14.7.06


Afmælisbarnið Maggi minn...

Gleymdi alveg að segja frá því að hann Maggi minn átti afmæli á mánudaginn síðasta 10 júlí, innilega til hamingju með það ástin mín!!
Og við erum sem sagt á leið í bústaðinn á eftir þar sem hann ætlar að elda handa nokkrum góðum vinum!!
Annars segi ég bara góða rigningar og vinda helgi, ég er farin í sumarfrí, læt örugglega ekki heyra í mér fyrr en eftir tvær vikur!!
Hasta luego..

13.7.06

Langaði bara að deila með ykkur matseðli gærkvöldsins:

1. Melónu Gaspacho með dilli, steiktir humarhalar með grænmetissalsa, lárperumauki
og humargeli
2. Terrína úr franskri andalifur og létt reyktum lambavöðva framreitt með gljáðum
plómum og steiktu briouche brauði
3. Létt steikt hrefna, marineruð í sítrus, með tómötum og rosa flottir og góðir
sveppir sem ég man ekki hvað heita
4. Léttreykt klaustursbleikja með stökkum brauðhjúp, borin fram með fenniku og
freyðandi dillsósu
5. Steiktar nautalundir, hægelduð bringa og moðsteiktur uxahali, borið fram með
vatnsdeigskartöflum, steiktu blómkáli og pinot noir rauðvínssósu
6. Úrval osta með sultu dagsins og akasíu hunangi
7. Creeme brulee
8. Skyrfrauð með sultuðum rabbabara, hunangskexi og rabbarbara krapís
9. Konfekt, kaffi og líkjör

Við Maggi fórum sem sagt á Vox (Nordica Hótel) þar sem Halli vinur hans er su chef og fengum þennan líka frábæra mat og þessu öllu saman var skolað niður með viðeigandi vínum, fengum um 9 tegundir af vínum með þessu sem sagt!!
Alveg meiriháttar, mæli með að fólk prófi svona kvöld allavega einu sinni ef ekki tvisvar!!!:)

Annars styttist í sumarfrí, síðast dagurinn á morgun og er stefnan sett í bústaðinn strax þá þar sem Maggi ætlar að halda uppá afmælið sitt og bjóða vinum í mat. annað er óráðið varðandi sumarfríið nema að reyna að finna einhverja sól. ætluðum laugaveginn um helgina en þar sem Maggi var svo óheppin að meiða sig á hnénu síðustu helgi erum við hætt við það í bili. Vonandi komumst við undir lok frísins, og spurning hvort að Hallbera og Smári komi með okkur þá en þau eru að koma heim (alkomin í bili) þriðjudaginn 25 júlí!! Mig hlakka mikið til þess að fá þau heim!
Ekkert að gera í vinnunni hjá mér, allir markaðir algjörlega dauðir greinilega þannig að maður bara vafrar á netinu allan daginn!!
Jæja, meira síðar.

7.7.06



Með sól í hjarta Loksins loksins smá sól fyrir okkur til að gleðjast yfir. Þó það sé nú ekkert ofur hlýtt þá er nú alltaf gott að sjá hana, vonandi bara að hún verði nú hjá okkur í smá stund, nokkrar daga,jafnvel vikur það væri ekki slæmt.
Já það er víst komin föstudagur og ég á leið í Galtalæk í kayakferð. Maggi er komin í sumarfrí í allan júlí og er hann í hvítá núna með fatlaða krakka sem eru í sumarbúðum á laugavatni og er þröstur að passa þá og ákvað að skella þeim í rafting og maggi hjálpar að sjálfsögðu. þannig að ég ætla að reyna að koma mér eitthvað áleiðis austur á eftir svo að maggi þurfi ekki að koma alla leið í bæinn aftur að sækja mig, ef allt klikkar þá kemur hann auðvitað þessi elska!
Svo er ég að fara í sumarfrí eftir rúma viku í heilar tvær vikur og verður það pottþétt ljúft.
Maggi á afmæli á mánudaginn 10 júlí og ætlum við að grilla humar á sunnudaginn í tilefni þess og horfa á úrslita leikinn í beinni en hann verður sýndur í opinni dagskrá eins og undanúrslitaleikirnir voru víst, það eru einhver lög sem segja til um það. Svo ætlum við hjúin út að borða á Vox (nordica) á miðvikudaginn en vinur magga er yfirkokkur þar og ætlar að koma okkur á óvart, mjög spennandi!!:)
Þetta verður bæði í tilefni afmælis og einnig útskriftar minnar en maggi var búin að lofa að fara með mig þangað einhver tíman í útskriftargjöf.
Annars er alveg frekar rólegt hérna í vinnunni, og slæmt að horfa á góða veðrið út um gluggan og þurfa að hanga inni að gera lítið!:(
jæja, bið að heilsa í bili og góða helgi...

Veðurspá helgarinnar:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðan og norðvestan 5-13 m/s, hvassast á annesjum vestantil síðdegis. Víða rigning eða súld á Norður- og Austurlandi en skýjað með köflum og þurrt sunnan- og suðvestanlands. Svipað veður á morgun. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.

5.7.06


Jæja þá er maður búin að fara á hornstrandir.
Við keyrðum vestur/norður (;)) á miðvikudagskvöld og svo sigldu Guðbjartur og Sigurbjörn með okkur frá Bolungarvík í Veiðileysufjörð strax um kvöldið og vorum við komin á áfangastað um kl. 1.00. Þar tjölduðum við í smá úða og þoku og vöknuðum svo á fimmtudagsmorgun um kl. 10 í rigningu. Þá var borðaður morgunmatur og byrjað að taka dótið saman og svo lögðum við af stað upp Veiðileysufjörðinni og þegar við vorum rétt lögð af stað í regngallanum og ullarfötum stytti upp og sólin byrjaði að skína þannig að þá þurfti að fara að fækka fötum og enduðum við á stuttbuxum og bol eða sumir berir að ofan og aðrir í topp. Alveg geggjað veður þarna á fimmtudeginum, sól og blankalogn, frábært útsýni yfir Veiðileysufjörð og svo yfir Hornvík og Hornbjarg. Við komum svo á tjaldsvæðið okkar við Kýrfoss um kl. 18 og þurfti þar að fara yfir vaðið á ósnum en sumir af okkur hafa ekki vaðið oft og voru ekki sáttir með þetta þar sem þetta var frekar kalt og langt eða um 100 metrar en samt ekki djúpt, aðeins upp að hnjám.
Svo var tjaldað og borðað dýrindis þurrmat, kjöt og grænmeti og kartöflumús!! Fórum svo að sofa í svaka blíðu og flottu útsýni og ákváðum að labba ekki meira þann daginn þar sem spáin var mjög góð fyrir föstudaginn.
Vöknuðum á föstudagsmorgni í þoku, um 100 metra skyggni eða svo. Lögðum þá af stað með bara dagpoka og löbbuðum yfir Kýrskarð og að Hornbjargsvita sem stendur við Látravík.


Þar var vinnuflokkur á ferð sem var að klára við að standsetja vitann fyrir sumarið en þar er boðið uppá svefnpokagistingu. Þar sáum við líka tvo litla refi sem voru að næla sér í bita.



Það létti aðeins á þokunni þarna og vorum við mjög glöð því við héldum að hún væri að fara en nei því miður ekki alveg. Fengum okkur hádegismat við vitann og héldum svo áfram í átt að Hornbjargi yfir Almenningaskarð.
Þarna er mjög auðvelt að rata þó það sé þoku því yfirleitt eru stikurnar þéttar og stígurinn greinilegur en þetta á þó ekki við alltaf. Okkur gekk allavega vel en þegar við vorum komin að Horni, bæ einum í Hornvík og ætluðum að labba að bjarginu eftir 7 klst á göngu ákváðum við að halda í tjaldbúðir og vonast til að létti til á laugardag þar sem það var eiginlega tilgangslaust að fara þarna og sjá ekki neitt. Snérum því við og héldum í tjöldin. Á þessari leið sáum við meðal annars Ritu, Langvíu og Straumönd, já og refi að sjálfsögðu og svo einn þjóðverja sem var já einn á ferð og talaði enga ensku!!!
Í kvöldmat á föstudagskvöld var svo chile con carne og kjúklingur með hrísgrjónum, ananas og möndlum!! og svo búðingurinn í eftirmat!!! nammi namm!!:)
Vöknuðum á laugardagsmorgun aftur í þoku og þá voru góð ráð dýr því við ætluðum að láta sækja okkur í Hornvík seinni part laugardags á flugvél en auðvitað fljúga litlar vélar ekki í þoku þannig að Binni hringdi í flugmanninn og hann sagðist ekki komast þá var ekki annað í stöðunni en að labba aftur í Veiðileysufjörð og fá Guðbjart til að sækja okkur þangað aftur. Það var gekk og gengum við yfir í þéttri þoku og hefðu sjálfsagt ekki ratað til baka ef við hefðum ekki farið þarna á fimmtudeginum því við náðum að fylgja förunum okkar þar sem var snjór og vorum búin að taka punkta sem við gátum elt.
Guðbjartur, Flosi eldri og Flosi yngri komu svo og sóttu okkur og silgdu með okkur til baka til Bolungarvíkur og allir mjög sáttir með þessa ferð!!!:)

Svo er það Galtalækur næstu helgi, kayakferð, byrjendaferð með klúbbnum. Líf og fjör!