16.12.03

halló halló vinir nær og fjær!!!
jæja, þá eru hallbera og smári komin heim loksins, ég mamma og aron fórum að sækja þau á föstudaginn og voða gaman að sjá þau loksins. á föstudagskvöld fór ég síðan á stúdentakjallarann og hitti sveinborgu þar en þar voru hod (helgi omar davið) að spila og var það mjög gaman (davíð er vinur hans magga) og maggi kom náttlega þangað þegar hann var búinn að vinna. laugardagurinn var svo íþróttadagurinn!! eða ég hallbera og aron skelltum okkur í klifurhúsið og svo í sund á eftir. síðan fór öll fjölskyldan (nema helga, þarf að læra) í smáralindin að sjá kókakóla lestin, svaka stemning!!!
svo var náttlega bara spilað á laugardagskvöld nýja spilið sem hallbera og smári komu með frá norge en er reyndar til í elko núna og heitir kanton minnir mig, mjög skemmtilegt spil!!!
ég sunnudag var ég mætt í fagra kl. 10 og þá var drifið í laufabrauðskeyrslu... 70 kökur á tveim tímum eða svo... nokkuð dugleg öll saman. ég hallbera og smári fórum síðan í klifurhúsið aftur og var það mjög gaman, maður sér framfarir í hvert skipti sem maður fer. svo fór ég bara heim og lagði mig í smá stund og tók svo til sem ég var víst búin að lofa.
annars er lítið að gerast, bara vinna, sofa, ræktin og þetta venjulega, allt að vera klárt fyrir nýja sjáland og spennan eykst með hverjum deginum!!!
bið að heilsa í bili og endilega skrifið nú í gestabókina fyrir mig!!!
kveðja...

Engin ummæli: