29.10.03

já og helgin var eiginlega bara frekar rólegt.. ég var að vinna smá, með vaktsímann og svo fór ég í smá rúnt um suðurlandið og á sleða á mýrdalsjökull með 50tugum karlkyns kínverjum sem keyrðu ekki hraðar en 20km/klst!!! mjög spenandi það!!! svo á laugardagskvöld fór ég í útskriftarveislu hjá kristbjörgu og ella, hún úr viðskiptafræði og hann úr líffræði!! og viti menn, þau bara búin að trúlofa sig og læti bara... til hamingju með það elskurnar mínar, aftur!!!
já og svo var hún ásta ýr ( sem var með mér í versló) að gifta sig á laugardaginn, til hamingju með það ásta mín og jónas auðvitað líka!!!
þannig að það er bara allt að gerast... talandi um ástarmál þá hafa einhverjir verið að spurja mig hver þessi maggi sé sem ég skrifa stundum um hérna... nei það er EKKI gamli handbolta maggi, heldur nýr maggi og mikið betri maggi!!!
við erum sem sagt búin að vera saman síðan á afmælinu mínu cirka og bara svaka gaman hjá okkur... nema frekar slæm tímasetning á þessu öllu saman þar sem ég er jú á leiðinni erlendis eftir áramót en við njótum bara tímans þangað til og sjáum hvað setur!!!:D
ef einhver vill vita eitthvað meira verður sá hinn sami bara að senda mér mail!!!;)
svo átti helga sys jú afmæli í dag og var búin að panta sér pepperoni lasagne og gulrótarköku í matinn en aðrir fjölskyldumeðlimir voru nú ekki alveg sáttir með valið og tóku fram fyrir hendurnar á henni og pöntuðu bara kokk sem eldaði þríréttað handa öllum!!! það var sem sagt risotto með lax, skötusel og humar og humarsósu í forrétt, létt reykt lamba... með parmaskinku, hvítlaukskartöflumús, steiktu grænmeti og rósmarínsósu í aðalrétt og svo heit súkkulaði kaka með ís og jarðarberjum í eftirrétt!!!
helga var nú alveg sátt með þetta og sá ekkert eftir að hafa ekki fengið lasagnað sitt!!! en hann maggi minn er sem sagt kokkur og eldaði hann þessi herleg heit handa fjölskyldunni, 8 manns í allt!!!
þetta er komið gott í bili... later...;)

Engin ummæli: