Allaveg þá er ég nýkomin í vinnuna aftur eftir að hafa verið frá í um 2 vikur... byrjaði á því að fara til belgíu 18 sept í helgarferð í 5 daga sem var alveg mjög notalegt, heimsótti hönnu valdísi í amsterdam og drakk fullt af bjór í belgíu, svo kom ég heim og 3 dögum eftir það fór ég í hálskirtlatöku, og læknirinn sagði að ég skyldi vera frá vinnu í viku allavega og enga líkamsrækt í 2!!!!
ég var ekki alveg nógu dugleg að standa við þetta enda fékk ég að kenna á því þegar það byrjaði að blæða á fullu úr hálsinum á mér á þriðjudagsmorguninn fyrir viku síðan... þegar var ekkert voðalega skemmtilegt... ég beint upp á slysó og þurfti að vera þar undir eftirliti í sólarhring... ekki gaman... en þetta er allt að gerast núna og ég er farin að geta borðað nánast það sem ég vil!!! vei.... gott í bili.. heyrumst síðar...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli