13.7.04

Hallo halló allir saman.

Loksins lætur maður aðeins heyra frá sér. Af okkur hérna hinum megin er hins vegar allt bara það fínasta að frétta, núna erum við stödd í Ný Sjálensku Suður Ölpunum á stað sem heitir Flock Hill Lodge og er það rétt hjá Arthurs Pass (ef þið viljið skoða á korti). Flock Hill Lodge er svona gistiheimili eða hérna eru 5 sumarhús (hvert tekur um 6-12 manns í gistingu) og svo svefnpoka aðstaða fyrir 40 manns. Hérna er líka smá veitingahús. Við erum búin að vera hérna í viku og líkar alveg rosalega vel, Maggi er búin að vera að kokka öll kvöld og svo erum við búin að vera að þrífa aðeins undan túristunum líka. Fyrir þessa vinnu fáum við fría gistingu og mat svo lengi sem við vinnum allavega í 20 tíma (saman) á viku og allir umframtímar fáum við borgað fyrir. Þar sem þetta er mun meira eldamennska hefur Maggi minn tekið á sig mesta vinnuna en þegar það er lítið að gera þar er óþarfi fyrir mig að vera þar en svo þegar það er meira að gera hjálpa ég nú aðeins til. Fólkið sem á þetta allt saman er alveg yndislegt og vill hreinlega allt fyrir okkur gera mætti segja, við megum gjörsamlega borða það sem við viljum, og ef það er eitthvað sem okkur langar í og það er ekki til panta þau það bara fyrir okkur (eða hafa sagt ætla að gera það ef það er eitthvað..). Svo náttlega erum við í miðjum ölpunum sem þýðir að það er um 10-20 mín akstur í minnst 5 flott skíðasvæði. Það er búið að snjó einu sinni síðan við komum hingað og þá loksins opnuðu skíðasvæðin og var það í síðustu viku, síðan þá er bara búin að vera sól og blíða en samt alveg við frostmark þannig að snjórinn er hérna ennþá. Hérna sem við búum er í 600 metrum yfir sjávarmáli þannig að það snjóaði líka hérna smá og svo er væntanlegur meiri snjór á morgun segja þeir!!! Við vonum náttlega það besta!!!
Ég er búin að fara að renna mér fjórum sinnum og er alveg að bæta mig helling á brettinu, meira að segja byrjuð að hoppa smá!!J Málið er að ég á season passa á eitt svæði en maggi á passa á 8 svæði þannig að það er frekar leiðinlegt að ég geti bara farið á eitt en hann öll nema þurfa að borga aukalega fyrir það, en þegar maður er farin að verða betri förum við örugglega að kanna hin svæðin betur. Svo þekkja hjónin hérna sem við vinnum hjá alla þannig að spurning hvort maður fái einhverja díla!!!
Annars líður okkur bara super vel og njótum lífsins til fullnustu, vonumst eftir sem mestum snjó meðan þið bíðið eftir sólinni!!!
Já og svo átti Maggi minn afmæli á laugardaginn síðasta og var náttlega haldið uppá það, eða hann bakaði köku handa okkur hinum sem var alveg frekar góð, takk lína!!! Já og svo líka að þá ef ekkert gsm samband hérna hjá okkur nema í um 30 mín akstursfjarlægð þannig að ef þið viljið hringja eða senda sms gengur það ekki, sorrí!!!
Jæja, bið að heilsa í sumarið á íslandi og hlakka til að fá fréttir af því sem er að gerast.. hvar verður fjörið um verslunarmannahelgina og svona!!!;)
Hilsen, from down under, Elsa

Engin ummæli: