tíminn líður hratt á gervihnatta öld....
það er alltaf að sanna sig betur og betur en núna eru mamma og pabbi farin frá okkur, búin að vera hjá mér í 3 vikur heilar og tíminn ekkert smá fljótur að líða alltaf þegar það er gaman hjá manni!!
það sem er búið að gerast hjá okkur síðan síðast... vorum hérna í nelson frá laugardegi fram á föstudag og á sunnudag fórum við í bjórsmökkun hjá bjórframleiðanda hérna í nelson, á mánudag fórum við á sjókayak með fleiri krökkum úr skólanum um abel tasman national park, mjög gaman, vorum tvö og tvö saman í kayak, ég og pabbi og mamma og maggi og þeim fannst þetta alveg æðislegt, mamma hafði miklar áhyggjur af þessi fyrst því hún hélt hún ætti að vera ein í bát en þegar við komumst að því að við yrðum tvö saman var það allt í góðu, fengum fínt veður smá rigningu og rok en ekkert til að hafa áhyggjur af, svo strönduðu mamma og maggi og mamma þurfti að draga bátinn að landi og datt reyndar smá í sjóinn líka en hins vegar blotnaði pabbi ekki neitt, ekki einu sinni á fótunum!!! á þriðjudag var farið í göngutúr upp á miðjuna á nýja sjálandi og um nelson líka smá, miðvikudag fórum við í annan göngutúr í um 3 klst og voru sumir ekki alveg að meika það og var veðrið alveg æðislegt þá, reyndar fínt veður alla daga en mjög kalt á nóttunni, sérstaklega hjá okkur magga þar sem húsið sem við búin í er frekar lélegt; á miðvikudagskvöld fórum við líka út að borða á voða fínan veitingastað hérna í nelson því matgæðingarnir frá íslandi vildu prófa nz lambakjöt og stóðst það ekki væntingar, allavega ekki í þetta skiptið!!! á fimmtudag fórum svo í vínsmökkun um vínhéraðið hérna í nelson, en vínið héðan er víst mjög gott og þekkt. fórum í bjórinn aftur og svo á fjóra vínagarða og fengum að smakka fullt af rauðvíni, hvítivíni og sætvíni og var það bara alveg meiriháttar!!! á föstudag þurfti svo að fara með bílinn í smurningu og ætluðum við að það myndi taka 2 tíma en nei auðvitað þurfti bílamaðurinn að finna eitthvað meira að bílnum sem þurfti nauðsynlega að gera við þannig að við komumst ekki af stað frá nelson fyrr en um 4.30 ætluðum að leggja af stað kl. 12.00 en það var svo sem allt í lagi því næsti áfangastaður reyndist mun nær en fararstjórinn hafi áætlað. við vorum því komin til kaikoura kl. 9 á föstudagskvöldi, röltum um bæinn þar og fengum okkur langþráðan subway!!!
laugardagurinn var alveg meiriháttar, um 20 stiga hiti og við í göngutúr í um 5 klst. fórum að heimsækja seli sem búa þarna við ströndina en þessi bær gerir út á hvalaskoðanir og höfruna og seli og pínu hákarla líka. við sáum um 10 seli liggjandi í leti í sólbaði á stöndinni, voða gaman. svo var farið út að borða um kvöldið og við maggi fengum okkur crayfish eða risahumar sem var bara alveg ágætur, reydnar dáltið grófur og þurr fyrir okkar smekk miðað við þann íslenska, alltaf það besta heima, hver kannast ekki við það.
sunnudag keyrðum við upp til hanmer spring sem er með svona náttúrulegar laugar eitthvað, alveg ágætt en mátti alveg sleppa, ekkert bláa lón allavega. og svo fórum við til christchurch eftir það. mánudagurinn fór í að kaupa það sem átti eftir að kaupa, gjafir og svona eitthvað fallegt handa umboðsmönnunum heima (en helga sys seldi fagrahjallann á meðan mamma og pabbi voru hérna) og svo fórum við aftur út að borða um kvöldið á mjög skemmtilegan ítalskan veitingastað, allir mjög ánægðir þar!!!
þriðjudagur, keyrðum mömmu og pabba út á flugvöll og kvöddum þau og héldu þau í 10 klst flug til singapore ætla að gista þar í 2 nætur og svo þaðan til london og svo heim. við maggi héldum förinni áfram, fórum aftur í verslunarleiðangur þar sem maggi fann sér snjóbretti og fjárfesti í einu slíku. eftir það keyrðum við þvert yfir landið, frá austurströndinni yfir á vestari ströndina í gegnum öll helstu skíðasvæði landsins og komum við á skíða lodge þar sem við munum gista þegar snjóbrettakúrsinn verður. þar hittum við fyrir eigendurna og athuguðum hvort möguleiki væri á vinnu fyrir okkur þar til að fá ódýrari gistingu og svona og var það bara hið minnsta mál, maggi verður væntanlega byrjaður að kokka fyrir nýsjálendinga um næstu helgi og ég farin að aðstoða hann kannski eða afgreiða bjór eða eitthvað skemmtilegt, þannig að við erum að flytja frá nelson hið fyrsta eiginlega bara og verðum með base í suðurölpum nýjasjálands næstu 2-3 mánuðina allavega!!!
svo keyrðum við bara áfram til nelson og vorum komin þangað um 23 á þriðjudagskvöld.
þannig að lífið leikur bara við okkur hérna megin og vonum náttlega það sama fyrir ykkar allra hönd!!!!
biðjum bara að heilsa í bili og vonum að allir hafi komið heilir heim eftir hvassviðri og rigningu síðustu helgar!!!!
meira seinna!!!
Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli