29.9.07

Tæpri viku síðar...

Var nú ekki duglegri en það, en jæja. Maður gerir bara sitt besta.
Vikan búin að líða hratt eins og venjulega, ótrúlegt hvað tíminn fer bara stundum í ekki neitt. Nóg að gera í vinnunni eins og venjulega, ekkert of mikið samt sem betur fer. Flugbjörgunarsveitaræfingar tvisvar í viku og skellti mér svo í fyrsta tímann í jóga í vikunni sem var mjög fínt, ætla að reyna að vera duglega að fara í það í vetur og liðka mig aðeins, ekki veitir af.
Var að koma úr heimsókn frá Hugrúnu, Rebkka vinkona á landinu og kíkti hún á okkur, alltaf gott að hitta hana!
Við Ingibjörg ákváðum líka nafn á prinsessuna hennar Hugrúnar, veit samt ekki hvort það verði samþykkt, kemur í ljós ;)
Er að fara á morgun út að borða á hótel sögu og á hemma gunn showið sem er verið að byrja að sýna þar með riturum Glitnis, það verðu pottþétt svaka stuð. Svo beint í framhaldinu af því, eða um miðnættið, ætla ég að skunda á árshátíð íslenskra fjallaleiðsögumanna og ná mér í nokkra dans þar áður en haldið verður út á flugvöll en ég er að fara til frakklands á sunnudagsmorgun kl.7.40 með 5 félögum úr FBSR.
Við fljúgum til París og keyrum síðan þaðan í alpana. Erum að fara að heimsækja björgunarsveit/slökkvilið í Annecy og kanna aðstæður hjá þeim og fara með þeim í einhverjar fjallaferðir. Veit voða litið hver dagskráin verður, þannig að það verður bara spennandi.
Jæja þá er timi til að fara að sofa, hasta luego!
Elsa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frabaert ad hitta ykkur, og hlakka til novembers i HK! kv Bekka

Nafnlaus sagði...

jammjamm, kvitt kvitt!!

Nafnlaus sagði...

hæ skvís!!

Hvernig var í France?!?

kv Þrándína Jóns