halló halló
laugardagsmorgun enn einu sinni, úti búið að snjó alveg slatta hér í reykjavíkinni og er maður nú frekar ánægður með það, ætla meira að segja út að leika mér í snjónum á eftir... maður verður nú að nota tækifærið áður en maður fer í sumaríð og sólina i nz.
loksins komst allt á hreint sem ég er búin að vera að bíða eftir í svolítinn tíma, þ.e. vegabréfið komið í póstinn á leiðinni til mín stimplað og svo fékk ég loksins að vita um fjölskyldun sem ég kem til með að búa hjá en það eru nýgift hjón, 28 og 24 ára; og hljómar það bara frekar vel.
þá er það bara að fara að pakka niður.
helga fór til noregs í morgun og hafði ég nú alveg viljað fara með henni en svona er þetta... maður fær víst ekki allt.
annars ekki mikið merkilegt að gerast, eða jú, guðbjörg sem var með mér í hr var að eignast littla stelpu í gær í danmörku, komin 10 daga framyfir tímann, til hamingju með það guðbjörg!!!
heyrumst síðar...;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli