13.7.06

Langaði bara að deila með ykkur matseðli gærkvöldsins:

1. Melónu Gaspacho með dilli, steiktir humarhalar með grænmetissalsa, lárperumauki
og humargeli
2. Terrína úr franskri andalifur og létt reyktum lambavöðva framreitt með gljáðum
plómum og steiktu briouche brauði
3. Létt steikt hrefna, marineruð í sítrus, með tómötum og rosa flottir og góðir
sveppir sem ég man ekki hvað heita
4. Léttreykt klaustursbleikja með stökkum brauðhjúp, borin fram með fenniku og
freyðandi dillsósu
5. Steiktar nautalundir, hægelduð bringa og moðsteiktur uxahali, borið fram með
vatnsdeigskartöflum, steiktu blómkáli og pinot noir rauðvínssósu
6. Úrval osta með sultu dagsins og akasíu hunangi
7. Creeme brulee
8. Skyrfrauð með sultuðum rabbabara, hunangskexi og rabbarbara krapís
9. Konfekt, kaffi og líkjör

Við Maggi fórum sem sagt á Vox (Nordica Hótel) þar sem Halli vinur hans er su chef og fengum þennan líka frábæra mat og þessu öllu saman var skolað niður með viðeigandi vínum, fengum um 9 tegundir af vínum með þessu sem sagt!!
Alveg meiriháttar, mæli með að fólk prófi svona kvöld allavega einu sinni ef ekki tvisvar!!!:)

Annars styttist í sumarfrí, síðast dagurinn á morgun og er stefnan sett í bústaðinn strax þá þar sem Maggi ætlar að halda uppá afmælið sitt og bjóða vinum í mat. annað er óráðið varðandi sumarfríið nema að reyna að finna einhverja sól. ætluðum laugaveginn um helgina en þar sem Maggi var svo óheppin að meiða sig á hnénu síðustu helgi erum við hætt við það í bili. Vonandi komumst við undir lok frísins, og spurning hvort að Hallbera og Smári komi með okkur þá en þau eru að koma heim (alkomin í bili) þriðjudaginn 25 júlí!! Mig hlakka mikið til þess að fá þau heim!
Ekkert að gera í vinnunni hjá mér, allir markaðir algjörlega dauðir greinilega þannig að maður bara vafrar á netinu allan daginn!!
Jæja, meira síðar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ekkert smá girnilegt :) en ég er alveg sammála þér - það er nauðsynlegt að prófa svona marga rétti í einu, einstaka sinnum - hef gert þetta á Grillinu og frábærum veitingastað í Tívólí í Köben sem heitir NIMB
Svona er bara æðislegt - vera lengi að borða, smakka frábær vín og njóta þess að vera til :)

til hamingju með bóndann -
bestu kveðjur - Kitta ;)