24.5.04

halló.
það er nú ekki mikið að gerast hjá mér þessa dagana. veðrið búið að vera mjög fínt síðustu vikuna, og bara skóli alla daga. er reyndar í fríi frá skólanum alla þessa viku eiginlega, þarf bara að skila einu verkefni á morgun og ef ég hef staðist það þá þarf ég ekki að mæta meir. þannig að spurning um að fara eitthvað skemmtilegt, eitt sem skemmileggur er að það er svaka partý á föstudagskvöld hérna í nelson og verður maður eiginlega að mæta í það því það er kveðjupartý fyrir einn svíann sem er bara hérna í hálft ár og er því að fara í næstu viku og svo afmælispartý í leiðinni fyrir 2 aðra, en þetta slítur helgina svolítið í sundur, en við sjáum til. á föstudaginn fór ég í svaka hjólatúr með henni línu, sænsk. hún er mikil hestakona og er búin að redda sér "vinnu" á hestabæ hérna rétt hjá nelson og við hjóluðum þangað um 16 km og þar fór hún aðeins á hestabak og svona og við nutum náttúrunnar og var þetta bara alveg meiriháttar, og svo hjólað bara til baka til nelson, mér var nú boðið á bak en ákvað að eiga það bara inni. hef aldrei farið á hestabak á öðru en íslenska hestinum og hef ég grun um að það sé smá munur. þau áttu þarna einn risa hesta, ég náði svona uppá hálfan búk á honum, ekkert smá stór!! spurning um að fara þangað þegar mamma og pabbi eru komin og setja mömmu á bak, henni finnst það svo gaman. svo fór ég í bíó með henni kate, kóresk, um kvöldið á algjör stelpu mynd rosa fínt. læra á laugardag, eða allavega þykjast að læra, þið kannist við þetta!!
og svo á laugardagskvöld var risa rugby leikur í gangi, lokaslagurinn í super 12 (rebekka ættir að kannast við það), brumbies(frá canberra, ástralíu) á móti crusadors(en þeir eru frá norður hluta suður eyju nz) og þar sem allir voru að fara að horfa á þennan leik mátti maður nú ekki vera minni, þó ég hafi hreint aldrei á ævinni horft á rugby leik áður. komst að því að þetta er bara hin ágætasta skemmtun, frekar einfaldara reglur fannst mér, action allan tímann, annað en í fótbolta og bara fjör. reyndar byrjaði þetta nú mjög illa fyrir okkar menn, lentu 33-0 undir, frekar dapurt en þeir náður nú að bíta á jaxlinn í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn en það var bara of seint, þeir töpuðu með um 10 stiga mun held ég!!
svo var ég bara að baka í gær, brauð og bollur og svona, finnst það bara frekar gaman, það var alltaf þannig að ég eldaði og hallbera bakaði en núna erum við bara báðar farnar að gera bæði, skemmtilegt það!! hún er nú samt meira fyrir kökurnar, ég brauðin!
jæja, það styttist í heimsóknina miklu bara rúm vika eiginlega, ég legg af stað væntanlega til auckland á föstudaginn í næstu viku og þau lenda svo að morgni sunnudagsins 6 júní og svo seinnipart mánudagsins 7 júní fljúgum við öll saman til rarotonga og það verður sko fjör, dáltið fyndið að við leggjum af stað til raro kl. 19.15 7 júní og lendum kl. 01.15 þann 7 júní!!! og þetta er aðeins um 4 tíma flug en raro er um 22klst á eftir nz!!
en svo náttlega missum við næstum heilan dag þegar við komum til baka!!
jæja, nóg í bili, þarf að klára verkefnið ógurlega um veðurguðina miklu!!
bið að heilsa í bili!!
elsa

Engin ummæli: