21.9.06


Það er verið að skamma mig fyrir að hafa gleymt nokkrum ferðum, maður getur því miður ekki munað allt!! sorrí!!:S
en allavega er ekki best að reyna að halda eitthvað áfram að skrifa hérna fyrst maður er byrjaður á ný.
samhliða æfignum fyrir þrekmeistarann ákvað ég að fara á skriðssund æfingu með þríþrautafélaginu, þessar æfingar eru 2x í viku í fjórar vikur og bara mjög skemmtilegt, aldrei lært almennilega að synda skriðsund, bara það sem maður lærði í skólanum hér forðum, en varðandi þríþraut þá er aldrei að vita nema maður prófi það, gæti verið skemmtilegt!!:)

fór í réttir um helgina á skeiðum með höllu vinkonu eða fórum sem hennar fylgisveinar, ég,hugrún,sigrún,anja og óskar georg, vorum mætt í réttirnar um kl. 9.30 og svo var bara allt búið kl. 11.30, mjög mikið af fólki en mjög lítið af kindum þannig að þetta tók fljótt af. þetta rifjaði upp gamlar og góðar minningar síðan í réttunum fyrir norðan, en ég hef ekki farið í réttir í 10 ár held ég en búin að vera á leiðinni á hverju ári síðan þá. mér tókst nú að draga alveg nokkrar kindur og fann nokkrar fyrir hana sigrúnu líka!!;)
svo var veðrið alveg frábært, þvílík sól og hiti alveg eins og það best verður á kostið!!!

vorum því komnar bara í bæinn aftur uppúr hádegi á laugardag og allur dagurinn framundan, ég var nú frekar þreytt þar sem maggi hafði verið með partý fram til um 3 kvöldið áður þannig að ég lagið mig, síðan kom hallbera í heimsókn og við fórum á rúntinn!!!
á sunnudaginn tókum við liðið sameiginlega æfingu sem gekk alveg ágætlega fyrri hringurinn en á seinni hringnum bættum við okkur um rúmlega mínútu!!! mjög ánægðar með það!!!
fór svo í spaið i laugum með sirrý á eftir, í gufu og pottinn þar, mjög notalegt.
kíkti svo í bústaðinn með mömmu og pabba seinni partinn og á leiðinni heim skildum við mamma pabba eftir í hveragerði þar sem hann ætlar að endurhlaða batteríin næstu 4 vikurnar eða svo!!:)
en nú er bara að koma helgi aftur og ég læt vonandi heyra í mér fljótlega....
þangað til næst
Elsa

13.9.06

Sumarið

Jæja þá held ég að sé alveg komin tími á að setja inn eins og eina færslu hérna.
Sumarið er búið að líða ansi hratt þrátt fyrir að veðrið sé búið að vera, já, frekar ömurlegt.
Ég gekk alveg fullt á landinu góðu, aldrei samt nógu mikið!!
GönguFerðirnar sem farnar voru:Leggjabrjótur með vinnunni
5 daga ganga með skólanum
Esjan, ein
Hvannadalshnúkur með Helgu og Binna og 300 öðrum
Fimmvörðuháls með 11 manns héðan og þaðan
Kerling (við Akureyri) með Höllu, Söru og fleirum
3 dagar á Hornströndum með Helgu, Binna og mömmu sem tók þetta létt!
Sveinstindur með mömmu og pabba
Snækollur og Fannborg
Dettifoss – Ásbyrgi á tveim dögum með Sigrúnu
Akrafjall með Sigrúnu og Helgu
Trölladyngja með Sigrúnu
AðrarFerðir sem farnar voru:“Kayakferð” í Galtalæk
Ball ferð á Matur og Menning á Blönduósi með Sirrý
Bíltúr um Fjallabak nyrðra með Magga og mömmu og pabba
-Húsafell um línuveg að Kjalvegi, svo frá Gullfoss og línuveg að Hólaskjóli og þaðan dómadalsleiðina í Landmannalaugar; gist þar; þaðan að Langasjó og uppá Sveinstind, að Eldgjá og á Kirkjubæjarklaustur, gist þar; rúntur á Höfn og þaðan beint að Skógum, gist þar hjá Sveinborgu og svo í bæinn.
Kerlingafjöll með Helgu, Binna og Magga, ein nótt
Snæfellsnes með Magga, Gísla, Lilju og Róbert Leó.
Hvalaskoðunarferð með Höllu á menningardag/nótt.

Samkvæmt þessu fór ég út úr bænum 12 helgar frá 1 maí til 31 ágúst!! nokkuð gott, ekki alltaf reyndar á föstudegi en yfirleitt samt.

Svo var að sjálfsögðu tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem var mjög skemmtilegt, fyrsta skipti sem ég hleyp 10km og gerði það á 1:06:59 og bara nokkuð sátt með þann árangur.
Hallbera og Smári fluttu heim frá Noregi í sumar og er það mjög gott finnst mér, þó þau séu á Laugavatni en maður getur þá allavega skutlast í heimsókn til þeirra.
Binni Helgu er núna eina önn í Svíþjóð þannig að hún er með annan fótinn þar í haust, annars er hún á 3 ári í hjúkrun við HÍ.
Maggi er búin að segja upp á Laugar-ás og hefur fengið nýja vinnu í veislueldhúsina á Nordica og byrjar hann þar um næstu mánaðarmót og er mjög spenntur fyrir því!!:)

En það sem stendur svona helst uppúr myndi ég segja að væri Hvannadalshnúkur, Hornstrandi og Maraþonið!!:) Annars bara mjög gott sumar, tókst reyndar ekki að gera allt sem ég ætlaði að gera en planið var að fara laugaveginn sem er búið að vera á dagskrá lengi en þar sem Maggi meiddi sig á hnénu um mitt sumar tókst það ekki, bara næst!!

Annars núna er ég og 4 aðrar hérna í vinnunni hjá mér farnar að æfa saman hjá einkaþjálfara með það að markmiði að taka þátt í Þrekmeistaranum (sjá www.fitness.is ) þann 7 október á Akureyri og gengur það bara alveg ljómandi vel, þannig að það er bara mjög heilsusamlegt líferni þessa dagana og held ég að hann Maggi minn sé pínu að smitast af því!!;)

Jæja, reyni að vera duglegri að skrifa ef þið verðið dogleg að kommenta.
Myndir frá sumrinu eru á myndasíðunni!!:)
Hasta luego,
Elsa

14.7.06


Afmælisbarnið Maggi minn...

Gleymdi alveg að segja frá því að hann Maggi minn átti afmæli á mánudaginn síðasta 10 júlí, innilega til hamingju með það ástin mín!!
Og við erum sem sagt á leið í bústaðinn á eftir þar sem hann ætlar að elda handa nokkrum góðum vinum!!
Annars segi ég bara góða rigningar og vinda helgi, ég er farin í sumarfrí, læt örugglega ekki heyra í mér fyrr en eftir tvær vikur!!
Hasta luego..

13.7.06

Langaði bara að deila með ykkur matseðli gærkvöldsins:

1. Melónu Gaspacho með dilli, steiktir humarhalar með grænmetissalsa, lárperumauki
og humargeli
2. Terrína úr franskri andalifur og létt reyktum lambavöðva framreitt með gljáðum
plómum og steiktu briouche brauði
3. Létt steikt hrefna, marineruð í sítrus, með tómötum og rosa flottir og góðir
sveppir sem ég man ekki hvað heita
4. Léttreykt klaustursbleikja með stökkum brauðhjúp, borin fram með fenniku og
freyðandi dillsósu
5. Steiktar nautalundir, hægelduð bringa og moðsteiktur uxahali, borið fram með
vatnsdeigskartöflum, steiktu blómkáli og pinot noir rauðvínssósu
6. Úrval osta með sultu dagsins og akasíu hunangi
7. Creeme brulee
8. Skyrfrauð með sultuðum rabbabara, hunangskexi og rabbarbara krapís
9. Konfekt, kaffi og líkjör

Við Maggi fórum sem sagt á Vox (Nordica Hótel) þar sem Halli vinur hans er su chef og fengum þennan líka frábæra mat og þessu öllu saman var skolað niður með viðeigandi vínum, fengum um 9 tegundir af vínum með þessu sem sagt!!
Alveg meiriháttar, mæli með að fólk prófi svona kvöld allavega einu sinni ef ekki tvisvar!!!:)

Annars styttist í sumarfrí, síðast dagurinn á morgun og er stefnan sett í bústaðinn strax þá þar sem Maggi ætlar að halda uppá afmælið sitt og bjóða vinum í mat. annað er óráðið varðandi sumarfríið nema að reyna að finna einhverja sól. ætluðum laugaveginn um helgina en þar sem Maggi var svo óheppin að meiða sig á hnénu síðustu helgi erum við hætt við það í bili. Vonandi komumst við undir lok frísins, og spurning hvort að Hallbera og Smári komi með okkur þá en þau eru að koma heim (alkomin í bili) þriðjudaginn 25 júlí!! Mig hlakka mikið til þess að fá þau heim!
Ekkert að gera í vinnunni hjá mér, allir markaðir algjörlega dauðir greinilega þannig að maður bara vafrar á netinu allan daginn!!
Jæja, meira síðar.

7.7.06



Með sól í hjarta Loksins loksins smá sól fyrir okkur til að gleðjast yfir. Þó það sé nú ekkert ofur hlýtt þá er nú alltaf gott að sjá hana, vonandi bara að hún verði nú hjá okkur í smá stund, nokkrar daga,jafnvel vikur það væri ekki slæmt.
Já það er víst komin föstudagur og ég á leið í Galtalæk í kayakferð. Maggi er komin í sumarfrí í allan júlí og er hann í hvítá núna með fatlaða krakka sem eru í sumarbúðum á laugavatni og er þröstur að passa þá og ákvað að skella þeim í rafting og maggi hjálpar að sjálfsögðu. þannig að ég ætla að reyna að koma mér eitthvað áleiðis austur á eftir svo að maggi þurfi ekki að koma alla leið í bæinn aftur að sækja mig, ef allt klikkar þá kemur hann auðvitað þessi elska!
Svo er ég að fara í sumarfrí eftir rúma viku í heilar tvær vikur og verður það pottþétt ljúft.
Maggi á afmæli á mánudaginn 10 júlí og ætlum við að grilla humar á sunnudaginn í tilefni þess og horfa á úrslita leikinn í beinni en hann verður sýndur í opinni dagskrá eins og undanúrslitaleikirnir voru víst, það eru einhver lög sem segja til um það. Svo ætlum við hjúin út að borða á Vox (nordica) á miðvikudaginn en vinur magga er yfirkokkur þar og ætlar að koma okkur á óvart, mjög spennandi!!:)
Þetta verður bæði í tilefni afmælis og einnig útskriftar minnar en maggi var búin að lofa að fara með mig þangað einhver tíman í útskriftargjöf.
Annars er alveg frekar rólegt hérna í vinnunni, og slæmt að horfa á góða veðrið út um gluggan og þurfa að hanga inni að gera lítið!:(
jæja, bið að heilsa í bili og góða helgi...

Veðurspá helgarinnar:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðan og norðvestan 5-13 m/s, hvassast á annesjum vestantil síðdegis. Víða rigning eða súld á Norður- og Austurlandi en skýjað með köflum og þurrt sunnan- og suðvestanlands. Svipað veður á morgun. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.

5.7.06


Jæja þá er maður búin að fara á hornstrandir.
Við keyrðum vestur/norður (;)) á miðvikudagskvöld og svo sigldu Guðbjartur og Sigurbjörn með okkur frá Bolungarvík í Veiðileysufjörð strax um kvöldið og vorum við komin á áfangastað um kl. 1.00. Þar tjölduðum við í smá úða og þoku og vöknuðum svo á fimmtudagsmorgun um kl. 10 í rigningu. Þá var borðaður morgunmatur og byrjað að taka dótið saman og svo lögðum við af stað upp Veiðileysufjörðinni og þegar við vorum rétt lögð af stað í regngallanum og ullarfötum stytti upp og sólin byrjaði að skína þannig að þá þurfti að fara að fækka fötum og enduðum við á stuttbuxum og bol eða sumir berir að ofan og aðrir í topp. Alveg geggjað veður þarna á fimmtudeginum, sól og blankalogn, frábært útsýni yfir Veiðileysufjörð og svo yfir Hornvík og Hornbjarg. Við komum svo á tjaldsvæðið okkar við Kýrfoss um kl. 18 og þurfti þar að fara yfir vaðið á ósnum en sumir af okkur hafa ekki vaðið oft og voru ekki sáttir með þetta þar sem þetta var frekar kalt og langt eða um 100 metrar en samt ekki djúpt, aðeins upp að hnjám.
Svo var tjaldað og borðað dýrindis þurrmat, kjöt og grænmeti og kartöflumús!! Fórum svo að sofa í svaka blíðu og flottu útsýni og ákváðum að labba ekki meira þann daginn þar sem spáin var mjög góð fyrir föstudaginn.
Vöknuðum á föstudagsmorgni í þoku, um 100 metra skyggni eða svo. Lögðum þá af stað með bara dagpoka og löbbuðum yfir Kýrskarð og að Hornbjargsvita sem stendur við Látravík.


Þar var vinnuflokkur á ferð sem var að klára við að standsetja vitann fyrir sumarið en þar er boðið uppá svefnpokagistingu. Þar sáum við líka tvo litla refi sem voru að næla sér í bita.



Það létti aðeins á þokunni þarna og vorum við mjög glöð því við héldum að hún væri að fara en nei því miður ekki alveg. Fengum okkur hádegismat við vitann og héldum svo áfram í átt að Hornbjargi yfir Almenningaskarð.
Þarna er mjög auðvelt að rata þó það sé þoku því yfirleitt eru stikurnar þéttar og stígurinn greinilegur en þetta á þó ekki við alltaf. Okkur gekk allavega vel en þegar við vorum komin að Horni, bæ einum í Hornvík og ætluðum að labba að bjarginu eftir 7 klst á göngu ákváðum við að halda í tjaldbúðir og vonast til að létti til á laugardag þar sem það var eiginlega tilgangslaust að fara þarna og sjá ekki neitt. Snérum því við og héldum í tjöldin. Á þessari leið sáum við meðal annars Ritu, Langvíu og Straumönd, já og refi að sjálfsögðu og svo einn þjóðverja sem var já einn á ferð og talaði enga ensku!!!
Í kvöldmat á föstudagskvöld var svo chile con carne og kjúklingur með hrísgrjónum, ananas og möndlum!! og svo búðingurinn í eftirmat!!! nammi namm!!:)
Vöknuðum á laugardagsmorgun aftur í þoku og þá voru góð ráð dýr því við ætluðum að láta sækja okkur í Hornvík seinni part laugardags á flugvél en auðvitað fljúga litlar vélar ekki í þoku þannig að Binni hringdi í flugmanninn og hann sagðist ekki komast þá var ekki annað í stöðunni en að labba aftur í Veiðileysufjörð og fá Guðbjart til að sækja okkur þangað aftur. Það var gekk og gengum við yfir í þéttri þoku og hefðu sjálfsagt ekki ratað til baka ef við hefðum ekki farið þarna á fimmtudeginum því við náðum að fylgja förunum okkar þar sem var snjór og vorum búin að taka punkta sem við gátum elt.
Guðbjartur, Flosi eldri og Flosi yngri komu svo og sóttu okkur og silgdu með okkur til baka til Bolungarvíkur og allir mjög sáttir með þessa ferð!!!:)

Svo er það Galtalækur næstu helgi, kayakferð, byrjendaferð með klúbbnum. Líf og fjör!

28.6.06


Ég er að fara á hornstrandir ligga ligga lá!!!:)
og mig hlakkar geggjað til, höldum af stað vestur á bolgunarvík eftir vinnu í dag, svo ætlar guðbjartur bróðir binna kærasti helgu að skutla okkur út eftir eitthvað í jökulfirðina, líklegast í veiðileysufjörð. þaðan ætlum við svo að byrja að labba snemma á fimmtudagsmorgun, þurfum að ná fjöru kl. 5 þannig að já það verður snemma. löbbum yfir í hlöðuvík, svo á hornbjarg og eitthvað þarna um, verður svo sótt með flugvél á laugardagseftirmiðdag og gistum í bolgunarvík eina nótt og svo heim aftur á sunnudag!!
spáin er bara nokkuð góð fyrir okkur:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hægviðri og léttskýjað um norðanvert landið fram eftir degi en þykknar smám saman upp með hægt vaxandi austanátt um landið sunnanvert, 8-13 m/s og rigning með kvöldinu. Austan 8-13 m/s og víða rigning í nótt. Suðaustanátt á morgun, 3-8 m/s og víða léttskýjað norðantil á landinu, en 5-10 m/s og skúrir sunnantil. Hlýnandi veður 12-18 stig að deginum, hlýjast norðanlands.
Á föstudag: Austan- og suðaustanátt 8-13 m/s og rigning um sunnan- og austanvert landið en úrkomulítið norðan- og norðvestanlands. Hiti 10-18 stig, hlýjast norðanlands. Á laugardag: Sunnan strekkingur og rigning austanlands fram eftir degi en annars norðvestanátt og skúrir. Kólnandi veður einkum norðvestantil.

Smá rigning ætti ekki að skaða neitt en lítill vindur og hlýtt og það er nóg fyrir okkur. Helga, Binni og mamma ætla sem sagt með og veður dúndurstuð hjá okkur!!!
Maggi er að vinna á miðvikudag og fimmtudag og er að fara í jarðarför á fimmtudag og kemst því ekki með en annars er hann að byrja í sumarfríi (langþráðu) núna 1.júlí!!!
Hann verður í fríi allan júlí og ég tek svo tvær vikur frá 15. júlí og þá verður gert eitthvað skemmtilegt, meðal annars er laugavegurinn á planinu þarna strax, 15 til 18 júli ef einhver hefur áhuga á að koma með þá er það minnsta mál.
Jæja, ég set svo inn myndir frá síðustu helgi og hornströndum eftir helgi!!
Bless í bili,
eg

26.6.06

Helgin búin.
fórum norður á föstudagskvöld, alla leið að finnastöðum í eyjafirði, fengum þar gistingu á túninu hjá svönu og fjölskyldu en svana er með höllu í skóla á hvanneyri.
gengum á kerlingu á laugardag, 9 manns saman plús tveir hundar, týra og monsi, og gekk vel en hægt komumst ekki allaleið á toppinn sökum lélegs undirbúnings!:S
tökum þetta bara næst;)
vorum 9 tíma á ferðinni í glampandi sól og blíði og fengum heldur betur að kenna á því, flestir sem voru á stuttbuxum brunnu á kálfum og aftan á lærum aðrir brunnu á höndum og í andliti en bara gaman að því, það fylgir svona ferðum.
ætluðum svo að skella okkur í sund á akureyri eftir gönguna en nei nei engin sundlaug opin á akureyri né í nágreninu, allt lokað kl. 18 á laugardögum á sumrin takk fyrir, munið það!!!
komumst samt í sturtu á tjaldstæðinu hamri og það var gott/vont sökum bruna!
grilluðum kjöt og hamborgara og fórum að sofa um kl 1, allir mjög þreyttir en sáttir, höfðum ekki einu sinni list á eftirrétt!!
vöknuðum og lögðum af stað á mývatn um 10, ætluðum að vera snemma á ferðinni því ásgeir þurfti að vera mættur í matarboð í bæinn kl. 6 en keyrslan að hellinum tók aðeins lengri tíma en áætlað var og vorum við komin í hellinn um 13.30, til að komast inní hann, lofthelli, þurfti að skríða í gegnum frekar þröngt gat og því miður komust ekki allir þar í gegn. þeir sem komust fengu að sjá mjög flottan hellir, stór og mikill með ísmyndunum. komum uppúr honum um 3 og þá vorum við orðin svoldið á eftir áætlun þannig að það var ákveðið að gefa skít í hana og kíkja á grjótagjá en á leiðinni þangað tókst höllu að aka á járnbút sem var falin út í kanti og gera stórt gat á dekkið!!:(
frekar leiðinlegt en á meðan þau skiptu um dekk og kíktu svo á gjánna fórum við sara og heilsuðum uppá sveinborgu sem var í reykjahlíð með hóp af ferðamönnum á leiðinni í kringum landið!!
en á mývatni voru fullt af flugum eins og nafnið ber til kynna, ógisslegt!!
héldum svo loksins af stað heim á leið frá mývatn um kl.18 og lentum í rkv um kl. 2 eftir mjög góða ferð á norðurlandið en þá átti halla með útlendingana eftir að keyra í tvo tíma, vonandi gekk það vel hjá henni, geri ekki ráð fyrir öðru!!
annar er næsta helgi nú þegar plönuð, ætla að skella mér á hornstrandir með helgu og binna á miðvikudagsköldið og ganga þar um fram á sunnudag, ekki alveg ákveðið hvert við göngum nákvæmlega en það kemur fljótlega í ljós.

meira seinna... :)

21.6.06


það eru greinilega ennþá einhverjir sem hafa á trú á mér og kíkja hérna inn þannig að ég held áfram að skrifa!!
var að kaupa mér nýtt hjól og er rosalega ánægð með það, fékk það á í markinu, dömuhjól með stillanlegu stýri þannig að ég get fært það fram ef ég vil vera meira svona fjallahjóla!!!
og að því tilefni er ég búin að hjóla í vinnuna í gær og í dag og er stefnan sett á að halda því áfram eitthvað, lofa nú engu en geri mitt besta.
næstu helgar eru nú þegar planaðar og er nú best að einbeita sér bara að einu í einu þó þetta sé allt saman mjög spennandi.
næstu helgi er ég að fara norður með ferðafélaginu tæfunum og er stefnan sett á að klífa 5 toppa á laugardeginum, þar á meðal súlur og kerlingu (1540 mys) sem er hæsta fjall eyjafarðar og svo á sunnudag á að kíkja á lofthellir sem er einhversstaðar nálægt mývatni, hellir á 5 hæðum og 370 metra langur, enginn annar hellir til á svo mörgum hæðum hér á íslandi!!
spáin er góð fyrir laugardaginn allavega, allt að 18 stiga hiti þannig að þetta litur bara mjög vel út allt saman!!!
allir velkomnir með,farið verður á einkabílum og gisting á eigin vegum, skráning í síma 845-9233!!;)

nú er maggi bara í tiltekt í vinnunni því það leiðinlega atvik gerðist að það urðu vatnsskemmdir á laugarás, þegar menn mættu í vinnu á sunnudagsmorgun var staðurinn eins og gufubað og þurfti að dæla sjö og hálfu tonni af vatni uppúr kjallaranum, allur matur og drykkur ónýtur og eitthvað af tækjum líka!!
frekar leiðinlegt það allt, en þeir eru alveg tryggðir í topp þannig að það er allaveg í lagi. maggi er sem sagt bara búin að vera að þrífa og taka til þarna í vikunni og verður staðurinn væntanlega ekki opnaður aftur fyrr en í næstu viku.
við fórum til helgu og binna að horfa á leikinn í gær og fórum á sushi take away stað sem er ný opnaður niðri við höfn, eða rétt hjá sægreifanum þeir sem vita hvar hann er, alveg meiriháttar gott sushi á fínu verði, mæli með því fyrir þá sem fíla sushi, pabbi meira að segja borðaði 10 bita!!!

jæja meira síðar...
Elsa

20.6.06

Inga Rós, Pétur og Íris Björg innilega til hamingju!!!
Fékk þessi skilaboð áðan:
Lítill prins fæddist kl 01.04 í nótt. 4670 gr og 54 cm. Öllum heilsast vel!!!

Glæsilegt hjá ykkur!!

19.6.06

Er ekki best að skrifa smá fyrst ég er í stuði.
ýmislegt gert síðan síðast, ekki hægt að sitja auðum höndum!!;)
reyndar finnst maggi stundum aðeins of mikið að gera hjá mér en mér finnst það ekki neitt!!
hvannadalshnúkur var alveg meiriháttar eins og hefur komið fram nú þegar, bæði helgina á undan og eftir hvítasunnuna voru frekar leiðinlegar og leiðinlegt veður þannig að við vorum mjög heppin þó það hafi verið 250 manns þarna, en við komumst alla leið!!!
líðanin eftir gönguna var bara mjög góð og helgina eftir var stefnan tekin á fimmvörðuháls með 11 öðrum félögum og vinum, löbbuðum vestan megin við skógaá á laugardagsmorgni um kl. 11 og vorum komin í bása rétt rúmlega 21 um kvöldið þannig að 10 tíma ganga þar og gekk allt rosalega vel. veðrið var fínt, logn og hlýtt en smá þoka og rigning en leiðsögumennirnir stóðu sig með prýði og leiddu okkur í gegnum þokuna (voru 4 leiðsögumenn með í för!!;)
allir stóðu sig vel og vil ég hrósa sérstaklega þeim hugrúnu, sigrúnu og ingigerði en þær höfðu aldrei farið í svona langa dagsgöngu áður, til hamingju stelpur!!!:)
síðan var grillað í mörkinni og fengið sér smá bjór og svonna, bara gaman að því.
vöknuðum svo á sunnudagsmorgun í mígandi rigningu og var þá bara drifið sig af stað í bæinn með viðkomu í lóninu!!!
eins og flestir vita þá er búið að rigna ansi mikið á okkur hérna á klakanum undanfarið þannig að best er bara að halda sér innandyra!!
gerðist svo sem ekkert spennandi í vikunni sem leið nema hvað að íbúðin hans magga er orðin fokheld mætti segja, en það kom upp leki sem er nú búin að vera að gerjast síðan um jól væntanlega og var verið að gera við hann á föstudag og kom þá í ljós að parketið í allir íbúðinni er ónýtt lika og var það rifið af og núna er bara verið að þurrka steypuna þar til það má leggja nýtt parket og getur það tekið alveg mánuð eða meir þannig að við fluttum bara til mömmu og pabba á meðan!!
á 17 júní fór ég í bústaðinn í grímsnesinu og hjálpaði til við að sníða og smíða pall!!
ótrúlega stolt af því!!!
fór svo aðeins í bæinn um kvöldið í algjöran reykjarmökk, hlakka svo til þegar það verður bannað að reykja á pöbbum og veitingastöðum!!!:)

jæja, meira síðar...
farin að vinna!
nyjar myndir á myndasíðu, endilega kíkið!!
Elsa

6.6.06



tveir póstar á dag kemur skapinu í lag!!!:)
langaði nú bara að láta ykkur vita að þann 3 júní 2006, laugardag, náðum við helga og binni toppnum á íslandi, þ.e. hvannadalshnúk sem erí 2110 metra hæð yfir sjávarmáli kl. 1300. þetta tókst okkur ásamt 250 örðum íslendingum sem gengu á hnúkinn þennan dag (reyndar voru þarna einhverjir útlendingar lika)
gangan gekk í alla staði alveg rosalega vel, yfir fararstjóri var haraldur örn pólfari og held ég að sumir séu hreinlega orðnir ástfangnir af honum eftir þessa ferð svo aðdáunarverður er hann. hann gekk mjög hægt en örugglega alla leiðina upp með þessa 132 sem voru í hópnum okkar og höldum við að þetta hefði ekki tekist án hans, takk fyrir haraldur. svo náttlega átti veðrið alveg stóran þátt í þessu öllu saman en það hefði hreinlega bara ekki getað verið betra, sól og logn nánast alla leiðina nema smá gola á toppnum og svo smá ský inná milli sem ekki var hægt að kvarta yfir.



ferðin tók hjá okkur nákvæmlega 12 klst og 40 mín en þeir síðustu í hópnum voru um 15 klst að þessu, helga brenndi um 4500 kalóríum og binni um 9000!!!
ég var ekki með mæli þannig að ég veit ekki hversu mikið fór
við vorum öll bara frekar hress daginn eftir, engir verkir eða strengir að ráði en maður var auðvitað svoldið þreyttur eftir svona langa göngu og lítinn svefn nóttina á áður en við keyrðum að svínafelli á föstudagskvöld, vorum komin þangað um 10, farin að sofa um 11 og vöknuð aftur kl. 3!!
en ætla ekki að skrifa meira í bili, setti inn myndir á myndasíðuna og svo minni ég á fimmvörðuháls næsta laugardag, allir velkomnir með bara hafa samband!!
ELSA
ég komst á toppinn!!!:)

1.6.06


jæja best að láta aðeins heyra í sér.
nú er allavega ekki hægt að segja að sé ekkert búið að vera að gerast því það er sko mikið búið að gerast.

fór í lokaferð með gönguleiðsögunemum um austanvert snæfellsnes í 5 daga, frá miðvikudegi til sunnudags, ferðin tókst í alla staði alveg frábærlega, vorum mjög heppin með veður þó það hafi verið frekar kalt þá var þurrt allan tíman og bjart þannig að allir mjög sáttir.
nemarnir stóðu sig allir vel að mati kennarans og stóðust ferðin allir saman, við fórum 11 saman, þar af einn kennari, 5 dagar sem voru skiptir á nemana þannig að hver og einn fékk að leiðsegja og stjórna hópnum í hálfan dag!
hápunktur ferðarinn var væntanlega haförn sem við sáum á leiðinni og sveimaði hann yfir okkur í smá stund og var þetta akkúrat þegar ég var leiðsögumaður, þannig að ég fékk stóran punkt fyrir það!!!;)
annar hápunktur var við endastað en pabbi minn sem keyrir stundum fyrir hópbíla bað um að fá að sækja okkur og mætti og mamma með honum með þvílíka veisluna handa öllum, nýbakað brauð, kleinur, skúffukaka, ostar, vínber, kaffi, kakó og fleira, svoldið fyndið þar sem allir voru búnir að vera að ræða það hvað þeir ætluðu að borða af afgangs nestinu þegar við kæmum í rútuna!!
þannig að annar stór plús í kladdann fyrir mig, TAKK FYRIR MAMMA MÍN!!!:)
á miðvikudeginum eftir ferðina var síðan útskriftin og vorum við 8 manns sem útskrifuðumst af göngleiðsögn en um 35 af leiðsögumannabrautinni í heild.
um kvöldið var svo grillveisla í vinnunni minni, deildinni minni, sem við maggi mættum í og við vorum 11 saman þar og tókst veislan alveg frábærlega, frábært fólk sem ég er að vinna með!!
sama kvöld var líka partý í skólanum heima hjá einum til að fagna útskriftinni og fór ég þangað um 1.30, það var svo gaman í vinnu partýinu að ég gleymdi alveg tímanum, ætlaði að vera farin í seinna partý mikið fyrr!!!
en kvöldið í heild alveg stórkostlegt!!!
to be continued.....

elsa

16.5.06


PASSAR ÞETTA VIÐ MIG EÐA HVAÐ??

Meyjan hefur oft áhuga á verslun og viðskiptum, enda ríkt í eðli hennar að vilja framkvæma og hreyfa við hlutum, eða láta málin ganga áfram. Kyrrstaða er andstæð eðli hennar, enda er Meyjan breytilegt merki sem þarf á hreyfingu og fjölbreytni að halda. Hún verður eirðarlaus ef hún hefur lítið fyrir stafni. Meyjan hefur í raun gaman af því að vinna, kannski vegna þess að hún á erfitt með að vera kyrr. Eitt helsta einkenni margra Meyja er að vera á sífelldum þönum, hlaupandi fram og aftur, alltaf að gera eitthvað.

15.5.06



Þá er maður nú búin að vera duglegur síðan síðast, ekki að skrifa reyndar heldur að hreyfa sig. hjólaði í vinnuna næstum alla daga og í skólann og heim, ekki alltaf því maður má ekki fara alveg of geyst af stað.
fór í sumarbústað í húsafelli með stelpum úr hr um þar síðustu helgi og var það alvöru stelpu ferð, mjög gaman.
fór svo núna um helgina í gönguferð á leggjabrjót með vinnuna, var ég titlaður sem leiðsögumaður og mætti segja að þetta hafi verið jómfrúarferðin mín!!
alveg meiri háttar ferð, æðislegt veður og allir stóðu sig alveg rosalega vel, vorum níu úr vinnunni (erum 120 sem vinnum saman) og 12 fjölskyldumeðlimir þannig að 21 í allt, og allt frá 10 ára og uppí 75 ára!!!
mjög gaman en ég held að allir hafi verið frekar þreyttir eftir þetta, gangan tók um 5 klst en þegar við sáum að við yrðum væntanlega alltof snemma á ferðinni tókum við 40 mínútna hvíld, sólbað og legging!!!
mjög ljúft, mamma og pabbi fóru með og aron orri litli frændi, 10 ára kom líka og stóð sig eins og hetja og var alveg tilbúin í aðra ferð strax á sunnudaginn!!!
svo á sunnudag skellti ég mér á hvanneyri og setti saman dagskrá fyrir ferðafélagið tæfurnar fyrir sumarið, hver helgi nánast plönuð núna í góðar gönguferðir!!!
skelltum okkur svo í fyrstu gönguna á varmalækjarmúla til að setja félagið!!!
svo er síðasta prófið í skólanum í kvöld, tókst að falla í veðurfræði og verð því að fara í endurtektarpróf!! síðan er fundur í kvöld um 5 daga ferðina sem við erum að fara í á miðvikudaginn og það verður gaman að sjá hversu vel mun ganga að plana það.
svo kayak æfingin í lauginni og eins gott að ég nái veltunni núna!!
jæja meira síðar... set inn myndir fljótlega af leggjabrjót!
elsa

4.5.06


Hjólað í vinnuna
jæja þá er maður farin að hjóla í vinnuna, tókst að hjóla alla leið þangað í gær og fara í sund í árbæjarlaugina áður en ég fór í vinnuna, hjólaði svo í skólann í rigningu sem var ekki gaman og kom grútskítug í skólann þar sem það er ekkert bretti á hjólinu(helga mín þú þarft að athuga það!!).
svo hjólaði ég aftur í morgun og aftur í sund og hitti þar tvær úr vinnunni, hugrúnu og eyrúnu, en þá voru þær búnar að hjóla úr vesturbænum!!!
maður finnur nú aðeins til í lærunum núna en það er koma helgi og þá getur maður slakað aðeins á.
er svo að fara í próf í veðurfræði á eftir en það er næst síðasta prófið, síðasta prófið er í næstu viku í skyndihjálp!!!:)
um helgina er svo stefnan sett á sumarbústað í húsafelli en það á víst að vera alveg bongó blíða um helgina!!!
og hún mamma mín átti afmæli í gær, innilega til hamingju með það besta mamma í heimi!!!
meira seinna....

2.5.06


bara að láta vita af afrekum helgarinnar...
skellti mér áleiðis á hekluna, tókst ekki að fara alla leið upp sökum þoku og rigningar, en við löbbuðum nú í 4.5klst og renndum okkur niður á snjóbrettum og skíðum, gaman gaman...
svo fór ég upp að glym og þaðan að hvalvatni á mánudag í tilefni dagsins, og þar með tókst mér að klára 10 göngur frá því í janúar!! jíbbí!!!:)
hjólaði svo í vinnuna í morgun og er planið að gera það næstu tvær vikur eða fram að gönguferðinni miklu sem verður farin 17 maí með skólanum, 5 daga ferð!!!
hasta la vista beibí!!!:)

18.3.06

var að setja inn nokkrar nýjar myndir frá jökulferðinni um síðustu helgi með skólanum.
það var svaka gaman í ferðinni og lærðu allir svaka mikið, ég skemmti mér alveg konunglega og vorum við alveg ótrúlega heppin með veðrið líka!! líf og fjör!
á morgun er svo gönguferð á keilir og um reykjanesið með skólanum, æfingaferð þar sem við þurfum að tala og vera með hópstjórn og svona gaman gaman!!
annað er ekki merkilegt að gerast, bara byrjuð að vinna hjá nýju fyrirtæki eins og flestir hafa tekið eftir, GLITNIR, og bara er það voða fínt og venst ágætlega.
jæja meira síðar....

9.3.06

síðan síðast, eða svona cirka....

jæja maður verður nú að vera duglegur við þetta fyrst maður ætlar að byrja aftur.
lítið að gerast reyndar hjá manni, tíminn líður bara alltof hratt, það er bara mánudagur og svo föstudagur og helgi sem líður nú svona yfirleitt aðeins hægar og maður nær aðeins að njóta lífsins en þetta er hreint ótrúlegt en jæja, hvað um það.
síðustu helgi var ég keyra aðeins fyrir hópbíl sem var bara fínt, fór í 3 skutl sem tók um 4 klst í allt en fæ auðvitað borgað fyrir 3 útköll sem er 4 tímar hvert þannig að það var ágætt. fór reyndar líka á fösudagskvöldið að sækja krakka í mosó á samfés, 9 og 10 bekkingar, alveg ótrúlegt að sjá hvernig þessir krakkar eru klædd, það var undir frostmarki og stelpurnar voru langflestar í stuttum pilsum og þunnum bolum og í engu utanyfir sig og strákarnir voru sumir í stuttbuxum!!!

jæaj en hvað um það, næstu helgi er ég að fara í jöklaferðamennsku með skólanum á sólheimajökul, það verður örugglega alveg rosa gaman, vonandi verður nú gott veður, við erum að fara í sprungubjörgun og vonandi tekst okkur að fara í smá ísklifur líka!
við gistum í svefnpokagistingu þannig að það verður ekkert skála snjóhúsa vesen og við getum meira að segja haft með okkur eitthvað gott að drekka og borða!!!:)
svo er ég buin að panta mér far til frakklands 8 apríl (um páskana) í 9 daga, kem aftur 17 apríl og ætla ég rétt að vona að sveinborg og sara verði ekki búnar að klára allan snjóinn áður en ég kem!!!
annars skilst mér að það sé búið að snjó þarna í frakklandi alveg geggjað mikið undanfarnar vikur. ég ætla sem sagt að heimsækja söru og sveinborgu sem eru þarna núna í chammonix en þær eru reyndar á leiðinni til rússlands í 10 daga í lok mars sem ég væri nú alveg til i líka en maður getur víst ekki leyft sér allt!!
jæja meira seinna, hafið það sem best....
chao
spurning postsins: hefurðu komið í vatnsdal í austur húnavatnssýslu???

2.3.06

You Should Drive a Saturn Sky

You're sleek and smooth, and you need a car to match your hot persona.
Besides, sometimes you want your top up - and sometimes you want it down.


ég átti nú ekki von á þessu þar sem ég valdi dirt road og 4 wheel drive.. en svona er þetta bara!!:)
sjáið þið mig á svona bíl??
nú ætla ég að setja inn spurningu dagsins til að sjá hvort einhver kíki á síðuna, þannig að a spurning dagsins er, hvernig bíll myndi lýsa mér best???

kv elsa

20.2.06

Helgin...
Þá er helgin búin, nóg að gera hjá öllum sýnist mér.
Föstudagskvöldið hjá mér var mjög rólegt, halla hvannó kom í mat og var voða hress að vanda. vaknaði svo um 6 á laugardagsmorgun, kláraði að pakka og svo uppí mk þar sem rútan beið.síðan var lagt af stað á þingvelli, komin þangað um 8.30 og þá hófst gangan, við förum 11 saman, 2 kennarar og 9 nemendur. veðrið var fínt til að byrja með smá rok en ekkert alvarlegt, héldum áfram uns við fundum ágætis snjóskafl þar sem hægt var að æfa ísaxarbremsu og var það gert með alls kyns töktum og gekk það allt saman bara nokkuð vel, síðan var haldið áfram og þá farið að hvessa aðeins, allir fóru í brodda þar sem það var slatti ísing og vorum við að ganga í hliðarhalla þannig að betra að hafa varan á og einnig voru flestir óvanir vetrarfjallamennsku. þetta var svoldið erfið ganga fyrir flesta, mikið uppá við og mikil ísing en allt hófst þetta þó. um 3 fundum við loksins smá skafl sem mögulega var hægt að gera snjóhús og hófumst við handa við að moka, þegar búið var að grafa hálfan meter eða svo var bara ís fyrir okkur en kennarinn vildi að við héldum áfram í smá stund en þegar hann sá að þetta var ekkert að ganga var ákveðið að við skyldum sofa í skálanum sem var þarna rétt hjá. þá fórum við bara í það að læra nokkrar tryggingar og svona og snjókast og meira gaman. við vorum komin í skálann um 5 sem var nú ekkert æðislegur en nothæfur fyrir því, komum okkur fyrir þar, fengum okkur að borða og voru flestir bara sofnaðir um 9 leytið meðan aðrir íslendingar fylgdust með eurovision!!!:S
vöknuðum um 8 morguninn eftir og þá var búin að vera skafrenningur um nóttina og var enn og slatti vindur. við pökkuðum saman og tilbúin af leggja af stað um 10.30. þá var farið í smá línu vinnu og við lærðum um að ganga í línu og hvernig er best að fara að því, síðan var tekið meira á ísaxarbremsunni og fleira í þeim dúr, en sökum roks var ákveðið að fara uppá botnsúlurnar (sem er frekar bratt) í staðinn fyrir að labba til baka meðfram hlíðinni!!!
það tók dágóðan tíma, vorum öll í línu, og á broddum og slatta miklum halla, fólk óvant svona löguðu og ekki í sérstöku formi neitt en þetta hófst allt saman, þrátt fyrir að margir héldu að þetta myndi alrei takast!!!!
upp komumst við og þar var gsm samband og komumst þá að því að silvía nótt hafði rústað eurovision í miklu roki og skafrenning. þá þýddi ekekrt annað en að halda niður á við og finna bestu leiðina því þarna er slatti af klettabeltum og ekki var skyggnið gott en við fundum leið og allir komust þeir aftur og engin þeirra dó, þó það hafi verið stundum frekar tvísýnt!!!
jæja, þá var bara spurning um að vera á undan rútunni!!
nei, það tókst ekki en það var allt í lagi, hún beið bara eftir okkur í rólegheitum.
ég hugsa að allir hafi verið mjög fegnir þegar þetta var loks búið en einnig mjög glaðir og ánægðir með mjög góða ferð!!!
komin heim um 6 fór í sturtu og gekk frá dótinu sem var flest rennblautt!!
hringdi í mömmu og bauð mér i mat til hennar!!:) þar sem maggi var að vinna. var svo komin aftur heim um 9 og fór fljótlega í rúmið eftir það enda líkaminn alveg búin á því!!!
maggi kom svo heim rétt fyrir miðnætti og færði mér súkkulaði bitakökur með rjóma og jarðberjum og blóm í tilefni dagsins!!!
þannig að í heildina var þetta hreinlega mjög góð helgi !!!:)
takk fyrir mig!!

17.2.06

það er bara brjálað að gera hjá manni, sit hérna heima og er að bíða eftir að hún halla sem ég var að vinna með í sumar komi í heimsókn til mín en við ætlum að fá okkur eitthvað fallegt að borða saman.
svo er ég að fara í botnsúlur í vetrarfjallamennsku á morgun, spurning um hversu mikið vetrar þetta verður, fer allt eftir snjónum, en ég hugsa að það sé ekkert rosalega mikið af honum, en stefnan er að fara að æfa sig að labba á broddum og nota ísexi, ísaxarbremsa og ganga í línu, búa til tryggingar og annað slíkt, kannski einhver snjóflóðaæfing líka veit ekki alveg, en ég er sem sagt að fara með skólanum í þetta, ekki flubbunum, en það er árshátíð þar á laugardaginn og missi ég víst af henni!!:(
já við eigum líka að grafa snjóhús til að sofa í, spurning hvernig það fer en við vonum það besta, allavega er ágætis spáin fyrir helgina!!
maggi er að vinna alla helgina .þannig að hann mun ekki sakna mín mikils og ég mun missi af eurovision, fæ ekki að vita neitt bara fyrr en á sunnudag um hvernig það fer, og jú ég missi nú líka af idolin þó að ég fari ekki fyrr en á laugardagsmorgun en ég er ekkert með stöð 2 og er mér líka bara eiginlega alveg sama.
en ég segi bara áfram silvía nótt og til hamingju íslands, sjáumst á mánudag!!!
elsa

15.2.06


mér finnst þetta bara svo kúl mynd að ég verð að setja hana hérna inn.... :)
jæja bara komin tími á að skrifa smá, lofa nú engum um það hversu dugleg ég verð en þar sem hún íris vinkona klukkaði mig má ég til með að svara henni...

Fjögur störf sem ég hef unnið:
- Mjólkursamlag Austur Húnvetninga, skrifstofa og sýni
- Sorpa
- Fasteignasalan Holt, :S
- Hovden Fjellstoge

Fjórirstaðir sem ég hef búið á:
- Blönduós
- Mexicali, Mexico
- Vaasa, Finland
- Nelson, Nýja Sjálandi

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Desperate housewifes
- Lost
- Sex and the city
- .........

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Suður Afríka (og Mosambique)
- Thailand
- Australia
- Rarotonga (Cook islands)

Fjórar síður sem ég skoða daglega:
- mbl.is
- fbsr.is
- utivera.is
- isb.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
- kjúklinga burrito
- hnetusteik
- grænmetislasagne
- sushi

Fjórar bækur sem ég glugga í:
- Gengið um óbyggðir
- Plöntur íslands
- Fuglar íslands
- Atlas og önnur landakort

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
- í frakklandi á snjóbretti
- í nýja sjálandi í gönguferð
- í suður ameríku í bakpokaferð
- í heimsókn hjá rebekku í hong kong :)

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
- Hallbera :), læt hana duga og sjáum hvað setur!!

annars er allt við það sama hjá mér, er enn hjá íslandsbanka að vinna þar við gjaldeyrissamninga og peningamarkaðslán, er í skólanum tvö kvöld í viku og er það mjög gaman, er að fara í helgarferð í botnsúlur næstu helgi og er stefnt á að sofa í snjóhúsum, spurning hvernig það fer!!:S
jæja, gott i bili meira síðar...
elsa