28.5.04

halló halló...
langaði nú bara að óska ykkur góðrar helgar og farið nú varlega allir saman!!
væntanlega ekki mikið djammað þar sem það eru nú að koma mánaðarmót, er það ekki alltaf svoleiðis??!!!
lítið að gerast hjá mér hérna megin, rigning í dag, reyndar búið að vera mjög gott veður í marga daga. ég er búin að vera alveg þvílíkt duglega að hreyfa mig undanfarið. hún lína vinkona mín sænska er alveg með endalausa orku og er alltaf að draga mann eitthvað með sér, út í göngu-/hlaupatúra klukkan sjö á morgnana og svo í ræktina að lyfta seinnipartinn og svo eitthvað auka svona inn á milli, klifra hjóla og annað slíkt, en það er nú bara gaman að því!
það er svo kveðjupartý í kvöld fyrir hann chris (sænskur líka) en hann er að fara að yfirgefa okkur, hann koma bara hingað til að gera 3 útikúrsa, klifur, kayak og göngu (þannig að það er alveg hægt líka fyrir þá sem hafa áhuga!!;)).
kærastan hans kom í gær frá svíþjóð og eru þau að fara að ferðast saman um nz í mánuð áður en þau fara svo aftur heim í sumarið í svíþjóð!!
já, og það bara styttist í heimsóknina miklu, bara nokkrir dagar!!!veiiii...!!!!
bið að heilsa í bili og mig hlakkar til að heyra frá ykkur líka!!!;)
kiss og knús, Elsa

25.5.04

hæ hæ
bara að láta vita að það eru komnar inn smá fleiri myndir frá mt owen ferðinni okkar ai og eins og sést á myndunum þá var sko heiður himinn og blanka logn og svo nokkrar myndir frá íbúðinni sem ég bý í ásamt 3 öðrum, frekar þröngt en þröngt mega sáttir sitja ekki satt!!! gleymdi alveg að taka mynd af nýja bílnum, sorrí pabbi, en það kemur nú einhvern tíman vonandi!!
Njótið vel...
Elsa

24.5.04

góðan daginn..
langaði nú bara að segja ykkur helstu fréttirnar.
ég er búin að kaupa bíl, takk fyrir, subaru legacy fjölskyldubíl, enda er ég að fara að taka fjölskylduna á rúntinn um nz í 3 vikur!!!
ekki fleira að sinni!!
hilsen..
halló.
það er nú ekki mikið að gerast hjá mér þessa dagana. veðrið búið að vera mjög fínt síðustu vikuna, og bara skóli alla daga. er reyndar í fríi frá skólanum alla þessa viku eiginlega, þarf bara að skila einu verkefni á morgun og ef ég hef staðist það þá þarf ég ekki að mæta meir. þannig að spurning um að fara eitthvað skemmtilegt, eitt sem skemmileggur er að það er svaka partý á föstudagskvöld hérna í nelson og verður maður eiginlega að mæta í það því það er kveðjupartý fyrir einn svíann sem er bara hérna í hálft ár og er því að fara í næstu viku og svo afmælispartý í leiðinni fyrir 2 aðra, en þetta slítur helgina svolítið í sundur, en við sjáum til. á föstudaginn fór ég í svaka hjólatúr með henni línu, sænsk. hún er mikil hestakona og er búin að redda sér "vinnu" á hestabæ hérna rétt hjá nelson og við hjóluðum þangað um 16 km og þar fór hún aðeins á hestabak og svona og við nutum náttúrunnar og var þetta bara alveg meiriháttar, og svo hjólað bara til baka til nelson, mér var nú boðið á bak en ákvað að eiga það bara inni. hef aldrei farið á hestabak á öðru en íslenska hestinum og hef ég grun um að það sé smá munur. þau áttu þarna einn risa hesta, ég náði svona uppá hálfan búk á honum, ekkert smá stór!! spurning um að fara þangað þegar mamma og pabbi eru komin og setja mömmu á bak, henni finnst það svo gaman. svo fór ég í bíó með henni kate, kóresk, um kvöldið á algjör stelpu mynd rosa fínt. læra á laugardag, eða allavega þykjast að læra, þið kannist við þetta!!
og svo á laugardagskvöld var risa rugby leikur í gangi, lokaslagurinn í super 12 (rebekka ættir að kannast við það), brumbies(frá canberra, ástralíu) á móti crusadors(en þeir eru frá norður hluta suður eyju nz) og þar sem allir voru að fara að horfa á þennan leik mátti maður nú ekki vera minni, þó ég hafi hreint aldrei á ævinni horft á rugby leik áður. komst að því að þetta er bara hin ágætasta skemmtun, frekar einfaldara reglur fannst mér, action allan tímann, annað en í fótbolta og bara fjör. reyndar byrjaði þetta nú mjög illa fyrir okkar menn, lentu 33-0 undir, frekar dapurt en þeir náður nú að bíta á jaxlinn í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn en það var bara of seint, þeir töpuðu með um 10 stiga mun held ég!!
svo var ég bara að baka í gær, brauð og bollur og svona, finnst það bara frekar gaman, það var alltaf þannig að ég eldaði og hallbera bakaði en núna erum við bara báðar farnar að gera bæði, skemmtilegt það!! hún er nú samt meira fyrir kökurnar, ég brauðin!
jæja, það styttist í heimsóknina miklu bara rúm vika eiginlega, ég legg af stað væntanlega til auckland á föstudaginn í næstu viku og þau lenda svo að morgni sunnudagsins 6 júní og svo seinnipart mánudagsins 7 júní fljúgum við öll saman til rarotonga og það verður sko fjör, dáltið fyndið að við leggjum af stað til raro kl. 19.15 7 júní og lendum kl. 01.15 þann 7 júní!!! og þetta er aðeins um 4 tíma flug en raro er um 22klst á eftir nz!!
en svo náttlega missum við næstum heilan dag þegar við komum til baka!!
jæja, nóg í bili, þarf að klára verkefnið ógurlega um veðurguðina miklu!!
bið að heilsa í bili!!
elsa

21.5.04

góðan daginn..
þessar myndir taka endalausan tíma, en nokkrar myndir komnar inn og verða þær fleiri fljótlega.
bless í bili..
halló halló
bara smá svona þar sem ég hef smá tíma aflögu, reyndar ekki alveg svona brjálað að gera hjá mér en... ok..
síðustu helgi fórum ég og Ai(japanski sambýlingur minn, sem er kvenkyns mamma!!) í gönguferð dauðans næstum því, eða það fannst mér allavega. ég hef bara ekki farið í almennilega gönguferð frá því að ég var í nýliðunum í flugbjörgunarsveitinni þannig að það var komin tími á það loksins. við lögðum af stað á föstudagsmorgun kl. 8 frá nelson og keyrðum í um 2 klst til kaurangi þjóðgarð og var planið að príla hæsta fjall þess garðar, Mt Owen (1875m). á föstudeginu löbbuðum við sem sagt í skála sem var á miðri leið ca en það var bara upp upp upp upp upp upp upp upp.. fannst mér allavega og veðrið var líka frekar heitt þannig að ég bara svitnaði og svitnaði og þetta var ógeðslega erfitt fannst mér en hún ai trítlaði þetta bara í rólegheitum, ekkert mál!!!
veit ekki alveg hvað er að mér en allaveg þá löbbuðum við upp í um 3 klst og svo niður og flatt að skálanum í um 2 klst þannig að það var um 5 klst á föstudag. svo var nú bara rólegt þar sem við vorum í skála í óbyggðunum og ai er nú ekki alveg sú málglaðasta og ekki ég náttlega heldur og smá vandamál líka með hana að maður veit eiginlega aldrei hvort hún skilur það sem maður er að segja, hún segir bara já já og gerir svo eitthvað allt annað stundum en hvað um það. við förum bara að sofa um 8 og vorum vaknaðar aftur um 7 morguninn eftir eftir ekkert alveg svefnbærustu nótt í heimi en það var nóg allavega. svo þarna á laugardagsmorgun hófst gangan á fjallið sjálft og tók það um 1.5klst uppá topp, ekki alveg eins erfitt og fyrri daginn enda enginn þungur bakpoki og þegar við komum á toppinn var bara alveg blankalogn, ekki ský á himni og um 20´c hiti, þetta var alveg perfect!!!! (sjá myndir sem koma fljótlega!) svo töltum við aftur í skál, sóttum restina af dótinu okkar og löbbuðum til baka, sem var frekar erfitt líka því ég var að drepast í hnjánum (alltaf einhverjar afsakanir) en það var reyndar ekkert grín, labba niður frekar bratt, með þvílíka pressu á hnén... en allavega, 4 klst ganga aftur í bílinn og brunað til baka til nelson!!!
mjög góð ferð í allastaði og allir mjög ánægðir!!!:)
síðan þá er ég búin að vera að læra um veður, hæðir (??) og lægðir, alls konar skýja týður og svona spennandi... það er bara búið að vera gott veður í nelson alla vikuna þangað til í dag að það byrjaði að rigna fyrir 2 tímum og ég held það sé ennþá rigning.
jæja, ekki meira í bili, held þið nennið ekki að lesa meira heldur, ég skrifa væntanlega meira á morgun, en lofa samt engu...
bið að heilsa, Elsa

12.5.04

Humm.... ætli það sé ekki komin tími á að skrifa nokkrar línur til ykkar allra sem finnst svo gaman að fylgjast með mér!!!:)
Já seinast þegar ég skrifaði var ég víst ennþá upp við Franz Josef Jökul, veit ekki alveg hvort ég hafi lýst því öllu saman nógu vel fyrir ykkur þannig að ég kem með þetta aðeins nákvæmara núna.
Franz Josef Jökull er frekar lítill jökul við vestur strönd Nýja Sjálands, hann er einn af mjög mörgum litlum jöklum sem eru allir saman á litlu svæði í suður ölpum Nýja Sjálands, hann er sá þriðji stærsti af þeim öllum, heilir 30km2!!! Og við rætur hans er lítill túristabær sem heitir Franz Josef og þar búa nokkur hundruð manns sem vinna við jökulinn og annað tengt honum, gistingu, veitingastaði, barir og fl. Þegar ég var í Ástralíu hafði ég miklar áhyggjur af því að ég myndi vera í svo lélegu formi þegar ég kæmi þarna því það var búið að segja mér að þetta yrði alveg geðveikt erfitt og voða læti bara, en svo var nú ekki raunin. Fyrsti dagurinn byrjaði reyndar með látum hjá mér, ég var rétt búin að klæða mig í skó og ekki búin að hitta neinn sem átti að sjá um okkur (við vorum 5 saman) þegar einn gædinn kom og greip mig og við beint upp á jökul að höggva spor (þetta gengur aðallega út á það, að búa til spor í ísinn þannig að það sé auðveldara fyrir túristana að ganga þarna um, og ef það væru engin spor væri enginn að þvælast þarna um). Allavega þá gekk fyrsti dagurinn bara mjög vel, sól og blíða og fínn hópur og allt í góðu. Og svoleiðis var það fyrstu tvær vikurnar, sól og blíða alla daga (það var búið að vara okkur við að það rigndi ALLTAF þarna) og allt gekk rosalega vel, fór í heilsdagsferðir og hálfsdagsferðir, ísklifur, þyrlu og íshella og sprungur og fleira og fleira skemmtilegt. Ég var sko alveg að fíla mig þarna og þetta er sko eitthvað sem ég væri til í að kanna betur. Nema hvað að ein stelpan sem var í hópnum okkar var þarna að gera það sama fyrir ári síðan líka og þekkti þar með alla guidana og hún var barasta hreint alltaf að kvarta yfir hinu og þessu og að VIÐ vildum fá að gera þetta og hitt, en ekki það sem við áttum í raun að vera að gera; og lét ég það náttlega aðeins fara í pirrurnar á mér, og þar af leiðandi held ég að þetta hafi ekki verið eins erfitt kannski og ég bjóst við, því við sluppum aðeins betur heldur en fyrri hópar vegna hennar – sem ég var alls ekki að biðja um!! Bara því meira því betra fannst mér. Í síðustu vikunni byrjaði svo að rigna, og þá fengum við loksins að kynnast henni þarna, það rigndi alla síðustu vikuna okkar, og á með það var verið að kanna okkur og hvort við myndum ná kúrsinum og meira segja á miðvikudeginum var svo vont veður, rigning, þoka og rok að það varð að aflýsa öllum ferðum sem gerist kannski svona einu sinni á ári hjá þeim!!!!
En við náðum allavega öll saman, með misjöfnum árangri reyndar en allir sáttir.
Þessi staður er alveg þekktur fyrir djamm því þarna eru náttlega bara túristar og þeir gera náttlega lítið annað heldur en að djamma á kvöldin og fengum við okkar skerf af djammi, segi ekki meir!!!!
Síðan héldum við öll saman heim á leið sæl og glöð eftir mjög góðar 3 vikur fannst mér allavega!!!
Helgin síðasta var nú bara mjög róleg hjá mér, ekkert djamm eða neitt, bara grill í rólegheitum og farið að sofa snemma og vaknað seint. Reyndar hringdi hún Sirrý mín í mig kl. 8.30 á sunnudagsmorgun en sambandið var eitthvað lélegt þannig að það varð frekar stutt samtal en gott samt, alltaf gaman að heyra kunnuglegar raddir, takk fyrir Sirrý mín!!
Jú og svo náttlega hringdi ég heim í Fagra á mánudeginum 3 maí því hún MAMMA MÍN ÁTTI AFMÆLI!!! Til hamingju með það aftur mamma mín!!! Já og svo til hamingju með mæðradaginn á sunnudaginn siðasta, það var allavega mæðradagur hérna, veit ekki hvort það er eitthvað alþjóðlegt eða hvað!!!
Núna sit ég bara heim fyrir framan tölvuna og skrifa þetta, set það svo á diskling og fer með í skólann á morgun og post þetta til ykkar. Ai, japanski meðleigjandinn minn, er að elda mat handa okkur og það lyktar alveg rosalega vel í augnablikinu. Fyndið að áður en ég kom hingað var einn vinur minn sem var hérna fyrir um ári síðan búin að vara mig við að það væri svo vondur matur hérna í NZ, ég held barasta að ég hafi aldrei fengið vonda mat hérna, ég verð bara að segja það, reyndar er enginn matur vondur, bara misgóður!!!!
Næstu vikurnar verður eytt innanhúss þar sem ég er að taka bóklegan áfanga núna í risk management, eða áhættustjórnun, í adventure activities!!! Reyndar er kennarinn okkar alveg frábær þannig að ég held að þetta verði ekki svo slæmt og svo er þetta bara mánudaga til fimmtudaga, frí á föstudögum þannig að það er löng helgi og maður getur þá gert eitthvað skemmtilegt þá. Við Ai erum t.d. að plana að fara í smá fjallgöngu næstu helgi uppá Mt. Owen sem er hérna í nágreninu, kemur reyndar í ljós á morgun hvað verður því veðurspáin er ekkert æðislega góð!
Jæja, farin að borða, maturinn er víst til!!!
Endilega sendið mér línu, komment eða bara eitthvað svo ég viti að þið eruð líka á lífi!!
Kveðja, Elsa

5.5.04

bara ad lata vita ad eg var herna en bara nenni hreinlega ekki ad skrifa neitt, tad er bara buid ad rigna sidan a laugardag og ekkkert ad gerast!!!
baetti vid nyjum link hins vegar, endilega kikid a hann ef tid finnid hann!!!;)