21.9.06


Það er verið að skamma mig fyrir að hafa gleymt nokkrum ferðum, maður getur því miður ekki munað allt!! sorrí!!:S
en allavega er ekki best að reyna að halda eitthvað áfram að skrifa hérna fyrst maður er byrjaður á ný.
samhliða æfignum fyrir þrekmeistarann ákvað ég að fara á skriðssund æfingu með þríþrautafélaginu, þessar æfingar eru 2x í viku í fjórar vikur og bara mjög skemmtilegt, aldrei lært almennilega að synda skriðsund, bara það sem maður lærði í skólanum hér forðum, en varðandi þríþraut þá er aldrei að vita nema maður prófi það, gæti verið skemmtilegt!!:)

fór í réttir um helgina á skeiðum með höllu vinkonu eða fórum sem hennar fylgisveinar, ég,hugrún,sigrún,anja og óskar georg, vorum mætt í réttirnar um kl. 9.30 og svo var bara allt búið kl. 11.30, mjög mikið af fólki en mjög lítið af kindum þannig að þetta tók fljótt af. þetta rifjaði upp gamlar og góðar minningar síðan í réttunum fyrir norðan, en ég hef ekki farið í réttir í 10 ár held ég en búin að vera á leiðinni á hverju ári síðan þá. mér tókst nú að draga alveg nokkrar kindur og fann nokkrar fyrir hana sigrúnu líka!!;)
svo var veðrið alveg frábært, þvílík sól og hiti alveg eins og það best verður á kostið!!!

vorum því komnar bara í bæinn aftur uppúr hádegi á laugardag og allur dagurinn framundan, ég var nú frekar þreytt þar sem maggi hafði verið með partý fram til um 3 kvöldið áður þannig að ég lagið mig, síðan kom hallbera í heimsókn og við fórum á rúntinn!!!
á sunnudaginn tókum við liðið sameiginlega æfingu sem gekk alveg ágætlega fyrri hringurinn en á seinni hringnum bættum við okkur um rúmlega mínútu!!! mjög ánægðar með það!!!
fór svo í spaið i laugum með sirrý á eftir, í gufu og pottinn þar, mjög notalegt.
kíkti svo í bústaðinn með mömmu og pabba seinni partinn og á leiðinni heim skildum við mamma pabba eftir í hveragerði þar sem hann ætlar að endurhlaða batteríin næstu 4 vikurnar eða svo!!:)
en nú er bara að koma helgi aftur og ég læt vonandi heyra í mér fljótlega....
þangað til næst
Elsa

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir úr réttunum ;o)
Þetta var rosa gaman og við fáum vonandi að vera fylgisveinar að ári fyrir Oddgeirshóla fólkið.
Sigrún

Halla sagði...

Réttirnar hefðu örugglega ekki klárast fyrr en um 12 ef þið hefðuð ekki verið svona öflugar:)