14.10.03

jæja nú er búið að skamma mann fyrir leti, strax!!! allaveg var helgin fín hjá mér.. byrjuð að keyra aðeins fyrir hópbíla aftur og var að því á föstudagskvöld, skutlaðist austur fyrir fjall fram og til baka, lítið mál það. og svo á laugardag fór ég með 6 karlmann aftur austur fyrir fjall, aðeins lengra en á föstudeginum eða að mýrdalsjökli og þar fórum við öll saman, ég og karlarnir og 6 og einn guide á fjórhjóla og hjóluðum um sandana þarna, þvílíkt fjör... síðan brunuðum við upp að jöklinum og vorum orðin ansi skítug í framan þegar þangað var komið...
þaðan fórum við svo á vélsleða upp á jökulinn í frekar slæmu skyggni og dálitlum kulda og svo aftur niður af jöklinum og á fjórhjólunum niður aftur þar sem við byrjuðum, sem sagt 3 tíma fjórhjóla og vélsleða túr hjá mér, á launum!!!! ekkert rosalega leiðinlegt....
en ég missti náttlega af leiknum út af þessu en það var svo sem allt í lagi...
ég fór síðan heim til mömmu og pabba og þar var þessi þvílíka pizzu veisla í gangi, bara allir gátu pantað sér fyrir sig og aron og amma redduðu því, ekki slæmt.. síðan fór ég bara uppí vesturberg til sirrý en þar var hún, kata, vala og fanney að djúsa og hita upp fyrir kvöldið en það átti eitthvað að skemmta sér vel... ég var hins vegar bara róleg og var bara komin uppí rúm um 1 og búin að ákveða það að detta ekki í'ða fyrr en um jólin!!!!
sunnudagurinn var svo bara rólegur, ein ferð í keflavík og ekki mikið meira...
í gærkveldi fór ég svo með magga í útilíf þar sem þar var kynningarkvöld og afsláttur af öllum vörum og verslaði ég smá þar, er að safna fyrir þarnæstu útlandaferð.. keypti mér eitt stykki klifurbelti og svo first layer peysu....
ég veit ekki alveg hvað ég á að segja ykkur meira í bili um hvað á daga mína hefur drifið... þannig að ... þangað til næst!!!!

Engin ummæli: