30.6.04

tíminn líður hratt á gervihnatta öld....
það er alltaf að sanna sig betur og betur en núna eru mamma og pabbi farin frá okkur, búin að vera hjá mér í 3 vikur heilar og tíminn ekkert smá fljótur að líða alltaf þegar það er gaman hjá manni!!
það sem er búið að gerast hjá okkur síðan síðast... vorum hérna í nelson frá laugardegi fram á föstudag og á sunnudag fórum við í bjórsmökkun hjá bjórframleiðanda hérna í nelson, á mánudag fórum við á sjókayak með fleiri krökkum úr skólanum um abel tasman national park, mjög gaman, vorum tvö og tvö saman í kayak, ég og pabbi og mamma og maggi og þeim fannst þetta alveg æðislegt, mamma hafði miklar áhyggjur af þessi fyrst því hún hélt hún ætti að vera ein í bát en þegar við komumst að því að við yrðum tvö saman var það allt í góðu, fengum fínt veður smá rigningu og rok en ekkert til að hafa áhyggjur af, svo strönduðu mamma og maggi og mamma þurfti að draga bátinn að landi og datt reyndar smá í sjóinn líka en hins vegar blotnaði pabbi ekki neitt, ekki einu sinni á fótunum!!! á þriðjudag var farið í göngutúr upp á miðjuna á nýja sjálandi og um nelson líka smá, miðvikudag fórum við í annan göngutúr í um 3 klst og voru sumir ekki alveg að meika það og var veðrið alveg æðislegt þá, reyndar fínt veður alla daga en mjög kalt á nóttunni, sérstaklega hjá okkur magga þar sem húsið sem við búin í er frekar lélegt; á miðvikudagskvöld fórum við líka út að borða á voða fínan veitingastað hérna í nelson því matgæðingarnir frá íslandi vildu prófa nz lambakjöt og stóðst það ekki væntingar, allavega ekki í þetta skiptið!!! á fimmtudag fórum svo í vínsmökkun um vínhéraðið hérna í nelson, en vínið héðan er víst mjög gott og þekkt. fórum í bjórinn aftur og svo á fjóra vínagarða og fengum að smakka fullt af rauðvíni, hvítivíni og sætvíni og var það bara alveg meiriháttar!!! á föstudag þurfti svo að fara með bílinn í smurningu og ætluðum við að það myndi taka 2 tíma en nei auðvitað þurfti bílamaðurinn að finna eitthvað meira að bílnum sem þurfti nauðsynlega að gera við þannig að við komumst ekki af stað frá nelson fyrr en um 4.30 ætluðum að leggja af stað kl. 12.00 en það var svo sem allt í lagi því næsti áfangastaður reyndist mun nær en fararstjórinn hafi áætlað. við vorum því komin til kaikoura kl. 9 á föstudagskvöldi, röltum um bæinn þar og fengum okkur langþráðan subway!!!
laugardagurinn var alveg meiriháttar, um 20 stiga hiti og við í göngutúr í um 5 klst. fórum að heimsækja seli sem búa þarna við ströndina en þessi bær gerir út á hvalaskoðanir og höfruna og seli og pínu hákarla líka. við sáum um 10 seli liggjandi í leti í sólbaði á stöndinni, voða gaman. svo var farið út að borða um kvöldið og við maggi fengum okkur crayfish eða risahumar sem var bara alveg ágætur, reydnar dáltið grófur og þurr fyrir okkar smekk miðað við þann íslenska, alltaf það besta heima, hver kannast ekki við það.
sunnudag keyrðum við upp til hanmer spring sem er með svona náttúrulegar laugar eitthvað, alveg ágætt en mátti alveg sleppa, ekkert bláa lón allavega. og svo fórum við til christchurch eftir það. mánudagurinn fór í að kaupa það sem átti eftir að kaupa, gjafir og svona eitthvað fallegt handa umboðsmönnunum heima (en helga sys seldi fagrahjallann á meðan mamma og pabbi voru hérna) og svo fórum við aftur út að borða um kvöldið á mjög skemmtilegan ítalskan veitingastað, allir mjög ánægðir þar!!!
þriðjudagur, keyrðum mömmu og pabba út á flugvöll og kvöddum þau og héldu þau í 10 klst flug til singapore ætla að gista þar í 2 nætur og svo þaðan til london og svo heim. við maggi héldum förinni áfram, fórum aftur í verslunarleiðangur þar sem maggi fann sér snjóbretti og fjárfesti í einu slíku. eftir það keyrðum við þvert yfir landið, frá austurströndinni yfir á vestari ströndina í gegnum öll helstu skíðasvæði landsins og komum við á skíða lodge þar sem við munum gista þegar snjóbrettakúrsinn verður. þar hittum við fyrir eigendurna og athuguðum hvort möguleiki væri á vinnu fyrir okkur þar til að fá ódýrari gistingu og svona og var það bara hið minnsta mál, maggi verður væntanlega byrjaður að kokka fyrir nýsjálendinga um næstu helgi og ég farin að aðstoða hann kannski eða afgreiða bjór eða eitthvað skemmtilegt, þannig að við erum að flytja frá nelson hið fyrsta eiginlega bara og verðum með base í suðurölpum nýjasjálands næstu 2-3 mánuðina allavega!!!
svo keyrðum við bara áfram til nelson og vorum komin þangað um 23 á þriðjudagskvöld.
þannig að lífið leikur bara við okkur hérna megin og vonum náttlega það sama fyrir ykkar allra hönd!!!!
biðjum bara að heilsa í bili og vonum að allir hafi komið heilir heim eftir hvassviðri og rigningu síðustu helgar!!!!
meira seinna!!!
Elsa

22.6.04

halló halló kæru vinir nær og fjær!!!
ég er búin að sitja hérna við tölvuna í rúman klukkutíma og fylgjast með magga skrifa ferðasöguna á bloggið sitt og núna erum við orðin svo svöng enda kominn tími á næstu máltíð, varla búin að borða neitt í marga daga, NOT!!!
þið getið kíkt á ferðasöguna á bloggið hans, hún er þar í smáatriðum, gleymdi að segja frá öllu átinu og okkar og drykkjunni held ég en það er sko búið að vera nóg um það!!!
jæja, ég skrifa meira seinna og vona að allir hafi það gott í blíðunni á íslandinu góða. setjum svo inn myndir vonandi einhvern tíman!!!
meira seinna elskurnar mínar!!!
Elsa og co.
ps. mamma og pabbi biðja náttlega að heilsa öllum líka og þeim líður alveg rosalega vel, eða svo segja þau allavega!!!;)

16.6.04

hallo hallo
bara ad lata ad vitd erum sko a lifi herna a sudurhluta jardar!!!
mamma, pabbi og maggi lentu i auckland eins og til stod a rettum tima og allt gekkk rosalega vel hja teim.
buin ad eyda nuna yndislegri viku i kyrrahafinu i sumar og sol 30 stiga hita a daginn og rigningu a nottunni, mikid hvilt sig tar skal eg segja ykkur, enda veitti vist ekki sumum af!!! komum svo aftur til nz a sunnudagaskvold, logdum af stad fra rarotonga a laugardagskvoldi flugum i 4klst og lentum i nz a sunnudagskvoldi, dalitid skondin tar sem madur fer yfir daglinuna tarna i kyrrahafinu, ta er 22 klst munur a nz og raro. erum nuna ad runta um nordur eyjuna, skoda hitt og tetta sem okkur finnst merkilegt, eda ekki. buin ad vera mjog heppin med vedur herna, sol og blida to tad se i raun ad koma vetur herna. erum nuna i rotorua sem er svona hvera baer eins og hveragerdi pinulitid og svo lika stor votn i kring og voda gaman.
jaeja, ekki meira i bili...
bid ad heilsa og endilega latid heyra i ykkur!!
ja og, GLEDILEGAN TJODHATIDARDAG A MORGUN!!!!
kaer kvedja, Elsa

3.6.04

halló kæru vinir.
bara að kasta á ykkur smá kveðju þar sem ég er bara í leti og ekkert að gerast. skólinn alveg að verða búin i bili. erum núna að fræðast um eldamennsku in the outdoors, dálítið asnalegt að vera í því núna þegar við erum nú þegar búin að vera í 3 kúrsum og í flesum þeirra höfum við þurft að vera að elda utandyra, dálítið seint sem sagt, en hvað um það, við fáum fullt að borða frítt og prófa ýmislegt nýtt, ekki hægt að kvarta yfir ókeypis mat!!!
aðrar fréttir litlar, fórum ekki á hestbak í gær þar sem lína var eitthvað slöpp, kannski förum við í dag, spurning. jú og svo hringdi hún kristbjörg vinkona mín í mig í morgun, kl. 7, og var það mjög gaman, alltaf gaman að heyra kunnuglegar raddir!! takk fyrir það kristbjörg mín!!!
jæja, kveð að sinni...
Elsa

1.6.04

Jæja nú hef ég fréttir.. ekkert ógurlega merkilegar en samt, fór með henni Línu minni á hestabak í dag (fékk líka að fara með henni á laugardaginn en það var merkilegra í dag) og þar sem hestarnir þarna eru notaðir undir túrista og ekki mikið um þá þessa dagana þá var settur undir mig foli sem hefur ekki verið notaður í viku og var hann því frekar sprækur. þetta gekk nú vel til að byrja með og við fórum og brokk og allt í góðu nema allt í einu fer lína fram úr mér og minn tekur á rás og endar með því að ég dett náttlega af baki, hélst reyndar alveg á í smá tíma en maður verður nú smá smeikur og stressaður og svona, en ég lendi bara á rassinum og meiddi mig ekki neitt þannig að það var gott. lína náði svo honum percy aftur og þegar ég var á röltinu fattaði ég að það var komið stærðar gat á rassinn á buxunum mínum!!!:( og það fannst mér ekkert gaman, og svo þegar ég fór á bak á honum aftur stækkaði það ennþá meira þannig að ég held að ég noti þær ekkert aftur!! eftir þetta var hann nú mjög góður folinn og bara rölti og brokkaði í rólegheitum og við komumst heim heilar á húfi, nema hvað að þegar ég var að taka af honum hnakkinn þá er konan á bænum eitthvað að fara á bílnum rétt hjá okkur og percy verður eitthvað hræddur og stígur ofan á löbbina á mér!!:( og það var vont!!! núna sit ég sem sagt með gat á rassinum og marða löbb og litla tá!!! en ég get nú alveg labbað það er ekki svo alvarlegt, en við ætlum að fara aftur á morgun og vonandi í lengri túr og þá skulum við sjá hversu góður/vondur hann verður við mig!!!
annað bara gott að frétta, bílinn gengur rosalega vel, ég geng þokkalega vel líka, búin að vera á skyndihjálp núna í tvo daga, alltaf gott að rifja hana upp, helgin var líka fín, partýið á föstudaginn var fínt, chris farinn :( og annað ekki svo merkilegt.
maggi, mamma og pabbi alveg að koma og er mér farið að hlakka ansi mikið til, tek ferjun á milli norður og suðureyjanna kl. 5.30 á laugardagsmorgun og verð komin til wellington um 8.30 og þá verður bara brunað til auckland, ekki alveg viss hversu margir km það eru en þeir eru nokkrir, kannski sovna 1200 og svo lenda þau klukkan 10.30 cirka á sunnudagsmorgun og þá verður mín mætt til að taka á móti þeim og fara með þau beint á hótel þar sem þau geta sofið!!!
ekki meira í bili...
kv. Elsa

ps. mamma og pabbi áttu jú 33 ára brúðkaupsafmæli 30 maí, til hamingju með það og hún hrefna frænka átti líka afmæli þá, til hamingju hrefna!!!