4.1.04

GLEÐILEGT ÁRIÐ KÆRU VINIR NÆR OG FJÆR!!!
vona að þið öll hafið haft það sem allra allra best yfir hátíðarnar því ég gerði það allaveganna, tíminn leið bara alltof hratt, og hefur sjálfsagt gert það hjá fleirum.
ég gerði nú alveg ýmislegt annað heldur en bara borða og fara í jólaboð, t.d. fór ég í bláfjöll einn dag og renndi mér nokkrar ferðir á brettinu mínu, svo skelltum við okkur fjölskyldan á keili og gekk það bara alveg ótrúlega vel þrátt fyrir að vera ekki alveg viss hvert við værum að fara. síðan var það skírnarveisla á hólmavík, þar sem hrefna frænka var að skíra strákinn sinn, Viktor Elmar.
svo þurfti ég náttlega að vinna eitthvað líka en það var bara fínt, áramótin voru svona í rólegri kantinum, matur með mömmu pabba elfu og rabba heima í fagra, lagði mig svo frá kl. 21 til 23, og missti því af skaupinu en skilst ég hafi ekki misst af miklu, síðan bara horft á flugeldana og þetta venjulega, maggi kom síðan ofan af skaga um kl. 2 og fórum við þá til sveinborgar í partý og var það bara fínt en við vorum svo komin heim bara um 5.
svo er það bara vinnan á morgun, síðasta vikan í báðum vinnum væntanlega og 3 víkur i nýja sjáland, þetta er allt að gerast og maður verður spenntari með hverjum deginum.
hallbera og smári fóru til noregs í dag og vonandi förum við helga sys til þeirra í heimsókn um 15 jan.
jæja, meira seinna....;)

Engin ummæli: