13.9.06

Sumarið

Jæja þá held ég að sé alveg komin tími á að setja inn eins og eina færslu hérna.
Sumarið er búið að líða ansi hratt þrátt fyrir að veðrið sé búið að vera, já, frekar ömurlegt.
Ég gekk alveg fullt á landinu góðu, aldrei samt nógu mikið!!
GönguFerðirnar sem farnar voru:Leggjabrjótur með vinnunni
5 daga ganga með skólanum
Esjan, ein
Hvannadalshnúkur með Helgu og Binna og 300 öðrum
Fimmvörðuháls með 11 manns héðan og þaðan
Kerling (við Akureyri) með Höllu, Söru og fleirum
3 dagar á Hornströndum með Helgu, Binna og mömmu sem tók þetta létt!
Sveinstindur með mömmu og pabba
Snækollur og Fannborg
Dettifoss – Ásbyrgi á tveim dögum með Sigrúnu
Akrafjall með Sigrúnu og Helgu
Trölladyngja með Sigrúnu
AðrarFerðir sem farnar voru:“Kayakferð” í Galtalæk
Ball ferð á Matur og Menning á Blönduósi með Sirrý
Bíltúr um Fjallabak nyrðra með Magga og mömmu og pabba
-Húsafell um línuveg að Kjalvegi, svo frá Gullfoss og línuveg að Hólaskjóli og þaðan dómadalsleiðina í Landmannalaugar; gist þar; þaðan að Langasjó og uppá Sveinstind, að Eldgjá og á Kirkjubæjarklaustur, gist þar; rúntur á Höfn og þaðan beint að Skógum, gist þar hjá Sveinborgu og svo í bæinn.
Kerlingafjöll með Helgu, Binna og Magga, ein nótt
Snæfellsnes með Magga, Gísla, Lilju og Róbert Leó.
Hvalaskoðunarferð með Höllu á menningardag/nótt.

Samkvæmt þessu fór ég út úr bænum 12 helgar frá 1 maí til 31 ágúst!! nokkuð gott, ekki alltaf reyndar á föstudegi en yfirleitt samt.

Svo var að sjálfsögðu tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni, sem var mjög skemmtilegt, fyrsta skipti sem ég hleyp 10km og gerði það á 1:06:59 og bara nokkuð sátt með þann árangur.
Hallbera og Smári fluttu heim frá Noregi í sumar og er það mjög gott finnst mér, þó þau séu á Laugavatni en maður getur þá allavega skutlast í heimsókn til þeirra.
Binni Helgu er núna eina önn í Svíþjóð þannig að hún er með annan fótinn þar í haust, annars er hún á 3 ári í hjúkrun við HÍ.
Maggi er búin að segja upp á Laugar-ás og hefur fengið nýja vinnu í veislueldhúsina á Nordica og byrjar hann þar um næstu mánaðarmót og er mjög spenntur fyrir því!!:)

En það sem stendur svona helst uppúr myndi ég segja að væri Hvannadalshnúkur, Hornstrandi og Maraþonið!!:) Annars bara mjög gott sumar, tókst reyndar ekki að gera allt sem ég ætlaði að gera en planið var að fara laugaveginn sem er búið að vera á dagskrá lengi en þar sem Maggi meiddi sig á hnénu um mitt sumar tókst það ekki, bara næst!!

Annars núna er ég og 4 aðrar hérna í vinnunni hjá mér farnar að æfa saman hjá einkaþjálfara með það að markmiði að taka þátt í Þrekmeistaranum (sjá www.fitness.is ) þann 7 október á Akureyri og gengur það bara alveg ljómandi vel, þannig að það er bara mjög heilsusamlegt líferni þessa dagana og held ég að hann Maggi minn sé pínu að smitast af því!!;)

Jæja, reyni að vera duglegri að skrifa ef þið verðið dogleg að kommenta.
Myndir frá sumrinu eru á myndasíðunni!!:)
Hasta luego,
Elsa

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tjá OG geri aðrir betur. Ég held að þú fáir göngugarps verðlaun sumarsins 2006 :o)
Enda spyr mar ekki Elsu hvort hún hafi gert e-ð um helgina. Það er frekar spurt, jæja Elsa mína, hvað var gert um helgina?? :o)

Sigrún M.

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flott hjá þér Elsa :) - þú ert algjör göngugarpur ;)

bestu kv. Kitta :)

sArs sagði...

þú gleymdir þessum hálfa Leggjabrjót sem við prufutókum fyrir vinnuferðina þína Elsa mín....
heitir það þá bara hnébrjótur?

Nafnlaus sagði...

lýst vel á að bloggið sé aftur farið í gang. Lýtur bara út fyrir að þú hafir ferðast slatta í sumar;) sem hljómar mjög vel.
Var í Stokkholm um helgina sem var alveg meiri háttar, alveg að fíla þá borg. skelltum okkur á mamma mia sem var bara snilld.
Bið að heilsa í bili... hej do Helga

Ingigerður sagði...

Þú gleymdir frábærri sumarbústaðarferð í Húsafell! ;)