29.9.07

Tæpri viku síðar...

Var nú ekki duglegri en það, en jæja. Maður gerir bara sitt besta.
Vikan búin að líða hratt eins og venjulega, ótrúlegt hvað tíminn fer bara stundum í ekki neitt. Nóg að gera í vinnunni eins og venjulega, ekkert of mikið samt sem betur fer. Flugbjörgunarsveitaræfingar tvisvar í viku og skellti mér svo í fyrsta tímann í jóga í vikunni sem var mjög fínt, ætla að reyna að vera duglega að fara í það í vetur og liðka mig aðeins, ekki veitir af.
Var að koma úr heimsókn frá Hugrúnu, Rebkka vinkona á landinu og kíkti hún á okkur, alltaf gott að hitta hana!
Við Ingibjörg ákváðum líka nafn á prinsessuna hennar Hugrúnar, veit samt ekki hvort það verði samþykkt, kemur í ljós ;)
Er að fara á morgun út að borða á hótel sögu og á hemma gunn showið sem er verið að byrja að sýna þar með riturum Glitnis, það verðu pottþétt svaka stuð. Svo beint í framhaldinu af því, eða um miðnættið, ætla ég að skunda á árshátíð íslenskra fjallaleiðsögumanna og ná mér í nokkra dans þar áður en haldið verður út á flugvöll en ég er að fara til frakklands á sunnudagsmorgun kl.7.40 með 5 félögum úr FBSR.
Við fljúgum til París og keyrum síðan þaðan í alpana. Erum að fara að heimsækja björgunarsveit/slökkvilið í Annecy og kanna aðstæður hjá þeim og fara með þeim í einhverjar fjallaferðir. Veit voða litið hver dagskráin verður, þannig að það verður bara spennandi.
Jæja þá er timi til að fara að sofa, hasta luego!
Elsa

22.9.07

Laugardagsmorgun kl er 11 og ég búin aðvera vakandi í 3 klukkutíma!! Bara fyrir hana litlu systur mína og litla frænda minn sem ég er að passa svo mamma hans gat farið á bootcamp æfingu. Veit nú ekki hversu ánægð hún verður með þessa ákvörðun sína þegar hun kemur heim eftir tveggja tíma bootcamp æfingu úti, reyndar fínt veður en pottþétt erfiið æfing.
Prinsinn er vaknaður situr bara í stólnum sínum og horfir á sjónvarpið meðan ég skrifa þetta. Nokkuð sáttur sýnist mér bara.
Sá að hún Hallbera systir mín er komin með í blogg keppni við vin sinn, ég er að hugsa um reyna að vera með svona óbeint og láta ljós mitt skína. Vera duglegri að skrifa.
Reyndar smá bisí dagskrá fram undan en maður ætti nú að geta fundið nokkrar mínutur annan hvern dag eða svo.
Já ég var í NYC um daginn að opna skrifstofu Glitnis þar, alveg frábær dagskrá sem tókst í allastaði alveg fullkomlega, allt gekk upp samkvæmt áætlun og allir ótrúlega sáttir með allt saman. Ég ákvað svo að nýta tækifærið og vera nokkra aukadaga í borginn eða "the big aple" eins hún er kölluð (veit samt ekki ennþá af hverju, getur einhver svarað mér því???). Var þarna með tveim öðrum Glitnis mönnum yfir helgina og skemmtum við okkur bara nokkuð vel, djammað, verslað, gengið, hjólað, bátsferð og fleira!
Það var alveg rosaleg gott veður ennþá um 30 stiga þannig að maður var baraí sumarfötunum. Vorum á einum bar á föstudagskvöldin og fyrsta manneskjan sem við sáum þegar við gengum inn var Cameron Diaz, eða þau sáu hana, ég sá ekki neitt fyrr mér var bent á hana!! Ekki beint alltaf að skoða fólkið í kringum mig. Svo var víst líka þarna Steven Taylor, söngvari Eurosmith, ég sá hann reyndar ekki en þau sáu hann. Alltaf gaman að sjá einhvern svona frægan!
Kom heim á mánudagsmorgun og vikan sú var ansi erfið, þreyta í gangi, smá stund að jafna sig á þessu.
Mætti svo í réttir með henni Höllu minná laugardaginn síðasta, Reykja réttir á Skeiðum, þar var fullt af fólki og svoldið af kindum, drógum í rúman klukkutíma þar og fórum svo heim. Kíkti í heimsókn á Laugavatn í nýja húsið þar sem hjúin eru flutt inní, reyndar allt frekar hrátt ennþá, engar innréttingar eða sturta eða bað þannig að ég geri ráð fyrir að einhver eldi ofan í þau og að þau fari í sturtu í íþróttahúsinu. Annars lítur húsið rosalega vel út hjá þeim, ég málaði eina hillu þannig að ég er þá vonandi gjaldgeng í innflutningspartýið! Það var búið að hóta mér að ég fengi ekki að mæta í það nema að gera eitthvað! þannig að ég bara varð að mæta í vinnu.
Síðasta vika bara búin að vera róleg, æfingar byrjaðar í flugbjörgunarsveitinni, þjálfarinn byrjaður að mæta og þetta lítur vel út. Skokkum í Öskjuhlíðinni og förum svo í Nauthólsvíkina og gerum æfingar í sandinum eða tökum brekku spretti í kirkjugarðinum, allt saman mjög skemmtilegt.

Jæja, ekki meira í bili þó að prinsinn hafi það bara gott ennþá í stólnum sínum.
Kveðja,
Elsa