28.5.04

halló halló...
langaði nú bara að óska ykkur góðrar helgar og farið nú varlega allir saman!!
væntanlega ekki mikið djammað þar sem það eru nú að koma mánaðarmót, er það ekki alltaf svoleiðis??!!!
lítið að gerast hjá mér hérna megin, rigning í dag, reyndar búið að vera mjög gott veður í marga daga. ég er búin að vera alveg þvílíkt duglega að hreyfa mig undanfarið. hún lína vinkona mín sænska er alveg með endalausa orku og er alltaf að draga mann eitthvað með sér, út í göngu-/hlaupatúra klukkan sjö á morgnana og svo í ræktina að lyfta seinnipartinn og svo eitthvað auka svona inn á milli, klifra hjóla og annað slíkt, en það er nú bara gaman að því!
það er svo kveðjupartý í kvöld fyrir hann chris (sænskur líka) en hann er að fara að yfirgefa okkur, hann koma bara hingað til að gera 3 útikúrsa, klifur, kayak og göngu (þannig að það er alveg hægt líka fyrir þá sem hafa áhuga!!;)).
kærastan hans kom í gær frá svíþjóð og eru þau að fara að ferðast saman um nz í mánuð áður en þau fara svo aftur heim í sumarið í svíþjóð!!
já, og það bara styttist í heimsóknina miklu, bara nokkrir dagar!!!veiiii...!!!!
bið að heilsa í bili og mig hlakkar til að heyra frá ykkur líka!!!;)
kiss og knús, Elsa

Engin ummæli: