halló halló
bara smá svona þar sem ég hef smá tíma aflögu, reyndar ekki alveg svona brjálað að gera hjá mér en... ok..
síðustu helgi fórum ég og Ai(japanski sambýlingur minn, sem er kvenkyns mamma!!) í gönguferð dauðans næstum því, eða það fannst mér allavega. ég hef bara ekki farið í almennilega gönguferð frá því að ég var í nýliðunum í flugbjörgunarsveitinni þannig að það var komin tími á það loksins. við lögðum af stað á föstudagsmorgun kl. 8 frá nelson og keyrðum í um 2 klst til kaurangi þjóðgarð og var planið að príla hæsta fjall þess garðar, Mt Owen (1875m). á föstudeginu löbbuðum við sem sagt í skála sem var á miðri leið ca en það var bara upp upp upp upp upp upp upp upp.. fannst mér allavega og veðrið var líka frekar heitt þannig að ég bara svitnaði og svitnaði og þetta var ógeðslega erfitt fannst mér en hún ai trítlaði þetta bara í rólegheitum, ekkert mál!!!
veit ekki alveg hvað er að mér en allaveg þá löbbuðum við upp í um 3 klst og svo niður og flatt að skálanum í um 2 klst þannig að það var um 5 klst á föstudag. svo var nú bara rólegt þar sem við vorum í skála í óbyggðunum og ai er nú ekki alveg sú málglaðasta og ekki ég náttlega heldur og smá vandamál líka með hana að maður veit eiginlega aldrei hvort hún skilur það sem maður er að segja, hún segir bara já já og gerir svo eitthvað allt annað stundum en hvað um það. við förum bara að sofa um 8 og vorum vaknaðar aftur um 7 morguninn eftir eftir ekkert alveg svefnbærustu nótt í heimi en það var nóg allavega. svo þarna á laugardagsmorgun hófst gangan á fjallið sjálft og tók það um 1.5klst uppá topp, ekki alveg eins erfitt og fyrri daginn enda enginn þungur bakpoki og þegar við komum á toppinn var bara alveg blankalogn, ekki ský á himni og um 20´c hiti, þetta var alveg perfect!!!! (sjá myndir sem koma fljótlega!) svo töltum við aftur í skál, sóttum restina af dótinu okkar og löbbuðum til baka, sem var frekar erfitt líka því ég var að drepast í hnjánum (alltaf einhverjar afsakanir) en það var reyndar ekkert grín, labba niður frekar bratt, með þvílíka pressu á hnén... en allavega, 4 klst ganga aftur í bílinn og brunað til baka til nelson!!!
mjög góð ferð í allastaði og allir mjög ánægðir!!!:)
síðan þá er ég búin að vera að læra um veður, hæðir (??) og lægðir, alls konar skýja týður og svona spennandi... það er bara búið að vera gott veður í nelson alla vikuna þangað til í dag að það byrjaði að rigna fyrir 2 tímum og ég held það sé ennþá rigning.
jæja, ekki meira í bili, held þið nennið ekki að lesa meira heldur, ég skrifa væntanlega meira á morgun, en lofa samt engu...
bið að heilsa, Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli