20.10.03

Góðan daginn allir saman, áttu ekki allir þokkalega helgi?? allavega var veðrið nokkuð fínt, ekki hægt að kvarta yfir því. Ég og Maggi fórum sem sagt á villibráðina á loftleiðum á föstudaginn eins og ég var búin að segja að stæði fyrir... þetta var hlaðborð þannig að maður borðaði náttlega alveg yfir sig af misgóðum mat!!! þarna var hægt að finna t.d. dúfu, gæs, önd, lunda, rjúpu, lax, hreindýr, dádýr, lamb, og ýmislegt fleira sem ég man ekki alveg hvað var en best þótti mér nú gæsalifrakæfan (sorrí, heitir eitthvað annað á fagmálinu man ekki hvað) og er hún bara alveg geðveik. Ég var orðin svo södd og svo þreytt á að tyggja eftir þetta allt saman að ég hafði varla pláss fyrir eftir réttinn en fékk mér nú samt smá súkkulaði köku... síðan fórum við bara heim, ekkert fleira gert það kvöldið!!;) síðan var vaknað eldsnemma á laugardagsmorgun, ég í vinnuna (hópbílar) og maggi í skólann (gaman gaman!!). Ég fór sem sagt með hóp frá náttúrufræðistofnun í ferð um hvalfjörð, skorradal, borgarfjörð og þar um... og ekki var ég "bara" bílstjóri í þessari ferð heldur var ég látin passa líka og elda !!!! það er svona þegar maður er svona fjölhæfur!!! þetta var bara ágætisferð enda gott veður, fór reyndar að kólna dálítið vel þarna undir lokin en þurrt samt þangað til við vorum á leiðinni í bæinn. � laugardagskvöld fórum við svo í smá afmæli hjá Ólavíu(???) og svo einn rúnt í gegnum bæinn en ákváðum að nenna ekki að fara neitt inn þar sem það voru frekar langar raðir á flesum stöðum kl orðin 2 og við alveg edrú þannig að það var bara haldið heim að kúra!!! Sunnudagurinn var svo mesti leti dagurinn í mjög langan tima!!!!
Núna er ég sem sagt mætt í vinnuna aftur eftir nokkuð góða helgi og bara nokkuð sátt með lifið og tilverun og svo hvet ég alla að sjálfsögðu til að kvitta í gestabókina mína!!!
bið að heilsa ykkur í bili...

Engin ummæli: