7.7.06



Með sól í hjarta Loksins loksins smá sól fyrir okkur til að gleðjast yfir. Þó það sé nú ekkert ofur hlýtt þá er nú alltaf gott að sjá hana, vonandi bara að hún verði nú hjá okkur í smá stund, nokkrar daga,jafnvel vikur það væri ekki slæmt.
Já það er víst komin föstudagur og ég á leið í Galtalæk í kayakferð. Maggi er komin í sumarfrí í allan júlí og er hann í hvítá núna með fatlaða krakka sem eru í sumarbúðum á laugavatni og er þröstur að passa þá og ákvað að skella þeim í rafting og maggi hjálpar að sjálfsögðu. þannig að ég ætla að reyna að koma mér eitthvað áleiðis austur á eftir svo að maggi þurfi ekki að koma alla leið í bæinn aftur að sækja mig, ef allt klikkar þá kemur hann auðvitað þessi elska!
Svo er ég að fara í sumarfrí eftir rúma viku í heilar tvær vikur og verður það pottþétt ljúft.
Maggi á afmæli á mánudaginn 10 júlí og ætlum við að grilla humar á sunnudaginn í tilefni þess og horfa á úrslita leikinn í beinni en hann verður sýndur í opinni dagskrá eins og undanúrslitaleikirnir voru víst, það eru einhver lög sem segja til um það. Svo ætlum við hjúin út að borða á Vox (nordica) á miðvikudaginn en vinur magga er yfirkokkur þar og ætlar að koma okkur á óvart, mjög spennandi!!:)
Þetta verður bæði í tilefni afmælis og einnig útskriftar minnar en maggi var búin að lofa að fara með mig þangað einhver tíman í útskriftargjöf.
Annars er alveg frekar rólegt hérna í vinnunni, og slæmt að horfa á góða veðrið út um gluggan og þurfa að hanga inni að gera lítið!:(
jæja, bið að heilsa í bili og góða helgi...

Veðurspá helgarinnar:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðan og norðvestan 5-13 m/s, hvassast á annesjum vestantil síðdegis. Víða rigning eða súld á Norður- og Austurlandi en skýjað með köflum og þurrt sunnan- og suðvestanlands. Svipað veður á morgun. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.

2 ummæli:

Íris sagði...

Góða helgi og skemmtu þér vel í Galtalækjarskóóóóg... var ekki eitthvað lag um þetta hérna í den? ;)

sArs sagði...

gæti ég fengið lengri útgáfu af Hornstrandaferðinni?