ok, fyrir þau ykkar sem ekki eruð á fróni þá bara smá upplýsingar til ykkar, hérna er enginn snjór, hvorki í fjöllum né fjörðum, aðeins á þeim stöðum þar sem hann á að vera, bara rigning og meiri rigning og um það bil 10 stiga hiti hvern dag... það snjóaði smá í síðustu viku í einn dag og þá var um -2 stiga frost en snjórinn var að sjálfsögðu allur farinn daginn eftir!! þannig virkar þetta víst hérna!!!
helgin hjá mér var nú frekar róleg.... ég ætlaði að vera voða duglega og fara þarna í bláfjöll á skyndihjálp eins og ég var búin að lýsa yfir en svo þegar ég vaknaði á laugardagsmorgun þá bara nennti ég því ekki.. þannig að ég lá bara í leti fram eftir degi, eldaði mér smá kvöldmat, æfði mig svo að taka practice test í toefl af því að ég er að fara í það á laugardaginn næsta (alþjóðlegt staðlað ensku próf fyrir þá sem ekki vita) og svo fór ég reyndar uppí bláfjöll um miðnætti... svaf þar í nokkra tíma í ruggandi skálanum því það var alveg brjálað rok og geggjuð þoka líka!!! svo átti að vera æfing fyrir nemendurna um morguninn og ég átti að vera sjúklingur ásamt fleirum og æfingin átti að vera úti, en þar sem það var svo mikið rok þá var ákveðið að hafa hana inni... æfing var keyrð 2x því þau voru svo mörg... ég var sem sagt "drepin" 2x mætti segja, en ég get þeim alveg séns, fyrsta æfing þeirra, þetta kemur vonandi bara hjá þeim!!!
sunnudaginn var ég áfram uppí bláfjöllum að aðstoða eitthvað smá þar...
á sunnudagskvöld bauð sveinborg mér svo í mat, afrískan pottrétt, sem hún lagaði að sjálfsögðu sjálf... 10 fyrir það!!! mjög góður matur og skemmtilegur gestgjafi!!!;)
annars er bara lítið í gangi.. bara vinna-borða-sofa...
svo eru reyndar alltaf fleiri að bætast i blogg hópinn, einn mjög skemmtilegur byrjaði allavega í gær og er kominn linkur á hann hérna til hliðar!!!
hilsen....;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli