo íþróttadagurinn!! eða ég hallbera og aron skelltum okkur í klifurhúsið og svo í sund á eftir. síðan fór öll fjölskyldan (nema helga, þarf að læra) í smáralindin að sjá kókakóla lestin, svaka stemning!!!
svo var náttlega bara spilað á laugardagskvöld nýja spilið sem hallbera og smári komu með frá norge en er reyndar til í elko núna og heitir kanton minnir mig, mjög skemmtilegt spil!!!
ég sunnudag var ég mætt í fagra kl. 10 og þá var drifið í laufabrauðskeyrslu... 70 kökur á tveim tímum eða svo... nokkuð dugleg öll saman. ég hallbera og smári fórum síðan í klifurhúsið aftur og var það mjög gaman, maður sér framfarir í hvert skipti sem maður fer. svo fór ég bara heim og lagði mig í smá stund og tók svo til sem ég var víst búin að lofa.
annars er lítið að gerast, bara vinna, sofa, ræktin og þetta venjulega, allt að vera klárt fyrir nýja sjáland og spennan eykst með hverjum deginum!!!
bið að heilsa í bili og endilega skrifið nú í gestabókina fyrir mig!!!
kveðja...

11.12.03

var aðeins að breyta hérna, ekki mikið og verð því væntanlega að skilja eftir nokkrar línur í leiðinni...
ætlaði að hafa bara leti kvöld ein heim og skrifa jólakort og gera eitthvað sniðugt, en nei nei, búin að hanga á netinu að gera ekki neitt og nenni engan veginn að standa upp úr sófanum.
já, ég er sem sagt flutt frá sirrý núna, var það í tvo mánuði cirka, sem var alveg fínt nema hvað að ég var náttlega eiginlega alltaf hérna á flókagötunni hjá magga, þannig að núna er ég flutt til hans. hefði kannski átt að flytja bara aftur í fagra en þar sem hallbera og smári eru að koma heim á morgun og vantar pláss og helga og binni eru þar líka þá er lítið pláss eftir þannig að maggi situr uppi með mig!!!:S
já h&s eru sem sagt að koma frá noregi á morgun eftir að hafa verið þar síðan í ágúst og ætla að vera þar í 2 og hálf ár allavega í viðbót, það er víst búið að vera rosalega gaman hjá þeim, mikið að gerast í útivistarfræðunum... já og ég ætla til þeirra í janúar í viku í skíðaferðalag, ef einhver vill koma með þá er nóg pláss, bara að hafa samband!!!
bið að heilsa í bili, og góða helgi kæru vinir!!!

9.12.03

og það er byrjað að snjó aftur á höfuðborgarsvæðinu eftir mikla rigningu... kannski maður komist ða bretti fljótlega aftur, eða skíði!!!

8.12.03

jæja, ég held það sé komin tími á smá innlegg..
síðan síðast þá er ég búin að fara norður í land og var það alveg meiriháttar, ég og maggi brunuðum norður og vorum komin í húsið um kl. 1 aðfaranótt laugardags. þetta er alveg meiriháttar hús, allt saman nýtt þar, rosa stórt og bara æði, allar græjur, það eina sem klikkað var að það var frosið í lögnunum fyrir pottinn þannig að við komumst ekki í hann. á laugardaginn fórum við svo inná húsavík (þar býr þröstur) og fylgdumst með þegar kveikt var á jólatrénu þar og dansað og sungið, svaka stuð. veðrið var fínt allan tímin, reyndar dálítil hálka á leiðinni og smá svona skafrenningur en ekkert alvarlegt. svo grilluðum við kjúkling á laukvöld með þresti og co en þau gisti svo hjá okkur um nóttin... svo var bara leti fram eftir degi á sunnudag, kíktum við hjá hrefnu frænku á akureyri á leiðinni í gegn þar og fengum að sjá nýjast fjölskyldumeðliminn, óskírður strákur rosa sætur og myndarlegur, og svo bara sofanði hann í fanginu á mér!!!:) en það klingja nú samt engar bjöllur hjá mér eins og hjá sumum!!!
vikan leið svo bara eins og venjulega, ekkert sérstakt sem ég man eftir nema jú skvassið með hugrúnu sem er orðið vikulegt stefnumót hjá okkur... á fimmtudag fór ég svo til london til að vera viðstödd jólapartý á skrifstofunni sem ég vinn fyrir þarna í london, föstudagurinn fór í smá búðaráp og svo var partýið um kvöldið á hótel í epsom sem er frekar sunnarlega í london, þetta var ágætispartý, þemað var eitthvað kvikmynda og mættu nánast allir í búning sem mér finnst mjög ótrúlegt... á laugardaginn fór ég uppí bæ til að kaupa mér flugmiða til nýja sjálands.. og já það tókst, flýg sem sagt frá london gatwick mánudaginn 26 janúar 2004 og á núna opinn ársmiða, þannig að ég veit ekki alveg hvenær ég kem aftur í lok árs 2004, ef ég kem það er að segja. svo ákvað ég að fara að rölta í kensington sem er mikil verslunargata og frekar dýrt dæmi, en ég varð nú ekki fyrir vonbrigðum þar, fann 3 útivistarbúðir sem ég er búin að vera að leita að mikið þarna og loksins loksins... fundnar!!!
þarna var heilmikið úrval af göngu, klifur, bretta og skíða græjum og tók ég með mér bækling þannig að hægt sé að bera saman verð og gæði miðað við það sem er til hérna heima. ég gerði svo bara ekkert á laugardagskvöld nema horfa á tv. kom svo heim á sunnudagskvöld og var það bara alveg ágætt.
núna erum við á fullu að skreyta og svona hérna á flókagötunni og gera allt tilbúið fyrir lætin og gengur það bara vel hjá honum magga mínum!!!
jæja, farin....
hasta luego!!!

27.11.03

Núna er sko gaman... var að koma úr bláfjöllum, þar er bara búið að opna lyfturnar, ekki allar reyndar en einhverjar. við komum þangað 4 píur saman um kl. 20 en þá var akkúrat verið að loka lyftunum í suðurgilinu en við náðum barnalyftunni einu sinni upp og rendum okkur niður og þá voru bara allir farnir og ljósin voru slökkt. þannig að það varð dálítið dimmt, en við röltum samt upp nokkrum sinnum og renndum okkur nokkrar ferðir... mjög gaman, endilega allir sem mögulega geta, skellið ykkur í bláfjöllin um helgina, á víst að vera opið á laugardag, ef það byrjar ekki að rigna á morgun, þ.e.a.s.
annars er vikan hjá mér bara búin að líða frekar hratt, skellti mér í skvass í gær með hugrúnu, það var mjög gaman, hef ekki gert það áður, núna er það bara að æfa snerpuna og maður bara kominn í gírinn...
ég og maggi ætlum að skella okkur norður á morgun og vera þar fram á sunnudag, vinnan mín á sumarhús í aðaldalnum og ætlum við þangað og vona ég að það verði bara mjög afslappandi og gaman...
spáð snjókomu skilst mér fyrir norðan og kólnandi en það er svo sem ekkert verra.
jæja, bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir og þið vitið að það er fyrsti í aðventu á sunnudaginn, já ótrúlegt en satt hvað þessi blessaði tími er fljótur að líða!!!
þangað til næst....
Elsa

23.11.03

Góða kvöldið kæru vinir...
Hér sit ég við tölvuna á sunnudagskvöldi og hef ekkert betra að gera, eða bara nenni ekki að gera neitt annað, enda fæ ég líka svo lítið að vera við tölvu þessa dagana sökum vinnugleði.
Bakrísvinnan mín gengur bara alveg rosa vel og finnst mér þetta alveg svakalega gaman, kannski ekki framtíðarstarf en skemmtilegt samt enda finnst mér svo gaman að mat!!;)
Helgin var bara mjög rólega hjá mér, á föstudag var ég að vinna frá 5.45 um morguninn til kl. 20.30 um kvöldið þannig að mín var dáltið þreytt eftir daginn og ekki mikið gert um kvöldið... aðeins horft á sjónvarp en ekki mikið meira. það var smá kveðjuhóf í vinnunni hjá bílaleigunni þar sem einn var að hætta og er að fara til bandaríkjanna í skóla, ég kíktið náttlega þangað en það var bara til að fá mér smá að borða þar semég var frekar svöng, en ég mætti að sjálfsögðu of seint og allt það besta búið!! :( á laugardaginn fékk ég loksins að sofa út!! og var það mjög gott.. vaknaði um 11.30 og dreif mig á fætur og skellti mér í ræktina en ég var nú ekki búin að segja ykkur frá strengjunum sem ég fékk í magann eftir síðustu ræktar ferð, þær voru sko rosalegar, gat varla hreyft mig í heilan dag vegna verkja, þannig að passið ykkur að taka ekki of mikið á ef þið eruð ekki búin að vera duglega að fara í ræktina í langan tíma. eftir ræktina skutlaðist ég eina ferð í kef á met tíma held ég bara, alltaf gama í kef skal ég segja ykkur!!!
svo var það bara vesturbergið og elduðum við sirrý okkur mat saman og horfðum á sjónvarp og borðuðum allt kvöldið, frekar kósí bara hjá okkur.
sunnudagurinn var bara svipaður og laugardagurinn nema ég fór í klifurhúsið í staðinn fyrir ræktina og gekk það heldur betur í þetta skiptið heldur en síðast. ég og sveinborg vorum þarna í miklum ham og mikill keppnishugur í okkur... en okkur tókst ekki að klára leiðina sem við vorum að reyna við en við tökum hana bara næst, æfingin skapar meistarann þið vitið.
Fyrir þau ykkar sem ekki vitið nú þegar þá er ég að fara til nýja sjálands í janúar og ætla að vera þar við "nám" í eitt ár. ég verð í stað sem heitir nelson og er norðarlega á suður eyjunni, ef þið vitið hvernig nz lítur út, og námið heitir adventure tourism og byggist aðallega á því að vera úti í náttúrnni og leika sér, hika, klifra, rafta, snjóbrettast og fleira í þeim dúr, ekki leiðinlegt það held ég.
ég ætla hins vegar að byrja á því að fara í heimsókn til hallberu og smára í noregi áður en ég fer til nz, en við ætlum sama í skíðaferð 19 til 24 jan til hemsdalen sem er eitt flottasta skíðasvæði norðmanna og hlakkar mig mikið til og ef einhvern langar að koma með þá bara endilega látið heyra í ykkur, erum búin að reikna út að þetta yrði ca. 50.000 með flugi og alles, það er nú ekkert rosalegt held ég!!!
jæja, bið að heilsa í bili.. og endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið eitthvað fram að færa eða ekki.... bara að segja hæ, það skiptir öllu!!
hasta luego!!!

19.11.03

jú og svo vil ég endilega hvetja fólk til að skrá sig í gestabókina mína.. annað er bara ekkert gaman!!!
núna erum við bara að djóka því ég var búin að skrifa ykkur margar línur sem mér tókst að stroka bara út... svona einn tveir og bingó.. og get ekkii sótt það aftur.... þannig að ég verð bara að segja ykkur þetta aftur í fljótubragði...
1. löt að skrifa, mikið að vinna, enginn tími í annað
2. helgin
a) föstudag - rólegt, ekkert skemmtilegt gert
b) laugardagur- toefl próf um morguninn, gekk frekar vel; leti yfir daginn, partý í vesturbergi með singlesweathearts og svo hjá hugrúnu og matta (innflutningspartý) í grænumýrinni og svo niðrí bæ
c) sunnudagur - vaknað um hádegi, klifurhúsið með sveinborgu og aroni orra, gekk misvel hjá fólk enda í misjöfnu ástandi, borðað á vitabar og svo í vesturbæjarlaugina með aroni.. svaka fjör hjá okkur og mikill heilsudagur, fjölskyldustund í fagra um kvöldið.
já þetta var sem sagt það helst sem ég var búin að skrifa plús þakkir og hamingjuóskir til:
helga og binni > takk fyrir að keyra mig á laugardagskvöld
hugrún og matti > innilega til hamingju með íbúðina og takk fyrir mig á laugardagskvöld
sirrý > takk fyrir mig á laugardagskvöld og það er bara allt að gerast á síðunni þinni!!! geggjað....
hanna valdís > til hamingju með afmælisdaginn í dag!!!!

bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir....

11.11.03

ok, fyrir þau ykkar sem ekki eruð á fróni þá bara smá upplýsingar til ykkar, hérna er enginn snjór, hvorki í fjöllum né fjörðum, aðeins á þeim stöðum þar sem hann á að vera, bara rigning og meiri rigning og um það bil 10 stiga hiti hvern dag... það snjóaði smá í síðustu viku í einn dag og þá var um -2 stiga frost en snjórinn var að sjálfsögðu allur farinn daginn eftir!! þannig virkar þetta víst hérna!!!
helgin hjá mér var nú frekar róleg.... ég ætlaði að vera voða duglega og fara þarna í bláfjöll á skyndihjálp eins og ég var búin að lýsa yfir en svo þegar ég vaknaði á laugardagsmorgun þá bara nennti ég því ekki.. þannig að ég lá bara í leti fram eftir degi, eldaði mér smá kvöldmat, æfði mig svo að taka practice test í toefl af því að ég er að fara í það á laugardaginn næsta (alþjóðlegt staðlað ensku próf fyrir þá sem ekki vita) og svo fór ég reyndar uppí bláfjöll um miðnætti... svaf þar í nokkra tíma í ruggandi skálanum því það var alveg brjálað rok og geggjuð þoka líka!!! svo átti að vera æfing fyrir nemendurna um morguninn og ég átti að vera sjúklingur ásamt fleirum og æfingin átti að vera úti, en þar sem það var svo mikið rok þá var ákveðið að hafa hana inni... æfing var keyrð 2x því þau voru svo mörg... ég var sem sagt "drepin" 2x mætti segja, en ég get þeim alveg séns, fyrsta æfing þeirra, þetta kemur vonandi bara hjá þeim!!!
sunnudaginn var ég áfram uppí bláfjöllum að aðstoða eitthvað smá þar...
á sunnudagskvöld bauð sveinborg mér svo í mat, afrískan pottrétt, sem hún lagaði að sjálfsögðu sjálf... 10 fyrir það!!! mjög góður matur og skemmtilegur gestgjafi!!!;)
annars er bara lítið í gangi.. bara vinna-borða-sofa...
svo eru reyndar alltaf fleiri að bætast i blogg hópinn, einn mjög skemmtilegur byrjaði allavega í gær og er kominn linkur á hann hérna til hliðar!!!
hilsen....;)

8.11.03

góðan daginn allir saman.. nú er maður bara vaknaður frekar snemma á laugardagsmorgni... er bara heima hjá magga í leti, á leiðinni samt uppí bláfjöll en er samt ekki alveg að nenna því. vildi bara rétt kasta kveðju á umheiminn fyrst. og já segja TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN INGA Í LUX!!! jú jú hún er víst 25 ára í dag skvísan. annars er nú bara lítið að frétta síðan síðast, horði á idol í gærkveldi þar sem ein stelpa frá blönduósi (alveg eins og ég) komst áfram, jibbííí... go landsbyggðin!!!
en ég er alveg að deyja úr leti, enda held ég að ég megi það alveg þar sem ég er búin að vera svo dugleg í vikunni... nenni ekki meir, bið að heilsa...

7.11.03

og það er komin helgi og ég er ekkert að vinna um helgina... veiiii!!!
hinsvegar var ég mætt í vinnuna kl. 6 í morgun og er að fara úr vinnunni núna kl. 18 þannig að þetta er búin að vera ansi langur dagur!!!
helging er já að koma hins og fyrr sagðist og skal henni eytt uppí bláfjöllum!!! en ónei ekki á skíðum eða bretti, því það er víst ekki hægt í 10 stiga hita heldur á að rifja upp skyndihjálp!!! takk fyrir, jú jú það er skyndihjálpar námskeið hjá flubbum um helgina og ætla ég fara þangað í fyrramálið (eða kannski um hádegi, fer eftir hversu auðvelt verður að fara á fætur) og koma ekki heim aftur fyrr en á sunnudagskvöld!!! það verður örugglega fínt, æfa sig að lesa, skrifa og læra, eitthvað sem maður hefur ekki gert í langan tíma!!
annars segi ég bara, verið duglega að commenta hjá mér og skrifa í gestabókina takk fyrir!!!
góða helgi!!!

6.11.03

váá... tíminn líður svo hratt. núna er maður að vinna alla virka daga frá 7 á morgnana til ca 7 á kvöldin og þegar maður kemur heim þá er maður frekar þreyttur og nennir hreint engu...
búin að vera á leiðinni í ræktina alladaga eftir vinnu en ekki farin enn en það gerist kannski einn daginn.. annars er bara voða lítið að frétta.. borðaði reyndar svið á þriðjudaginn sem var mjög gott, nauðsynlegt að fá svið svona einu sinni á ári allavega. ææ... ég nenni ekki að skrifa meir, bara seinna. sjáumst.

3.11.03

góðan daginn...og helgin er búin.. en það er nú ekki stutt í þá næstu!!! bara 4 dagar!!!
mín var nú bara nokkuð góð... datt í'ða (einmitt það sem ég ætlaði ekki að gera) en það er bara stundum ekki hægt að standast fíknina!!!
á föstudagskvöld var sem sagt afmæli á kaffi reykjavík og við maggi fórum þangað saman.. þar var hlaðborð, ekkert rosa girnilegt en ágætt samt og svo hvítvín, rauðvín bjór og eitthvað sterkt sem fólk gat bara gengið í eins og það vildi!!! þarna voru saman komnir sem sagt félagar hennar sari hérna úr ferðabransanum á fróni og svo vinir hennar og vandamenn frá úglöndum. maður þekkti nú ekki marga fyrir utan þá sem maður hittir svona nánast á hverjum degi í vinnunni en þetta var nú bara nokkuð gott þrátt fyrir það... sumir voru svo þreyttari en aðrir og sumir fullari en aðrir en við vorum nú bara komin heim á frekar skikkanlegum tíma eða um 2....
grey maggi er nú ekkert rosalega vanur drykkjumaður og þurfti að stoppa taxann tvisvar á leiðinni heim fyrir hann!!!:s og ég ætlaði að vera voða góð kærasta og segja engum frá þessu en svo bara strax á laugardag var hann farin að segja öllum frá þessu voða stoltur eða eitthvað þannig að ég segi ykkur þetta bara líka!!!
laugardagurinn var nú bara búðaráp og svo "horft" á handboltaleik seinni partinn meðan maður undirbjó sig andlega undir næsta djamm!!!
það var haldið á ránargötu og byrjaði frekar rólega en svo fór að færast fjör í leikinn þegar bjórinn var að verða búin... þetta var sem sagt vinnupartý í nýju vinnunni minni, til að kveðja stelpuna sem ég er að taka við... og tony snillingur kom að sjálfsögðu með gjöf handa henni sem var hjartalöguð eða kannski meira svona rassakinnar og svo bara píka!!!
hann er svo sniðugur!!!
úr partýinu fórum við svo á þjóðleikhúskjallarann en meiri hlutinn af liðinu var um og undir tvítugu og einn þekkti einhvern í dyrunum þar þannig að allir þangað....
það var bara nokkuð gaman... mikið dansað og djammað fram eftir nóttu. svo kom maggi elsakn mín að sækja mig um 5 held ég að klukkan hafi verið og við uppí vesturberg að sofa!!!
sunnudagurinn var svo bara algjör letidagur... ekkert merkilegt við það!!!
í dag hins vegar gerðust undur og stórmerki.. Elsa Gunnarsdóttir ákvað að þrífa bílinn sinn.. en henni til mikils ama setti hún tjöruhreinsir á hann sem hún hélt að væri bara allt í lagi þangað til að egill sagði "ætlarðu að bóna hann líka?" þá þarf maður víst að bóna eftir að hafa notað tjöruhreinsi.. þannig að ég bara varð að bóna hann í leiðinni.. en hann er svo lítill þessi elska að það tók nú ekki langan tíma!!
núna er ég hins vegar orðin frekar svöng og er að hugsa um að fara í heimsókn í fagrahjallann og sjá hvort það sé til eitthvað gott þar.. geri reyndar ráð fyrir að mamma sé í saumaklúbb en við skulum sjá til!!!
þangað til næst.....

31.10.03

og það er komin helgi.... og hallbera sæta systir mín á afmæli í dag, allir að senda henni kveðju
  • hér
  • . ég er nú ekki búin að gera mikið undanfarna daga nema þá helst vinna... vinna frá 7-18/19 getur tekið smá á og svo þegar maður kemur heim er maður bara þreyttur og latur!!!
    helgin lítur hins vegar vel út, afmælisboð á kaffi reykjavík í kvöld þar sem er hlaðborð og læti hjá henni sari sem er að vinna á skrifstofunni útí london og svo á laug.kv er partý í nýju vinnunni minni þar sem er líka frítt áfengi.. og ég nýbúin að lofa því að vera edrú fram að jólum!!!:S
    en ég ætla að standa við það hvað sem hver segir....
    farin núna, góða helgi allir saman til sjávar og sveita!!!

    29.10.03

    já og helgin var eiginlega bara frekar rólegt.. ég var að vinna smá, með vaktsímann og svo fór ég í smá rúnt um suðurlandið og á sleða á mýrdalsjökull með 50tugum karlkyns kínverjum sem keyrðu ekki hraðar en 20km/klst!!! mjög spenandi það!!! svo á laugardagskvöld fór ég í útskriftarveislu hjá kristbjörgu og ella, hún úr viðskiptafræði og hann úr líffræði!! og viti menn, þau bara búin að trúlofa sig og læti bara... til hamingju með það elskurnar mínar, aftur!!!
    já og svo var hún ásta ýr ( sem var með mér í versló) að gifta sig á laugardaginn, til hamingju með það ásta mín og jónas auðvitað líka!!!
    þannig að það er bara allt að gerast... talandi um ástarmál þá hafa einhverjir verið að spurja mig hver þessi maggi sé sem ég skrifa stundum um hérna... nei það er EKKI gamli handbolta maggi, heldur nýr maggi og mikið betri maggi!!!
    við erum sem sagt búin að vera saman síðan á afmælinu mínu cirka og bara svaka gaman hjá okkur... nema frekar slæm tímasetning á þessu öllu saman þar sem ég er jú á leiðinni erlendis eftir áramót en við njótum bara tímans þangað til og sjáum hvað setur!!!:D
    ef einhver vill vita eitthvað meira verður sá hinn sami bara að senda mér mail!!!;)
    svo átti helga sys jú afmæli í dag og var búin að panta sér pepperoni lasagne og gulrótarköku í matinn en aðrir fjölskyldumeðlimir voru nú ekki alveg sáttir með valið og tóku fram fyrir hendurnar á henni og pöntuðu bara kokk sem eldaði þríréttað handa öllum!!! það var sem sagt risotto með lax, skötusel og humar og humarsósu í forrétt, létt reykt lamba... með parmaskinku, hvítlaukskartöflumús, steiktu grænmeti og rósmarínsósu í aðalrétt og svo heit súkkulaði kaka með ís og jarðarberjum í eftirrétt!!!
    helga var nú alveg sátt með þetta og sá ekkert eftir að hafa ekki fengið lasagnað sitt!!! en hann maggi minn er sem sagt kokkur og eldaði hann þessi herleg heit handa fjölskyldunni, 8 manns í allt!!!
    þetta er komið gott í bili... later...;)

    28.10.03

    Góðan daginn kæru vinir.. langt síðan síðast.. eða hvað? einhverjir hafa verið að kvarta yfir leti í manni... fyrst maður er að setja upp svona blogg verður maður þá ekki að vera duglegur að skrifa??? tja ég bara spyr....
    það er nú ýmislegt búið að gerast síðan síðast....
    jú jú mikið rétt ég fór í fjallgönguna ógurlegu með fbsr á miðvikudagskvöld á einn af tindum esjunnar, kerhólakamb; það gekk nú ekk betur en svo að mín var í engu formi og allir þurftu að bíða eftir mér þar til hún sveinborg mín ákvað að rölta bara rólega með mér og strákarnir fóru eitthvað langt á undan okkur, þeir fóru uppá topp en ekki við... þetta var nú samt mjög góð ganga... alltaf gaman eftirá þó þetta sé oft dr... erfitt þegar á því stendur!!!
    svo svaf ég frekar illa um nóttina vegna örugglega bara þreytuverkja, ekki gaman!!!
    svo á fimmtudagsseinnipart fórum við sveinborg aftur saman ásamt um 100 öðrum í boðsferð með þingvallaleið og bláa lóninu!!!
    byrjuðum á því að aka til grindavíkur og fara í þvílíkt sightseen um grindvík town, mjög gaman.... eða eiginlega ekki, kallin talaði alltof mikið um eitthvað sem enginn vildi vita... en síðar komst það í ljós að hann var bara að tefja tíminn því við vorum eitthvað of snemma á ferðinni... jæja síðan fórum við í saltfisksetrið í grindavík þar sem allir máttu skoða setrið að lyst og gæða sér á gómsætum snittum (allar með einhverskonar saltfisk á) og svo náttlega bjór, hvítvín og rauðvín!!!
    ég fékk mér bara sprite... ennþá eitthvað asnaleg í hálsinum eftir aðgerðina.. þið skiljið!!!
    efitr saltf...setrið var haldið í bláa lónið, þar var boðið uppá nudd í lóninu, og svo náttlega kokteilinn þeirra fræga.. sveinborg fékk sér nudd sem var víst alveg rosalega gott... ég nennti ekki að bíða í röðinni :S
    við vorum ca klukkutíma í lóninu og síðan var farið uppúr og þá biðu sko kræsingarnar eftir manni!!!
    hlaðborðin af allskyns matvælum, aðallega einhverskonar pinnamatur, en lika ávextir, ostar, brauð og ýmislegt góðgæti og til að skola öllu saman niður var sko vel veitt af passoa gosbjór, viking bjór, hvítvín, rauðvín, rósavín, vatn, gos......og svo var bara opinn bar ef maður vildi eitthvað annað!!!
    ég þurfti að mæta líka í vinnu kl. 7 morguninn eftir þannig að sveinborg drakk bara fyrir okkur báðar og var orðin ansi hress þarna undir lokin, hellti niður, braut glös og fleira í þeim dúr!!!!
    nei nei segi bara svona.. þetta getur komið fyrir alla!!!;)
    jæja ég nenni ekki að segja ykkur frá helginni núna, enda var hún ekkert ógurlega spennandi........... þannig að ég kveð að sinni og segi........hasta luego amigos!!!!!

    ps. HELGA SYS Á AFMÆLI Í DAG OG TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!!!;)

    22.10.03

    það er nú frekar rólegt í vinnunni hjá mér þessa dagana þannig að ég er bara að vinna í því að búa til heimasíðu fyrir okkur í fronpage... þannig að ef einhver er góður í því og langar til að kenna mér þá endilega hafið samband....6600625!!!:D
    annars var ég að byjra í nýju vinnunni í morgun og það var bara mjög gaman... frekar stórt bakarí, hélt það væri minna og allt krakkar á minu aldri að vinna þarna þannig að það er frekar léttur andi þarna...ég var nú aðallega í því að smyrja allskonar brauð sem var nú bara fínt og mér líst bara vel á þetta og hugsa að ég haldi þessu alveg áfram á meðan það er svona rólegt í hinni vinnunni!!!
    annars bara lítið að frétta, maður er alltaf að finna uppá einhverju nýju til að setja inná þessa síðu sem er bara gaman... maður getur alveg gleymt sér í þessu!!!
    svo er ég að fara á esjuna í kvöld, eða kerhólakamb sem er einn tindur á esjunni, með flugbjörgunarsveitinni, spurning hvað maður kemst langt... gaman að sjá!!!
    segi ykkur betur frá því á morgun... eða bara næst... kveð að sinni....

    21.10.03

    já og... ég gleymdi alveg að segja ykkur frá geðveiku norðurljósunum sem voru í gærkveldi. þegar ég var á leiðinni heim um 7 tók ég eftir þeim og svo fór ég aftur út um 8 og þau voru ennþá á fullu og alveg til miðnættis var ég að fylgjast með þeim þannig að ef þið eruð eitthvað á ferðinni að kvöldlagi þessa dagana endilega fylgist með þótt séuð inni miðri reykjavík sjást þau mjög vel og hef ég séð þau margoft undanfarinn mánuð!!!! það er svona þegar maður er að vinna í þessum ferðabransa fer maður að pæla meira í þessu og þetta er alveg stórmerkilegt fyrirbæri finnst mér!!!! chao....
    búin að skrifa þvílíkan texta þarna í gær og svo bara allt í rugli, skil ekki af hverju þetta gerðist.. einhver með skýringu á því fyrir mig????
    en hvað um það, vona að þetta sé komið í lag núna... ef þið náið ekki að klóra ykkur útúr þessum texta sem ég skrifaði í gær þá var hann bara um það sem ég gerði um helgina, fór á villibráðina á loftleiðum, mjög gott og borðaði náttlega alltof mikið, þegar kom að aðalréttinu var maður orðin svo saddur að maður gat varla meira.. þetta var sem sagt hlaðborð!!!
    svo á laug var ég að keyra fyrir hópbíla, fór um hvalfjörð, skorradal, borgarfjörð og fleira, bara mjög fínt enda nokkuð fínt veður... afmæli á laugardagskvöld en ekkert fyllerí, smá rúnur um bæinn sem var nokkuð fullur af fullu fólki og svo var sunnudagurinn bara mesti letidagur í mjög langan tíma!!!
    Hugrúnu tókst svo að draga mig á fótboltaÆFINGU í gærkveldi uppí mosó, ég hélt við værum bara að fara að leika okkur í fótbolta en nei nei.. þetta var hrein æfing og ekkert múður!!!
    mjög fínt samt, enda ekki búin að hreyfa mig í rúman mánuð núna og ætti því að vera orðin mjög góð í hálsinum!!!
    ég er núna væntanlega að fara að byrja í nýrri vinnu, með hinni vinnunni, þessi er á morgnana að smyrja brauð í bakaríi copenhagen á suðurlandsbrautinni, það er frá 7 - 13 ca og verður vonandi bara fínt en bara í skamman tíma enda þarf maður að safna fullt af pening núna á næstu mánuðum til að meika það sem framundan er!!!
    jæja, ég er farin í mat núna... vona að fleiri sjái sér fært að skrifa í gestabókina mína, það mega allir skrifa!!! bið að heilsa í bili....;)
    bara að athuga hvernig þetta kemur núna....

    20.10.03

    Góðan daginn allir saman, áttu ekki allir þokkalega helgi?? allavega var veðrið nokkuð fínt, ekki hægt að kvarta yfir því. Ég og Maggi fórum sem sagt á villibráðina á loftleiðum á föstudaginn eins og ég var búin að segja að stæði fyrir... þetta var hlaðborð þannig að maður borðaði náttlega alveg yfir sig af misgóðum mat!!! þarna var hægt að finna t.d. dúfu, gæs, önd, lunda, rjúpu, lax, hreindýr, dádýr, lamb, og ýmislegt fleira sem ég man ekki alveg hvað var en best þótti mér nú gæsalifrakæfan (sorrí, heitir eitthvað annað á fagmálinu man ekki hvað) og er hún bara alveg geðveik. Ég var orðin svo södd og svo þreytt á að tyggja eftir þetta allt saman að ég hafði varla pláss fyrir eftir réttinn en fékk mér nú samt smá súkkulaði köku... síðan fórum við bara heim, ekkert fleira gert það kvöldið!!;) síðan var vaknað eldsnemma á laugardagsmorgun, ég í vinnuna (hópbílar) og maggi í skólann (gaman gaman!!). Ég fór sem sagt með hóp frá náttúrufræðistofnun í ferð um hvalfjörð, skorradal, borgarfjörð og þar um... og ekki var ég "bara" bílstjóri í þessari ferð heldur var ég látin passa líka og elda !!!! það er svona þegar maður er svona fjölhæfur!!! þetta var bara ágætisferð enda gott veður, fór reyndar að kólna dálítið vel þarna undir lokin en þurrt samt þangað til við vorum á leiðinni í bæinn. � laugardagskvöld fórum við svo í smá afmæli hjá Ólavíu(???) og svo einn rúnt í gegnum bæinn en ákváðum að nenna ekki að fara neitt inn þar sem það voru frekar langar raðir á flesum stöðum kl orðin 2 og við alveg edrú þannig að það var bara haldið heim að kúra!!! Sunnudagurinn var svo mesti leti dagurinn í mjög langan tima!!!!
    Núna er ég sem sagt mætt í vinnuna aftur eftir nokkuð góða helgi og bara nokkuð sátt með lifið og tilverun og svo hvet ég alla að sjálfsögðu til að kvitta í gestabókina mína!!!
    bið að heilsa ykkur í bili...

    17.10.03

    hæ guys.. jæja þá er bara komin helgi. Ég og Maggi erum að fara á villibráðarhlaðborð á Hótel Loftleiðum í kvöld og hlakkar okkur mikið til!! Svo fer ég að vinna eitthvað á morgun annað óplanað... ætli maður kíki nú ekki eitthvað í bæinn á laugardagskvöld, bara svona til að sýna lit og kíki á einhverja tónleika á airwaves!!! en ég segi ykkur nú betur frá því á mánudaginn... hasta luego mi amigos!!!

    15.10.03

    halló allir saman, hvað segið þið gott í dag??!!! Ég er bara nokkuð hress, bara rólegt að gera í vinnunni og lífinu bara svona yfir höfuð... reyndar dálitið spennt fyrir helginni því væntanlega erum við að fara á villibráðarhlaðborð á föstudagskvöldið.. ekki leiðinlegt það, langar einhverjum með??!!! annað er óráðið fyrir helgina enda bara miðvikudagur ennþá.. verð væntanlega að vinna eitthvað.. var að hugsa um að fara í tindfjöll með flugbjörgunarsveitinni en held ég sé ekki alveg tilbúin í það strax, eftir að hafa verið rúmliggjandi í 2 vikur og ekki hreyft mig í 3!!! hallbera og smári í noregi voru að leggja upp í 10 daga göngu og kanóferð í morgun og hljómaði það allt saman mjög spennandi hjá þeim, örugglega ekki leiðinlegt og svo fer bráðum að snjóa hjá þeim og þá er hægt að fara á skíði, skilst að lyfturnar hafi opnað þarna um miðjan okt í fyrra þannig að kannski maður skelli sér bara í heimsókn fljótlega!!! annars veit ég ekkert hvað ég á að segja ykkur í dag þannig að ég bið bara guð að geyma ykkur í bili... kv. Elsa

    14.10.03

    jæja nú er búið að skamma mann fyrir leti, strax!!! allaveg var helgin fín hjá mér.. byrjuð að keyra aðeins fyrir hópbíla aftur og var að því á föstudagskvöld, skutlaðist austur fyrir fjall fram og til baka, lítið mál það. og svo á laugardag fór ég með 6 karlmann aftur austur fyrir fjall, aðeins lengra en á föstudeginum eða að mýrdalsjökli og þar fórum við öll saman, ég og karlarnir og 6 og einn guide á fjórhjóla og hjóluðum um sandana þarna, þvílíkt fjör... síðan brunuðum við upp að jöklinum og vorum orðin ansi skítug í framan þegar þangað var komið...
    þaðan fórum við svo á vélsleða upp á jökulinn í frekar slæmu skyggni og dálitlum kulda og svo aftur niður af jöklinum og á fjórhjólunum niður aftur þar sem við byrjuðum, sem sagt 3 tíma fjórhjóla og vélsleða túr hjá mér, á launum!!!! ekkert rosalega leiðinlegt....
    en ég missti náttlega af leiknum út af þessu en það var svo sem allt í lagi...
    ég fór síðan heim til mömmu og pabba og þar var þessi þvílíka pizzu veisla í gangi, bara allir gátu pantað sér fyrir sig og aron og amma redduðu því, ekki slæmt.. síðan fór ég bara uppí vesturberg til sirrý en þar var hún, kata, vala og fanney að djúsa og hita upp fyrir kvöldið en það átti eitthvað að skemmta sér vel... ég var hins vegar bara róleg og var bara komin uppí rúm um 1 og búin að ákveða það að detta ekki í'ða fyrr en um jólin!!!!
    sunnudagurinn var svo bara rólegur, ein ferð í keflavík og ekki mikið meira...
    í gærkveldi fór ég svo með magga í útilíf þar sem þar var kynningarkvöld og afsláttur af öllum vörum og verslaði ég smá þar, er að safna fyrir þarnæstu útlandaferð.. keypti mér eitt stykki klifurbelti og svo first layer peysu....
    ég veit ekki alveg hvað ég á að segja ykkur meira í bili um hvað á daga mína hefur drifið... þannig að ... þangað til næst!!!!

    9.10.03

    og fyrirgefið... talandi um myndir, þá koma engar myndir hérna inn strax, í fyrsta lagi á ég ekki myndavél, og svo nenni ég ekki alveg að standa í því... kannski seinna, sorry!!!
    jæja hvað segið þið gott í dag elskurnar mínar?? ég er bara þokkalega hress, reyndar ekki alveg orðin góð í hálsinum ennþá, frekar leiðinlegt og get ekki alveg borðað hvað sem er....:(
    hins vegar voru mér færð mikil gleðitíðindi í dag.... Hrefna frænka var að eignast strák í morgun eftir 3 sólarhringa puð!!! geri aðrir betur... þetta er jú fyrsta barnið hennar og gauta, og var hann 51 cm og um 14 merkur..... og svo var hún erla ísafold á blönduósi líka að eignast strák í morgun og var hann eitthvað svipað stór og strákurinn hennar hrefnu... þetta gekk allt saman vel að mér skilst og áttu þær báðar á akureyri!!! TIL LUKKU STELPUR!!!
    af mér er annars bara lítið að frétta, búin að fara einu sinni í keflavík í dag... veiii.. alltaf gaman í keflavík.... og er að fara aftur á morgun og hinn og hinn og hinn og hinn.......
    svo ætlar maggi að kenna mér að elda risotto í kvöld, eins og á að gera það í alvörunni, ég frekar spennt yfir því, alltaf gaman að læra eitthvað nýtt... annars verður það bara mest vinna um helgina, ekkert djamm eða neitt enda er ég ennþá að safna kröftum og þoli.... þangað til næstu kæru vinir.... Elsa

    8.10.03

    jæja, nýr og fallegur dagur runninn upp... flutti inn til sirrý í gær í nýju íbúðina hennar í vesturberginu... svaf þar og bara nokkuð vel, þannig að loksins, 25 ára gömul og flutt að heiman, svona í bili allavega!!!

    7.10.03

    Allaveg þá er ég nýkomin í vinnuna aftur eftir að hafa verið frá í um 2 vikur... byrjaði á því að fara til belgíu 18 sept í helgarferð í 5 daga sem var alveg mjög notalegt, heimsótti hönnu valdísi í amsterdam og drakk fullt af bjór í belgíu, svo kom ég heim og 3 dögum eftir það fór ég í hálskirtlatöku, og læknirinn sagði að ég skyldi vera frá vinnu í viku allavega og enga líkamsrækt í 2!!!!
    ég var ekki alveg nógu dugleg að standa við þetta enda fékk ég að kenna á því þegar það byrjaði að blæða á fullu úr hálsinum á mér á þriðjudagsmorguninn fyrir viku síðan... þegar var ekkert voðalega skemmtilegt... ég beint upp á slysó og þurfti að vera þar undir eftirliti í sólarhring... ekki gaman... en þetta er allt að gerast núna og ég er farin að geta borðað nánast það sem ég vil!!! vei.... gott í bili.. heyrumst síðar...
    Jæja maður er ekki maður með mönnum nema vera með blog skilst mér.... þannig að here it goes...!!!