Jæja nú hef ég fréttir.. ekkert ógurlega merkilegar en samt, fór með henni Línu minni á hestabak í dag (fékk líka að fara með henni á laugardaginn en það var merkilegra í dag) og þar sem hestarnir þarna eru notaðir undir túrista og ekki mikið um þá þessa dagana þá var settur undir mig foli sem hefur ekki verið notaður í viku og var hann því frekar sprækur. þetta gekk nú vel til að byrja með og við fórum og brokk og allt í góðu nema allt í einu fer lína fram úr mér og minn tekur á rás og endar með því að ég dett náttlega af baki, hélst reyndar alveg á í smá tíma en maður verður nú smá smeikur og stressaður og svona, en ég lendi bara á rassinum og meiddi mig ekki neitt þannig að það var gott. lína náði svo honum percy aftur og þegar ég var á röltinu fattaði ég að það var komið stærðar gat á rassinn á buxunum mínum!!!:( og það fannst mér ekkert gaman, og svo þegar ég fór á bak á honum aftur stækkaði það ennþá meira þannig að ég held að ég noti þær ekkert aftur!! eftir þetta var hann nú mjög góður folinn og bara rölti og brokkaði í rólegheitum og við komumst heim heilar á húfi, nema hvað að þegar ég var að taka af honum hnakkinn þá er konan á bænum eitthvað að fara á bílnum rétt hjá okkur og percy verður eitthvað hræddur og stígur ofan á löbbina á mér!!:( og það var vont!!! núna sit ég sem sagt með gat á rassinum og marða löbb og litla tá!!! en ég get nú alveg labbað það er ekki svo alvarlegt, en við ætlum að fara aftur á morgun og vonandi í lengri túr og þá skulum við sjá hversu góður/vondur hann verður við mig!!!
annað bara gott að frétta, bílinn gengur rosalega vel, ég geng þokkalega vel líka, búin að vera á skyndihjálp núna í tvo daga, alltaf gott að rifja hana upp, helgin var líka fín, partýið á föstudaginn var fínt, chris farinn :( og annað ekki svo merkilegt.
maggi, mamma og pabbi alveg að koma og er mér farið að hlakka ansi mikið til, tek ferjun á milli norður og suðureyjanna kl. 5.30 á laugardagsmorgun og verð komin til wellington um 8.30 og þá verður bara brunað til auckland, ekki alveg viss hversu margir km það eru en þeir eru nokkrir, kannski sovna 1200 og svo lenda þau klukkan 10.30 cirka á sunnudagsmorgun og þá verður mín mætt til að taka á móti þeim og fara með þau beint á hótel þar sem þau geta sofið!!!
ekki meira í bili...
kv. Elsa
ps. mamma og pabbi áttu jú 33 ára brúðkaupsafmæli 30 maí, til hamingju með það og hún hrefna frænka átti líka afmæli þá, til hamingju hrefna!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli