21.9.06


Það er verið að skamma mig fyrir að hafa gleymt nokkrum ferðum, maður getur því miður ekki munað allt!! sorrí!!:S
en allavega er ekki best að reyna að halda eitthvað áfram að skrifa hérna fyrst maður er byrjaður á ný.
samhliða æfignum fyrir þrekmeistarann ákvað ég að fara á skriðssund æfingu með þríþrautafélaginu, þessar æfingar eru 2x í viku í fjórar vikur og bara mjög skemmtilegt, aldrei lært almennilega að synda skriðsund, bara það sem maður lærði í skólanum hér forðum, en varðandi þríþraut þá er aldrei að vita nema maður prófi það, gæti verið skemmtilegt!!:)

fór í réttir um helgina á skeiðum með höllu vinkonu eða fórum sem hennar fylgisveinar, ég,hugrún,sigrún,anja og óskar georg, vorum mætt í réttirnar um kl. 9.30 og svo var bara allt búið kl. 11.30, mjög mikið af fólki en mjög lítið af kindum þannig að þetta tók fljótt af. þetta rifjaði upp gamlar og góðar minningar síðan í réttunum fyrir norðan, en ég hef ekki farið í réttir í 10 ár held ég en búin að vera á leiðinni á hverju ári síðan þá. mér tókst nú að draga alveg nokkrar kindur og fann nokkrar fyrir hana sigrúnu líka!!;)
svo var veðrið alveg frábært, þvílík sól og hiti alveg eins og það best verður á kostið!!!

vorum því komnar bara í bæinn aftur uppúr hádegi á laugardag og allur dagurinn framundan, ég var nú frekar þreytt þar sem maggi hafði verið með partý fram til um 3 kvöldið áður þannig að ég lagið mig, síðan kom hallbera í heimsókn og við fórum á rúntinn!!!
á sunnudaginn tókum við liðið sameiginlega æfingu sem gekk alveg ágætlega fyrri hringurinn en á seinni hringnum bættum við okkur um rúmlega mínútu!!! mjög ánægðar með það!!!
fór svo í spaið i laugum með sirrý á eftir, í gufu og pottinn þar, mjög notalegt.
kíkti svo í bústaðinn með mömmu og pabba seinni partinn og á leiðinni heim skildum við mamma pabba eftir í hveragerði þar sem hann ætlar að endurhlaða batteríin næstu 4 vikurnar eða svo!!:)
en nú er bara að koma helgi aftur og ég læt vonandi heyra í mér fljótlega....
þangað til næst
Elsa

13.9.06

Sumarið

Jæja þá held ég að sé alveg komin tími á að setja inn eins og eina færslu hérna.
Sumarið er búið að líða ansi hratt þrátt fyrir að veðrið sé búið að vera, já, frekar ömurlegt.
Ég gekk alveg fullt á landinu góðu, aldrei samt nógu mikið!!
GönguFerðirnar sem farnar voru:Leggjabrjótur með vinnunni
5 daga ganga með skólanum
Esjan, ein
Hvannadalshnúkur með Helgu og Binna og 300 öðrum
Fimmvörðuháls með 11 manns héðan og þaðan
Kerling (við Akureyri) með Höllu, Söru og fleirum
3 dagar á Hornströndum með Helgu, Binna og mömmu sem tók þetta létt!
Sveinstindur með mömmu og pabba
Snækollur og Fannborg
Dettifoss – Ásbyrgi á tveim dögum með Sigrúnu
Akrafjall með Sigrúnu og Helgu
Trölladyngja með Sigrúnu
AðrarFerðir sem farnar voru:“Kayakferð” í Galtalæk
Ball ferð á Matur og Menning á Blönduósi með Sirrý
Bíltúr um Fjallabak nyrðra með Magga og mömmu og pabba
-Húsafell um línuveg að Kjalvegi, svo frá Gullfoss og línuveg að Hólaskjóli og þaðan dómadalsleiðina í Landmannalaugar; gist þar; þaðan að Langasjó og uppá Sveinstind, að Eldgjá og á Kirkjubæjarklaustur, gist þar; rúntur á Höfn og þaðan beint að Skógum, gist þar hjá Sveinborgu og svo í bæinn.
Kerlingafjöll með Helgu, Binna og Magga, ein nótt
Snæfellsnes með Magga, Gísla, Lilju og Róbert Leó.
Hvalaskoðunarferð með Höllu á menningardag/nótt.

Samkvæmt þessu fór ég út úr bænum 12 helgar frá 1 maí til 31 ágúst!! nokkuð gott, ekki alltaf reyndar á föstudegi en yfirleitt samt.

Svo var að sjálfsögðu tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem var mjög skemmtilegt, fyrsta skipti sem ég hleyp 10km og gerði það á 1:06:59 og bara nokkuð sátt með þann árangur.
Hallbera og Smári fluttu heim frá Noregi í sumar og er það mjög gott finnst mér, þó þau séu á Laugavatni en maður getur þá allavega skutlast í heimsókn til þeirra.
Binni Helgu er núna eina önn í Svíþjóð þannig að hún er með annan fótinn þar í haust, annars er hún á 3 ári í hjúkrun við HÍ.
Maggi er búin að segja upp á Laugar-ás og hefur fengið nýja vinnu í veislueldhúsina á Nordica og byrjar hann þar um næstu mánaðarmót og er mjög spenntur fyrir því!!:)

En það sem stendur svona helst uppúr myndi ég segja að væri Hvannadalshnúkur, Hornstrandi og Maraþonið!!:) Annars bara mjög gott sumar, tókst reyndar ekki að gera allt sem ég ætlaði að gera en planið var að fara laugaveginn sem er búið að vera á dagskrá lengi en þar sem Maggi meiddi sig á hnénu um mitt sumar tókst það ekki, bara næst!!

Annars núna er ég og 4 aðrar hérna í vinnunni hjá mér farnar að æfa saman hjá einkaþjálfara með það að markmiði að taka þátt í Þrekmeistaranum (sjá www.fitness.is ) þann 7 október á Akureyri og gengur það bara alveg ljómandi vel, þannig að það er bara mjög heilsusamlegt líferni þessa dagana og held ég að hann Maggi minn sé pínu að smitast af því!!;)

Jæja, reyni að vera duglegri að skrifa ef þið verðið dogleg að kommenta.
Myndir frá sumrinu eru á myndasíðunni!!:)
Hasta luego,
Elsa