27.11.03

Núna er sko gaman... var að koma úr bláfjöllum, þar er bara búið að opna lyfturnar, ekki allar reyndar en einhverjar. við komum þangað 4 píur saman um kl. 20 en þá var akkúrat verið að loka lyftunum í suðurgilinu en við náðum barnalyftunni einu sinni upp og rendum okkur niður og þá voru bara allir farnir og ljósin voru slökkt. þannig að það varð dálítið dimmt, en við röltum samt upp nokkrum sinnum og renndum okkur nokkrar ferðir... mjög gaman, endilega allir sem mögulega geta, skellið ykkur í bláfjöllin um helgina, á víst að vera opið á laugardag, ef það byrjar ekki að rigna á morgun, þ.e.a.s.
annars er vikan hjá mér bara búin að líða frekar hratt, skellti mér í skvass í gær með hugrúnu, það var mjög gaman, hef ekki gert það áður, núna er það bara að æfa snerpuna og maður bara kominn í gírinn...
ég og maggi ætlum að skella okkur norður á morgun og vera þar fram á sunnudag, vinnan mín á sumarhús í aðaldalnum og ætlum við þangað og vona ég að það verði bara mjög afslappandi og gaman...
spáð snjókomu skilst mér fyrir norðan og kólnandi en það er svo sem ekkert verra.
jæja, bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir og þið vitið að það er fyrsti í aðventu á sunnudaginn, já ótrúlegt en satt hvað þessi blessaði tími er fljótur að líða!!!
þangað til næst....
Elsa

Engin ummæli: