28.10.03

Góðan daginn kæru vinir.. langt síðan síðast.. eða hvað? einhverjir hafa verið að kvarta yfir leti í manni... fyrst maður er að setja upp svona blogg verður maður þá ekki að vera duglegur að skrifa??? tja ég bara spyr....
það er nú ýmislegt búið að gerast síðan síðast....
jú jú mikið rétt ég fór í fjallgönguna ógurlegu með fbsr á miðvikudagskvöld á einn af tindum esjunnar, kerhólakamb; það gekk nú ekk betur en svo að mín var í engu formi og allir þurftu að bíða eftir mér þar til hún sveinborg mín ákvað að rölta bara rólega með mér og strákarnir fóru eitthvað langt á undan okkur, þeir fóru uppá topp en ekki við... þetta var nú samt mjög góð ganga... alltaf gaman eftirá þó þetta sé oft dr... erfitt þegar á því stendur!!!
svo svaf ég frekar illa um nóttina vegna örugglega bara þreytuverkja, ekki gaman!!!
svo á fimmtudagsseinnipart fórum við sveinborg aftur saman ásamt um 100 öðrum í boðsferð með þingvallaleið og bláa lóninu!!!
byrjuðum á því að aka til grindavíkur og fara í þvílíkt sightseen um grindvík town, mjög gaman.... eða eiginlega ekki, kallin talaði alltof mikið um eitthvað sem enginn vildi vita... en síðar komst það í ljós að hann var bara að tefja tíminn því við vorum eitthvað of snemma á ferðinni... jæja síðan fórum við í saltfisksetrið í grindavík þar sem allir máttu skoða setrið að lyst og gæða sér á gómsætum snittum (allar með einhverskonar saltfisk á) og svo náttlega bjór, hvítvín og rauðvín!!!
ég fékk mér bara sprite... ennþá eitthvað asnaleg í hálsinum eftir aðgerðina.. þið skiljið!!!
efitr saltf...setrið var haldið í bláa lónið, þar var boðið uppá nudd í lóninu, og svo náttlega kokteilinn þeirra fræga.. sveinborg fékk sér nudd sem var víst alveg rosalega gott... ég nennti ekki að bíða í röðinni :S
við vorum ca klukkutíma í lóninu og síðan var farið uppúr og þá biðu sko kræsingarnar eftir manni!!!
hlaðborðin af allskyns matvælum, aðallega einhverskonar pinnamatur, en lika ávextir, ostar, brauð og ýmislegt góðgæti og til að skola öllu saman niður var sko vel veitt af passoa gosbjór, viking bjór, hvítvín, rauðvín, rósavín, vatn, gos......og svo var bara opinn bar ef maður vildi eitthvað annað!!!
ég þurfti að mæta líka í vinnu kl. 7 morguninn eftir þannig að sveinborg drakk bara fyrir okkur báðar og var orðin ansi hress þarna undir lokin, hellti niður, braut glös og fleira í þeim dúr!!!!
nei nei segi bara svona.. þetta getur komið fyrir alla!!!;)
jæja ég nenni ekki að segja ykkur frá helginni núna, enda var hún ekkert ógurlega spennandi........... þannig að ég kveð að sinni og segi........hasta luego amigos!!!!!

ps. HELGA SYS Á AFMÆLI Í DAG OG TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!!!;)

Engin ummæli: