3.11.03

góðan daginn...og helgin er búin.. en það er nú ekki stutt í þá næstu!!! bara 4 dagar!!!
mín var nú bara nokkuð góð... datt í'ða (einmitt það sem ég ætlaði ekki að gera) en það er bara stundum ekki hægt að standast fíknina!!!
á föstudagskvöld var sem sagt afmæli á kaffi reykjavík og við maggi fórum þangað saman.. þar var hlaðborð, ekkert rosa girnilegt en ágætt samt og svo hvítvín, rauðvín bjór og eitthvað sterkt sem fólk gat bara gengið í eins og það vildi!!! þarna voru saman komnir sem sagt félagar hennar sari hérna úr ferðabransanum á fróni og svo vinir hennar og vandamenn frá úglöndum. maður þekkti nú ekki marga fyrir utan þá sem maður hittir svona nánast á hverjum degi í vinnunni en þetta var nú bara nokkuð gott þrátt fyrir það... sumir voru svo þreyttari en aðrir og sumir fullari en aðrir en við vorum nú bara komin heim á frekar skikkanlegum tíma eða um 2....
grey maggi er nú ekkert rosalega vanur drykkjumaður og þurfti að stoppa taxann tvisvar á leiðinni heim fyrir hann!!!:s og ég ætlaði að vera voða góð kærasta og segja engum frá þessu en svo bara strax á laugardag var hann farin að segja öllum frá þessu voða stoltur eða eitthvað þannig að ég segi ykkur þetta bara líka!!!
laugardagurinn var nú bara búðaráp og svo "horft" á handboltaleik seinni partinn meðan maður undirbjó sig andlega undir næsta djamm!!!
það var haldið á ránargötu og byrjaði frekar rólega en svo fór að færast fjör í leikinn þegar bjórinn var að verða búin... þetta var sem sagt vinnupartý í nýju vinnunni minni, til að kveðja stelpuna sem ég er að taka við... og tony snillingur kom að sjálfsögðu með gjöf handa henni sem var hjartalöguð eða kannski meira svona rassakinnar og svo bara píka!!!
hann er svo sniðugur!!!
úr partýinu fórum við svo á þjóðleikhúskjallarann en meiri hlutinn af liðinu var um og undir tvítugu og einn þekkti einhvern í dyrunum þar þannig að allir þangað....
það var bara nokkuð gaman... mikið dansað og djammað fram eftir nóttu. svo kom maggi elsakn mín að sækja mig um 5 held ég að klukkan hafi verið og við uppí vesturberg að sofa!!!
sunnudagurinn var svo bara algjör letidagur... ekkert merkilegt við það!!!
í dag hins vegar gerðust undur og stórmerki.. Elsa Gunnarsdóttir ákvað að þrífa bílinn sinn.. en henni til mikils ama setti hún tjöruhreinsir á hann sem hún hélt að væri bara allt í lagi þangað til að egill sagði "ætlarðu að bóna hann líka?" þá þarf maður víst að bóna eftir að hafa notað tjöruhreinsi.. þannig að ég bara varð að bóna hann í leiðinni.. en hann er svo lítill þessi elska að það tók nú ekki langan tíma!!
núna er ég hins vegar orðin frekar svöng og er að hugsa um að fara í heimsókn í fagrahjallann og sjá hvort það sé til eitthvað gott þar.. geri reyndar ráð fyrir að mamma sé í saumaklúbb en við skulum sjá til!!!
þangað til næst.....

Engin ummæli: