21.10.03
já og... ég gleymdi alveg að segja ykkur frá geðveiku norðurljósunum sem voru í gærkveldi. þegar ég var á leiðinni heim um 7 tók ég eftir þeim og svo fór ég aftur út um 8 og þau voru ennþá á fullu og alveg til miðnættis var ég að fylgjast með þeim þannig að ef þið eruð eitthvað á ferðinni að kvöldlagi þessa dagana endilega fylgist með þótt séuð inni miðri reykjavík sjást þau mjög vel og hef ég séð þau margoft undanfarinn mánuð!!!! það er svona þegar maður er að vinna í þessum ferðabransa fer maður að pæla meira í þessu og þetta er alveg stórmerkilegt fyrirbæri finnst mér!!!! chao....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli