Jæja jæja, dáltið langt síðan síðast en það hafa ekki margir kvartað þannig að ég var ekkert að hafa neinar áhyggjur af þessu, vona að það séu ennþá einhverjir sem kíkja hérna inn á síðuna mína, annars væri þetta allt saman bara algjör tímasóun en við skulum ekki vera að velta okkur uppúr því!!!
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarinn mánuð eða frá því að mamma og pabbi og fóru og við fluttum frá Nelson. Kannski ekkert stórmerkilegt gerst sem er bara gott okkur leiðist allavega ekki hérna og líður bara súpervel saman á ný!!
Við erum sem sagt flutt í suðuralpana þar sem snjóbretta kúrsarnir mínir fara fram. Fyrri kúrsinn minn er byrjaður fyrir 2 vikum síðan þannig að maggi sér um mesta vinnuna með ég er í skólanum að renna mér á snjóbretti!!:)
Veðrið hérna er bara fínt, ég hélt það myndi verða kaldara en það er þannig að það er bara fínt, annaðhvort er bara sól og blíða og um 5-10 stiga hiti eða skýjað og rigning eða snjókoma; það er bara nánast aldrei vindur hérna og er ég bara nokkuð sátt með það. Það er hins vegar frekar kalt á nóttunni hjá okkur þar sem kyndingin hérna er frekar léleg, bara einn arinn í stofunni í húsinu okkar og svo einn hitablásari í herberginu okkar og svo auðvitað hitateppið sem virkar fínt!!! Við lentum í smá vandræðum þegar átti að fara að kveikja upp í arninu því hvorugt okkar hafði kveikt eld áður og fólkið hérna var alveg gáttað á þessu að við frá Íslandi kynnum ekki að kveikja upp í arninum, en maggi æfir sig núna á hverju kvöldi og eru útkomurnar misjafnar hjá honum!!! Í 3 vikna fríinu okkar hérna vorum við nokkuð dugleg að renna okkur og í framhaldi af því bað ég kennarana mína um að fá að færa mig upp í hærra level á snjóbretta kúrs og var það ekkert mál, þannig að ég er ekki í byrjenda æfingu núna enda hafði það verið alveg tilgangslaust og við erum líka á öðru skíðasvæði heldur en byrjendurnir og er það bara gaman. Svæðið sem ég er á núna er ekkert troðið og þar eru 3 lyftur, ekkert meira og engar venjulegar lyftur heldur sér nýsjálenskar lyftur sem kallast rope tow (reipitog) og er nokkur kúnst að nota þær, sérstaklega fyrir snjóbretta fólk og tók mig alveg nokkra daga að ná því. Mér fer fram á hverjum degi finnst mér og er það bara gaman, maggi reynir svo að koma eins oft og hann getur en hann reynir líka að vinna eins mikið svo við þurfum ekki að borga eins mikið fyrir gistinguna okkar érna, bara vesen að það er kominn annar kokkur á svæðið þannig að það er ekki eins mikil vinna fyrir hann og svo er dóttir fólksins líka komin úr evrópureisunni sinni (sem átti að standa í 3 mánuði en hún entist bara í 1!!) þannig að hún er farin að þrífa og svona líka þannig að það er ennþá minna fyrir okkur!!!
Helgarnar eru bara frekar rólegar hjá okkur, reynum að fara að renna okkur saman eða fara til christchurch ef það vantar eitthvað, fórum t.d. þangað síðasta mánudag og fengum framlengingu á visitor visanu fyrir magga þannig að núna má hann vera hérna alveg fram í mars 05 en ég má reyndar bara vera hérna fram í des 04!!! Svo byrjaði að snjóa í fjöllunum hérna aðfaranótt föstudags og snjóaði allan föstudaginn og á var ég í kúrsinum þannig að ég náði nokkrum ferðum í púðrinu og svo ætlðum við að fara að renna okkur í morgun, laugardag, en þá voru bara öll svæðin lokuðu því það var ennþá snjókoma og allt á kafi bara og ekki hægt að opna neitt þannig að við fórum bara til christchurch aftur því við fréttum að það ætti að vera einhvað rail session dæmii þar og þegar við komum þangað átti það ekki að byrja fyrr en kl 5.30 og nenntum við ekki að bíða eftir því og þurfa svo að keyra til baka í myrkrinu þannig að maggi keypti sér bara windstopper í staðinn og svo fórum við bara heim og okkur sýnidst að það væri ennþá bara snjókoma í fjöllunum þegar við keyrpum hjá þannig að vonandi verður allt opið á morgun þannig að við getum farið að renna okkur í ferskum snjó!!:D
Í síðustu viku snjóaði slatta líka eða um 25cm og ég hafði aldrei rennt mér í öðru heldur en troðnu þannig að ég kunni ekkert á allt þetta púður og komst eiginlega ekkert áfram, en fékk svo smá kennslu í þessu þannig að ég er orðin mun betri núna!! Annars felst kúrsinn minn núna mikið út á snjóflóð og snjóflóðahættu og svo backcountry riding og þurfum við alltaf að bera snjóflóðaýli og gerum æfingar með þá og snjóflóðastangir og svo væntanlega förum við í einhverja göngu í næstu viku og við stað til að meta snjóflóðahættu og rennum okkur svo ef allt er í góðu!
Í dag þegar við vorum í chch sá ég auglýsingu um nikita session hérna í nz!! Þrjár keppnir um landið, dáltið fyndið en mér skilst að ein stelpan í nikita teaminu sé víst héðan frá nz??!!!
Og svo allt í einu fékk ég eina spurningu um daginn af því að alltaf þegar ég segi að ég sé frá íslandi þá kemur “er ekki ísland grænt og grænland ís??” jú jú mikið rétt og svo hvað ertu þá... icelandic.... en hvað eru grænlendingar þá.... greenish... greenlandic... eða bara danish... við maggi vorum mikið að spá í þetta í dag, getur einhver svarað þessu???
Já svo eru það árnaðaróskir.... Elli og Þórey (vinir Hallberu og Smára) eignuðustu tvíburar stráka (11 og 12 merkur) 22 júlí, til hamingju með það þórey og elli ef þið hafið tíma til að kíkja hérna og sjá þetta!!! Efast stórlega um það en þið getið kíkt á myndir af þeim á elli.is, algjörar rúsínur!!! Svo á hún sveinborg mín afmæli í dag 8 ágúst, til hamingju með það stóra stelpa!!!;) og svo á hún kristbjörg vinkona mín afmæli 10 ágúst og til hamingju með það kristbjörg mín!!!
Jæja, ég geri ráð fyrir að allir séu að undirbúa sig undir skólabyrjun núna og bara skemmtið ykkur vel í því öllu saman, en við héðan down under biðjum bara að heilsa í bili... Þangað til næst!!!
Elsa og Maggi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli