Humm.... ætli það sé ekki komin tími á að skrifa nokkrar línur til ykkar allra sem finnst svo gaman að fylgjast með mér!!!:)
Já seinast þegar ég skrifaði var ég víst ennþá upp við Franz Josef Jökul, veit ekki alveg hvort ég hafi lýst því öllu saman nógu vel fyrir ykkur þannig að ég kem með þetta aðeins nákvæmara núna.
Franz Josef Jökull er frekar lítill jökul við vestur strönd Nýja Sjálands, hann er einn af mjög mörgum litlum jöklum sem eru allir saman á litlu svæði í suður ölpum Nýja Sjálands, hann er sá þriðji stærsti af þeim öllum, heilir 30km2!!! Og við rætur hans er lítill túristabær sem heitir Franz Josef og þar búa nokkur hundruð manns sem vinna við jökulinn og annað tengt honum, gistingu, veitingastaði, barir og fl. Þegar ég var í Ástralíu hafði ég miklar áhyggjur af því að ég myndi vera í svo lélegu formi þegar ég kæmi þarna því það var búið að segja mér að þetta yrði alveg geðveikt erfitt og voða læti bara, en svo var nú ekki raunin. Fyrsti dagurinn byrjaði reyndar með látum hjá mér, ég var rétt búin að klæða mig í skó og ekki búin að hitta neinn sem átti að sjá um okkur (við vorum 5 saman) þegar einn gædinn kom og greip mig og við beint upp á jökul að höggva spor (þetta gengur aðallega út á það, að búa til spor í ísinn þannig að það sé auðveldara fyrir túristana að ganga þarna um, og ef það væru engin spor væri enginn að þvælast þarna um). Allavega þá gekk fyrsti dagurinn bara mjög vel, sól og blíða og fínn hópur og allt í góðu. Og svoleiðis var það fyrstu tvær vikurnar, sól og blíða alla daga (það var búið að vara okkur við að það rigndi ALLTAF þarna) og allt gekk rosalega vel, fór í heilsdagsferðir og hálfsdagsferðir, ísklifur, þyrlu og íshella og sprungur og fleira og fleira skemmtilegt. Ég var sko alveg að fíla mig þarna og þetta er sko eitthvað sem ég væri til í að kanna betur. Nema hvað að ein stelpan sem var í hópnum okkar var þarna að gera það sama fyrir ári síðan líka og þekkti þar með alla guidana og hún var barasta hreint alltaf að kvarta yfir hinu og þessu og að VIÐ vildum fá að gera þetta og hitt, en ekki það sem við áttum í raun að vera að gera; og lét ég það náttlega aðeins fara í pirrurnar á mér, og þar af leiðandi held ég að þetta hafi ekki verið eins erfitt kannski og ég bjóst við, því við sluppum aðeins betur heldur en fyrri hópar vegna hennar – sem ég var alls ekki að biðja um!! Bara því meira því betra fannst mér. Í síðustu vikunni byrjaði svo að rigna, og þá fengum við loksins að kynnast henni þarna, það rigndi alla síðustu vikuna okkar, og á með það var verið að kanna okkur og hvort við myndum ná kúrsinum og meira segja á miðvikudeginum var svo vont veður, rigning, þoka og rok að það varð að aflýsa öllum ferðum sem gerist kannski svona einu sinni á ári hjá þeim!!!!
En við náðum allavega öll saman, með misjöfnum árangri reyndar en allir sáttir.
Þessi staður er alveg þekktur fyrir djamm því þarna eru náttlega bara túristar og þeir gera náttlega lítið annað heldur en að djamma á kvöldin og fengum við okkar skerf af djammi, segi ekki meir!!!!
Síðan héldum við öll saman heim á leið sæl og glöð eftir mjög góðar 3 vikur fannst mér allavega!!!
Helgin síðasta var nú bara mjög róleg hjá mér, ekkert djamm eða neitt, bara grill í rólegheitum og farið að sofa snemma og vaknað seint. Reyndar hringdi hún Sirrý mín í mig kl. 8.30 á sunnudagsmorgun en sambandið var eitthvað lélegt þannig að það varð frekar stutt samtal en gott samt, alltaf gaman að heyra kunnuglegar raddir, takk fyrir Sirrý mín!!
Jú og svo náttlega hringdi ég heim í Fagra á mánudeginum 3 maí því hún MAMMA MÍN ÁTTI AFMÆLI!!! Til hamingju með það aftur mamma mín!!! Já og svo til hamingju með mæðradaginn á sunnudaginn siðasta, það var allavega mæðradagur hérna, veit ekki hvort það er eitthvað alþjóðlegt eða hvað!!!
Núna sit ég bara heim fyrir framan tölvuna og skrifa þetta, set það svo á diskling og fer með í skólann á morgun og post þetta til ykkar. Ai, japanski meðleigjandinn minn, er að elda mat handa okkur og það lyktar alveg rosalega vel í augnablikinu. Fyndið að áður en ég kom hingað var einn vinur minn sem var hérna fyrir um ári síðan búin að vara mig við að það væri svo vondur matur hérna í NZ, ég held barasta að ég hafi aldrei fengið vonda mat hérna, ég verð bara að segja það, reyndar er enginn matur vondur, bara misgóður!!!!
Næstu vikurnar verður eytt innanhúss þar sem ég er að taka bóklegan áfanga núna í risk management, eða áhættustjórnun, í adventure activities!!! Reyndar er kennarinn okkar alveg frábær þannig að ég held að þetta verði ekki svo slæmt og svo er þetta bara mánudaga til fimmtudaga, frí á föstudögum þannig að það er löng helgi og maður getur þá gert eitthvað skemmtilegt þá. Við Ai erum t.d. að plana að fara í smá fjallgöngu næstu helgi uppá Mt. Owen sem er hérna í nágreninu, kemur reyndar í ljós á morgun hvað verður því veðurspáin er ekkert æðislega góð!
Jæja, farin að borða, maturinn er víst til!!!
Endilega sendið mér línu, komment eða bara eitthvað svo ég viti að þið eruð líka á lífi!!
Kveðja, Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli