23.1.04

jæja, þá er ég að leggja af stað loksins í ferðalagið mikla.
núna förum við maggi saman til london og gistum á hóteli þar í tvær nætur, svo fer hann aftur heim á sunnudaginn og ég fer og redda mér gistingu á einhverjum góðum stað. svo á mánudagskvöld eða um 8.30pm fer fyrsta flugið af stað og samkvæmt öllu ætti ég að vera komin á leiðarenda á miðvikudagskvöld kl. 8.30pm að staðartíma eða 8.30am á íslenskum tíma en það er jú 12 klst mismunur og mun ég verða á undan ykkur í tíma.
þannig að ég mun væntanlega ekki skrifa neitt hérna inn fyrr en í fyrsta lagi föstudaginn 30.jan. en hafið það gott þangað til næst.....

20.1.04

halló kæru vinir og vandamenn..
núna er bara allt tilbúið nema að pakka, fékk vegabréfið mitt í dag eftir smá stress í kringum það sem var nú algjör óþarfi í rauninni.
Því ætla ég að bjóða ykkur sem viljið í kaffiboð heim í fagrahjalla 20 annaðkvöld, miðvikudag, einhvern tíman eftir kvöldmat til að kyssa mig bless... þeir sem vilja en brottför er á föstudag kl. 12 á hádegi.
allir velkomnir og ég hlakka til að sjá sem flesta....
þangað til næst!!;)

17.1.04

halló halló
laugardagsmorgun enn einu sinni, úti búið að snjó alveg slatta hér í reykjavíkinni og er maður nú frekar ánægður með það, ætla meira að segja út að leika mér í snjónum á eftir... maður verður nú að nota tækifærið áður en maður fer í sumaríð og sólina i nz.
loksins komst allt á hreint sem ég er búin að vera að bíða eftir í svolítinn tíma, þ.e. vegabréfið komið í póstinn á leiðinni til mín stimplað og svo fékk ég loksins að vita um fjölskyldun sem ég kem til með að búa hjá en það eru nýgift hjón, 28 og 24 ára; og hljómar það bara frekar vel.
þá er það bara að fara að pakka niður.
helga fór til noregs í morgun og hafði ég nú alveg viljað fara með henni en svona er þetta... maður fær víst ekki allt.
annars ekki mikið merkilegt að gerast, eða jú, guðbjörg sem var með mér í hr var að eignast littla stelpu í gær í danmörku, komin 10 daga framyfir tímann, til hamingju með það guðbjörg!!!
heyrumst síðar...;)

15.1.04

hi guys
langaði bara að tilkynna ykkur að það er spáð snjókomu hérna á höfuðborgarsvæðinu á morgun, seinnipartinn og mig hlakkar mikið til, alltaf gaman að hafa nóg af snjó!!!
vildi bara að ég ætti heima á blönduósi núna þar sem er sko nóg af honum....
annað mál, þekkir einhver einhvern sem á heima í nýja sjálandi eða með einhver tengsl þangað, þá megið þið endilega láta mig vita, bara svona gott að vita af einhverjum af sama þjóðerni þarna í útlöndunum...
ekki meira í bili....
jæja, núna er þetta allt að gerast...
búin að fá að vita að visað mitt er allavega í vinnslu og verður vonandi tilbúið á morgun.
er reyndar sjálf búin að vera með kvef og hósta síðan um helgina og maggi líka, þannig að við hóstum bara ofan í hvort annað!!:S
helgin var fín, matur hjá sveinborgu á föstudagskvöld og svo bláfjöll á laugardag og árshátíð hjá magga á laugardagskvöld, haldið í golfskálanum í grafarholt, mjög fínt, og svo bara þynnka á sunnudag og leti. fórum reyndar í "svaka" göngutúr, löbbuðum alla leið í laugar, frá flókagötu og kíktum á herleg heitin þar.
ég er ennþá að vinna á ferðaskrifstofunni smá, en síðasti dagurinn væntanlega á morgun og svo bara pakka á fullu alla næstu viku...
helga sys fer til noregs á laugardag og öfunda ég hana nú smá af því, en það er nú opið í bláfjöllum í dag, spurning um að skella sér... held reyndar ekki í þetta skiptið, það er 8 stiga frost og kannski ekki gott fyrir kvefið og svo frekar hart færi segja þeir.
meira seinna folks.....

10.1.04

halló halló
núna sit ég í fagrahjallanum að bíða eftir að helga og aron komi heim svo við getum farið í bláfjöll, þar er víst opið í dag og ætlum við að nota tækifærið og renna okkur nokkrar ferðir....
ég hætti í bakaríinu í gær og voru strákarnir svo góðir við mig að þeir tóku mig og bundu mig á fótum og höndum, hentu mér ofan í stóran vask, bleyttu í mér, helltu yfir mig hveiti, hveitiklíði og hvítlauksmauki og bleyttu svo aðeins meira í mér... mjög skemmtilegt!!!!
þetta var frekar ógeðslegt, og hárið á mér er ennþá fullt af einhverju ógeði þrátt fyrir 3 þvotta!!!
plönin hjá mér hafa aðeins breyst eins og sést hér til hliðar, sökum hugsunarleysis í mér kemst ég ekki til noregs :(
ég þarf að fá student visa fyrir nz og fæ það í fyrsta lagi í lok næstu viku, og þar sem ég þurfti að senda vegabréfið mitt til london til að fá visa þá kemst ég ekki úr landi fyrr en ég fæ það til baka sem verður væntanlega ekki fyrr en í kringum 20. þannig að ég hef ákveðið að fara bara til london 23.jan með magga og vera þar yfir helgina og svo til nz 26 eins og áður var ákveðið.
svona er þetta bara, frekar fúlt, og hallbera náttlega fúlust yfir þessu en helga sys er að hugsa um að fara í staðin fyrir mig þannig að.... sorrí hallbera mín...!!!!
jæja, bið að heilsa í bili...... meira seinna!!!;)

4.1.04

GLEÐILEGT ÁRIÐ KÆRU VINIR NÆR OG FJÆR!!!
vona að þið öll hafið haft það sem allra allra best yfir hátíðarnar því ég gerði það allaveganna, tíminn leið bara alltof hratt, og hefur sjálfsagt gert það hjá fleirum.
ég gerði nú alveg ýmislegt annað heldur en bara borða og fara í jólaboð, t.d. fór ég í bláfjöll einn dag og renndi mér nokkrar ferðir á brettinu mínu, svo skelltum við okkur fjölskyldan á keili og gekk það bara alveg ótrúlega vel þrátt fyrir að vera ekki alveg viss hvert við værum að fara. síðan var það skírnarveisla á hólmavík, þar sem hrefna frænka var að skíra strákinn sinn, Viktor Elmar.
svo þurfti ég náttlega að vinna eitthvað líka en það var bara fínt, áramótin voru svona í rólegri kantinum, matur með mömmu pabba elfu og rabba heima í fagra, lagði mig svo frá kl. 21 til 23, og missti því af skaupinu en skilst ég hafi ekki misst af miklu, síðan bara horft á flugeldana og þetta venjulega, maggi kom síðan ofan af skaga um kl. 2 og fórum við þá til sveinborgar í partý og var það bara fínt en við vorum svo komin heim bara um 5.
svo er það bara vinnan á morgun, síðasta vikan í báðum vinnum væntanlega og 3 víkur i nýja sjáland, þetta er allt að gerast og maður verður spenntari með hverjum deginum.
hallbera og smári fóru til noregs í dag og vonandi förum við helga sys til þeirra í heimsókn um 15 jan.
jæja, meira seinna....;)