8.12.03

jæja, ég held það sé komin tími á smá innlegg..
síðan síðast þá er ég búin að fara norður í land og var það alveg meiriháttar, ég og maggi brunuðum norður og vorum komin í húsið um kl. 1 aðfaranótt laugardags. þetta er alveg meiriháttar hús, allt saman nýtt þar, rosa stórt og bara æði, allar græjur, það eina sem klikkað var að það var frosið í lögnunum fyrir pottinn þannig að við komumst ekki í hann. á laugardaginn fórum við svo inná húsavík (þar býr þröstur) og fylgdumst með þegar kveikt var á jólatrénu þar og dansað og sungið, svaka stuð. veðrið var fínt allan tímin, reyndar dálítil hálka á leiðinni og smá svona skafrenningur en ekkert alvarlegt. svo grilluðum við kjúkling á laukvöld með þresti og co en þau gisti svo hjá okkur um nóttin... svo var bara leti fram eftir degi á sunnudag, kíktum við hjá hrefnu frænku á akureyri á leiðinni í gegn þar og fengum að sjá nýjast fjölskyldumeðliminn, óskírður strákur rosa sætur og myndarlegur, og svo bara sofanði hann í fanginu á mér!!!:) en það klingja nú samt engar bjöllur hjá mér eins og hjá sumum!!!
vikan leið svo bara eins og venjulega, ekkert sérstakt sem ég man eftir nema jú skvassið með hugrúnu sem er orðið vikulegt stefnumót hjá okkur... á fimmtudag fór ég svo til london til að vera viðstödd jólapartý á skrifstofunni sem ég vinn fyrir þarna í london, föstudagurinn fór í smá búðaráp og svo var partýið um kvöldið á hótel í epsom sem er frekar sunnarlega í london, þetta var ágætispartý, þemað var eitthvað kvikmynda og mættu nánast allir í búning sem mér finnst mjög ótrúlegt... á laugardaginn fór ég uppí bæ til að kaupa mér flugmiða til nýja sjálands.. og já það tókst, flýg sem sagt frá london gatwick mánudaginn 26 janúar 2004 og á núna opinn ársmiða, þannig að ég veit ekki alveg hvenær ég kem aftur í lok árs 2004, ef ég kem það er að segja. svo ákvað ég að fara að rölta í kensington sem er mikil verslunargata og frekar dýrt dæmi, en ég varð nú ekki fyrir vonbrigðum þar, fann 3 útivistarbúðir sem ég er búin að vera að leita að mikið þarna og loksins loksins... fundnar!!!
þarna var heilmikið úrval af göngu, klifur, bretta og skíða græjum og tók ég með mér bækling þannig að hægt sé að bera saman verð og gæði miðað við það sem er til hérna heima. ég gerði svo bara ekkert á laugardagskvöld nema horfa á tv. kom svo heim á sunnudagskvöld og var það bara alveg ágætt.
núna erum við á fullu að skreyta og svona hérna á flókagötunni og gera allt tilbúið fyrir lætin og gengur það bara vel hjá honum magga mínum!!!
jæja, farin....
hasta luego!!!

Engin ummæli: