23.11.03

Góða kvöldið kæru vinir...
Hér sit ég við tölvuna á sunnudagskvöldi og hef ekkert betra að gera, eða bara nenni ekki að gera neitt annað, enda fæ ég líka svo lítið að vera við tölvu þessa dagana sökum vinnugleði.
Bakrísvinnan mín gengur bara alveg rosa vel og finnst mér þetta alveg svakalega gaman, kannski ekki framtíðarstarf en skemmtilegt samt enda finnst mér svo gaman að mat!!;)
Helgin var bara mjög rólega hjá mér, á föstudag var ég að vinna frá 5.45 um morguninn til kl. 20.30 um kvöldið þannig að mín var dáltið þreytt eftir daginn og ekki mikið gert um kvöldið... aðeins horft á sjónvarp en ekki mikið meira. það var smá kveðjuhóf í vinnunni hjá bílaleigunni þar sem einn var að hætta og er að fara til bandaríkjanna í skóla, ég kíktið náttlega þangað en það var bara til að fá mér smá að borða þar semég var frekar svöng, en ég mætti að sjálfsögðu of seint og allt það besta búið!! :( á laugardaginn fékk ég loksins að sofa út!! og var það mjög gott.. vaknaði um 11.30 og dreif mig á fætur og skellti mér í ræktina en ég var nú ekki búin að segja ykkur frá strengjunum sem ég fékk í magann eftir síðustu ræktar ferð, þær voru sko rosalegar, gat varla hreyft mig í heilan dag vegna verkja, þannig að passið ykkur að taka ekki of mikið á ef þið eruð ekki búin að vera duglega að fara í ræktina í langan tíma. eftir ræktina skutlaðist ég eina ferð í kef á met tíma held ég bara, alltaf gama í kef skal ég segja ykkur!!!
svo var það bara vesturbergið og elduðum við sirrý okkur mat saman og horfðum á sjónvarp og borðuðum allt kvöldið, frekar kósí bara hjá okkur.
sunnudagurinn var bara svipaður og laugardagurinn nema ég fór í klifurhúsið í staðinn fyrir ræktina og gekk það heldur betur í þetta skiptið heldur en síðast. ég og sveinborg vorum þarna í miklum ham og mikill keppnishugur í okkur... en okkur tókst ekki að klára leiðina sem við vorum að reyna við en við tökum hana bara næst, æfingin skapar meistarann þið vitið.
Fyrir þau ykkar sem ekki vitið nú þegar þá er ég að fara til nýja sjálands í janúar og ætla að vera þar við "nám" í eitt ár. ég verð í stað sem heitir nelson og er norðarlega á suður eyjunni, ef þið vitið hvernig nz lítur út, og námið heitir adventure tourism og byggist aðallega á því að vera úti í náttúrnni og leika sér, hika, klifra, rafta, snjóbrettast og fleira í þeim dúr, ekki leiðinlegt það held ég.
ég ætla hins vegar að byrja á því að fara í heimsókn til hallberu og smára í noregi áður en ég fer til nz, en við ætlum sama í skíðaferð 19 til 24 jan til hemsdalen sem er eitt flottasta skíðasvæði norðmanna og hlakkar mig mikið til og ef einhvern langar að koma með þá bara endilega látið heyra í ykkur, erum búin að reikna út að þetta yrði ca. 50.000 með flugi og alles, það er nú ekkert rosalegt held ég!!!
jæja, bið að heilsa í bili.. og endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið eitthvað fram að færa eða ekki.... bara að segja hæ, það skiptir öllu!!
hasta luego!!!

Engin ummæli: