halló halló
núna sit ég í fagrahjallanum að bíða eftir að helga og aron komi heim svo við getum farið í bláfjöll, þar er víst opið í dag og ætlum við að nota tækifærið og renna okkur nokkrar ferðir....
ég hætti í bakaríinu í gær og voru strákarnir svo góðir við mig að þeir tóku mig og bundu mig á fótum og höndum, hentu mér ofan í stóran vask, bleyttu í mér, helltu yfir mig hveiti, hveitiklíði og hvítlauksmauki og bleyttu svo aðeins meira í mér... mjög skemmtilegt!!!!
þetta var frekar ógeðslegt, og hárið á mér er ennþá fullt af einhverju ógeði þrátt fyrir 3 þvotta!!!
plönin hjá mér hafa aðeins breyst eins og sést hér til hliðar, sökum hugsunarleysis í mér kemst ég ekki til noregs :(
ég þarf að fá student visa fyrir nz og fæ það í fyrsta lagi í lok næstu viku, og þar sem ég þurfti að senda vegabréfið mitt til london til að fá visa þá kemst ég ekki úr landi fyrr en ég fæ það til baka sem verður væntanlega ekki fyrr en í kringum 20. þannig að ég hef ákveðið að fara bara til london 23.jan með magga og vera þar yfir helgina og svo til nz 26 eins og áður var ákveðið.
svona er þetta bara, frekar fúlt, og hallbera náttlega fúlust yfir þessu en helga sys er að hugsa um að fara í staðin fyrir mig þannig að.... sorrí hallbera mín...!!!!
jæja, bið að heilsa í bili...... meira seinna!!!;)
10.1.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli