13.9.05

jæja ætli það sé ekki best að láta vita af því að ég er byrjuð að vinna hjá íslandsbanka, nánar tiltekið á lynghálsi 4 í innlendri greisðlumiðlun. svaka fjör. hérna er hún hugrún vinkona mín líka að vinna og fékk ég þetta svona með hennar hjálp pínu verð ég að segja. það er sem ég er aðallega að gera í vinnunni er að skrá inn gögn fyrir fólk sem er að fara í greiðsluþjónustu og svo að leiðrétta og breytta svoleiðis dóti, svaka fjör, mikil svona gagnaskráning eiginlega.
annars bara lítið að gerast.
meira síðar.

4.9.05

Jæja loksins hefur maður tíma til að skrifa nokkrar línur hérna, örugglega allir löngu hættir að kíkja en hvað um það.
sumarið er búið að vera annasamt og mjög fljótt að líða. búin að vera að vinna mjög mikið og alltaf verið annað hvort í skálpanesi eða jaka/húsafelli og þar er auðvitað ekkert netsamband. þetta er búin að vera alveg ágætis reynsla en ég hugsa að ég verði ekki vélsleðaguide heilt sumar aftur, því miður, finnst þetta aðeins of einhæft. ég er sem sagt hætt þar og er að leita að vinnu, eiginlega komin með vinnu en læt ykkur vita betur af þvi þegar það er 100% staðfest. það verður sem sagt skrifstofuvinna, ég ætla að prófa það núna og sjá hvernig mér líkar það. svo er ég að fara líka í leiðsögumannaskólann í mk í vetur, það er á mán, þri og mið kvöldum frá hálf sex til tíu og svo einhverjir laugardagar líka þannig að það verður nóg að gera hjá minni. svo er ég líka að fara í einkaþjálfun í laugum í einn mánuð, langar til að prófa það í smá stund.
á morgun erum við maggi svo loksins að flytja inní íbúðina hans aftur, en hún er búin að vera í leigu frá því að maggi kom til nýja sjálands. við erum bara búin að vera hjá m&p í sumar og stundum hefur verið dáldið þröngt á þingi, sérstaklega þegar hallbera og smári voru á landinu en þau eru farin aftur til noregs og ætla að vera þar í vetur, líklega síðasta árið þeirra þar en maður veit samt aldrei.
það eru engar útlandaferðir planaðar hjá mér á næstunni, ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér, mig langar náttlega fullt en spurning um að komast á réttan fjárhagslegan kjöl áður en maður fer að gera eitthvað meira.
ég var í brúðkaupi í gær hjá ingu rós og pétri, en þau eru bæði með mér í flugbjörgunarsveitinni og svo var inga rós líka með mér í hr. það var allt rosa flott, bæði sögðu já að sjálfsögðu og rosa flott veisla og matur á eftir og svaka fjör.
og svo átti ég afmæli um daginn, takk fyrir kveðjurnar þeir sem þær sendur!!
maggi eldaði svaka flottan mat handa okkur, mér, m&p og tengdó, það var humar með ferskum aspas, ætiþistlum, kóriander pestó og sætkartöflumús í forrétt og svo var andabringa með appelsínusósu, steiktu grænmeti og kartöflum í aðalrétt, geggjað gott og mamma bakaði svo fína köku handa okkur. ég fékk geggjað flottan gore-tex galla, mountain hardwear frá þeim öllum, ógeðslega ánægð með það!!!
jæja, nenni ekki meir í bili....
meira síðar, elsa

7.6.05

og var að setja inn nokkrar nýja/gamlar myndir!!!
best að skrifa nokkrar línur þar sem maður er nú að vafra á netinu.
annars er maður bara búin að vera að vinna mest undanfarið, sérstaklega gaman í gær og í dag þar sem það var skemmtileg rigning og svartaþoka að við sáum varla neitt hvert við vorum að fara. maður sér bara daga mun á snjónum núna, hvað hann minnkar mikið. í dag var ég svo sniðugt að mæta bara í alvöru þjóðhátíðar regngalla í vinnuna og var ég bara nánast þurr í lok dags nema að í eitt skiptið þegar við vorum að keyra í gegnum krapa, en þá þarf að gefa pínu í, þá bara skvettist yfir mig alla og akkúrat niður hálsmálið hjá mér og á milli brjóstanna, þannig að það var eini staðurinn sem ég var blaut!!!:(
já og svo í dag fékk ég líka það hlutverk í fyrsta skiptið að vera fremsti guide, yfirleitt er einn fyrir framan og einn fyrir aftan, og ég fremst í fyrsta skiptið í svarta þoku og læti, gekk ágætlega framan af nema þegar hinn guidinn kom allt í einu upp að mér og benti mér á að við værum eiginlega að fara til baka, þá hafði ég bara farið í hring án þess að taka eftir nokkru, en þetta reddaðist allt saman, gaman gamna....
núna er bara brjálað að gera í vinnunni alveg fram yfir helgi, þannig að ég fer uppí skálpanes (geysismegin) á morgun og verð þar væntanlega eitthvað fram yfir helgi!!! vonandi batnar bara veðrið.
og nú styttist í að mamma og pabbi fara í miðjarahafssiglinguna sína, en það er í næstu viku og svo helga og binni til london á u2 tónleika sama dag en ég verð bara eftir heima, frekar leiðinlegt!!! ég fer bara eitthvað annað seinna...:)
jæja, bið að heilsa í bili...
kv. elsa

3.6.05

alveg er maður latur og örugglega allir hættir að nenna að kíkja hérna inn. nóg að gera í vinnunni hjá mér, ég er ýmist núna upp í jaka sem er húsafells megin eða í skálpanesi sem er geysis megin. það er nóg af snjó ennþá en hann minnkar með hverjum deginum því miður vegna mikillar bl´ðu á landinu undanfarnar vikur!!!
annað ekki merkilegt í mínu lífi sem ég man eftir þannig að ég segi bara gleðilegt sumar og vonandi hafið það sem best!! þangað til næst!!;)

24.5.05

jæja jæja allt að gerast, byrjuð í vinnunni á fullu búin að fara oft upp á jökul og nokkrum sinnum að keyra, líf og fjör. kem samt yfirleitt í bæinn á kvöldin, allavega svona til að byrja með, sjáum til hvernig verður í sumar. svo er ég búin að fara í sundlaugina að æfa veltuna á kayaknum mínum en hún tókst nú ekki alveg en kemur vonandi næst, og svo var ég að kaupa mér líka ár, geggjað flotta!!;)
vonandi kemst maður svo eitthvað að róa af viti í sumar!!! sjáum til hvernig það fer.
svo er ég orðin skype notanndi, löngu kominn tími á það, notandanafn: elsagunnars vildi náttlega elsagunn eins og ég er alltaf með en það gekk ekki, frekar svekkt!!:(
nokkuð strembin helgi fram undan í vinnu aðallega!!!
bið að heilsa í bili....

kv. elsa pelsa

14.5.05

jæja þá situr maður bara einn heima á laugardagskvöldi, mamma og pabbi í bústaðnum, helga á próflokadjammi og maggi í óvissuferð/árshátíð með vinnunni sinni og ég sötra bara bjór í rólegheitum eftir nokkuð góðan dag. vaknaði um 9 gerði mig til í gönguferð, skutlaði maggi í óvissuferðina og var svo sjálf sótt af íris og óli. síðan sóttum við bryndísi og fjögur brunuðum við inní botn á hvalfirði, þar fórum við stelpurnar út og röltum leggjabrjót, takk fyrir. það var nú frekar þungskýjað og eiginlega bara þoka alveg á köflum en engin rigning samt og mjög hlýtt og enginn vindur; gangan tók okkur um 4.5 klst og vorum við bara nokkuð sáttar með það, um 15 km, og gengum við niður af leggjabrjót að þingvöllum í sól og sælu!!!:D
óli (kærasti írisar) sótti okkur svo þangað og við brunuðum aftur í bæinn í súld og þoku!!! núna er ég hins vegar að bíða eftir sirrý en við ætlum að taka nokkra bjóra saman.
annars er það helst að frétta að ég og maggi fórum jómfrúarferð á kayaknum, eða ég fór á nýja mínum og maggi gamala sínum, í hvítá á fimmtudaginn. og gekk það bara alveg þrusuvel, en auðvitað er ekki hægt að fara í hvítá nema taka nokkur sundtök og var það að sjálfsögðu gert, ótrúlegt fínt veður á okkur, nokkur gola en mjög hlýtt samt þannig að manni varð ekkert kalt eftir sundið!!!:D
svo er stefnan sett á hvítá aftur á morgun og mánudag vonandi líka, fer náttlega eftir heilsu á morgun og svona....
ég byrja svo formlega að vinna á þriðjudagsmorgun kl 8 loksins, eftir mikla bið, fer reyndar í hvítá að raft á miðvikudag og fimmtudag þar sem allir tíundubekkingar höfuðborgarsvæðisins eru væntanlegir í rafting að fagna samræmdarprófarlokum!!! gaman að því bara....
jæja, ætla að fara að vafra eitthvað og skoða eitthvað sniðugt!!
bið að heilsa í bili og eigið góða hvítasunnu!!!
kveðja elsa

11.5.05

þvi það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana þá bjó ég til svona quiz, það er svo gaman... Take my Quiz on QuizYourFriends.com!


annars bara lítið að frétta, er að fara í bústaðinn á eftir með magga og veit ekkert ennþá hvenær ég byrja nákvæmlega að vinna, vona bara sem fyrst!!!
áfram allir!!!:)

9.5.05

fyrst ég fékk svona góðar viðtökur síðast, er þá ekki spurning um að halda áfram og reyna að vera duglegur, svona allavega meðan maður hefur tíma. ég er sem sagt ekki byrjuð að vinna ennþá þannig að ég er bara í róleg heitum heima, reyndar alveg full af kvefi í augnablikinu og svo er líka leiðinlegt veður þannig að ég sé eiginlega enga ástæðu til að vera að fara eitthvað út.
helgin var annars alveg ágæt hjá mér, byrjaði eiginlega þarna á miðvikudag þar sem það var frí hjá vinnandi fólki á fimmtudag, en allavega þá var smá vinnudjamm og svo var farið í bæinn á eftir. fimmtudagurinn var nú bara rólegur og svo á föstudag fór ég uppá langjökul í vinnu því það átti að vera stór hópur á laugardag og vantaði mannskap í það, nema hvað að hópurinn afpantaði á föstudagskvöld þannig að það var ekki mikil þörf fyrir mig á laugardaginn þarna og svo á sunnudag átti að ferja nokkra sleða og snjóbíl og trukk yfir jökulinn og átti ég líka að vera í því, nema hvað á sunnudagsmorgun þá mættu þarna bara 7 auka manns í þessa flutninga þannig að aftur var engin þörf fyrir mig frekar en ég vildi þannig að ég fór bara heim!!
en bara svona til að fræða ykkur aðeins um aðstæðurnar þarna í vinnunni hjá okkur þá er ekkert rennandi vatn, þurfum að taka allt vatn með okkur á brúsum þangað upp eftir, svo er kjalvegurinn (sem er reyndar ekki búið að opna ennþá) mjög slæmur yfirferðar og alltaf gaman að keyra þar og frá kjalvegi og upp að skálanum er allt á kafi í snjó þannig að við byrjum allar ferðir núna niðri við veginn. svo eru þarna líka hundasleðar en það er sko nokkuð sem ég myndi ekki vilja vinna við, það er 3 krakkar þarna að sjá um hundana, þau búa öll saman í einum econoline gömlum, þurfa að sofa þar og handa alla daga, fara reyndar með hundana í ferð allavega einu sinni á dag, sama hvort það eru túristar eða ekki. svo borða þau bara einhvern þurrmat og allt náttlega eldað bara á prímus og ekkert klósett né vatn þannig að þau bræða bara snjó og nota náttúruna sem klósett!! svo fá þau held ég 2 daga frí á tveim vikum!! og fá mjög lítil laun líka skilst mér enda tolla þau ekki lengi í þessu greyin, þetta eru yfirleitt danir, aldrei íslendingar enda mundi enginn láta bjóða sér þetta en þetta vilja þau og hafa gaman af!!!
við höfðum það nú aðeins betur!!!
en allavega svo á laugardagskvöld skelltum við okkur á geysi á ball með karma, þrusustuð alveg hreint!!!
á dansgólfinu voru bara pörheld ég hreinlega en þeir spiluðu alveg fín dansi lög en hættu bara alltof snemma. þetta var hin ágætasta skemmtun samt verð ég að segja.
ég var búin að plana að fara í hvítá um helgina og prófa nýja kayakinn minn en það gekk ekki upp vegna MIKILLAR vinnu hjá mér en vonandi bara sem fyrst já og svo var líka dáltið kalt á fös og lau og ég að drepast úr kvefi þannig að það hefði kannski ekkert verið neitt sniðugt.
jæja, vona að einhver nenni að lesa þetta og ef ekki.... þá skiptir ekki máli....
meira síðar...
elsa

4.5.05

maður náttlega orðinn alveg hundlatur þegar maður er loksins kominn heim en það er nú svo sem ýmislegt búið að gerast síðan síðast. hugsa samt að lang flestir séu löngu hættir að nenna að kíkja hingað inn en hvað um það, hallbera er sjálfsagt minn dyggast aðdáandi þessa dagana þar sem henni tókst að slíta krossband í þriðja sinn (geri aðrir betur) og liggur bara heima og kemst varla út úr húsi, gaman það svona í upphafi sumars!!!
en ferðalagið okkar heim gekk bara mjög vel, þurftum ekki að borga neina yfirvigt eða neitt auka fyrir snjóbretti, voða ánægð með það, svo þegar komið var í keflavík þá voru davíð og gísli vinir magga mættir þar í búningum og sungu eða rauluð "magnús þú veldur okkur ekki vonbrigðum" eða eitthvað álíka endalaust og fólk var nú farið að horfa ansi mikið á þá skilst mér en þetta er eitthvað svona gaman hjá þeim félögunum að taka alltaf á móti hver öðrum með einhverjum skemmtiatriðum, t.d. þegar við komum frá nz voru gísli og erla mætt þar í jólasveinbúningum og sungu jólasveinalög!!
allavega þá fór ég bara beint í bústaðinn með mömmu og aroni þar sem pabbi beið okkar og við öll saman beint í pottinn, svo síðar um kvöldið komu helga og binni og við tókum því bara rólega.
á fimmtudag "byrjaði" ég svona óbeint að vinna, fór í 3 daga upp á langjökul þar sem það var 300 manna hópur í heimsókn á sleða og mat og var það eiginlega bara þrælkunarvinna en laugardagurinn var nú samt rólegur bara en það var svo gott veður að þetta var bara fínt. svo á mánudaginn fór ég með sveinborgu í gönguferð að miðfelli sem er rétt fyrir ofan sumarbústaðabyggðina hjá úthlíð og var það smá verkefni sem við fengum en bara ótrúlega gaman að því!!
mamma átti svo afmæli í gær og eldaði maggi að sjálfsögðu dýrindis mat handa okkur, forréttur aðalréttur og svo tvisvar sinnum eftirréttur, svona eins og tíðkast í minni fjölskyldu, en hann var búin að baka köku og svo var mamma líka buin að gera nokkrar og auðvitað þurfti að smakka á öllu saman.
í gærkvöldi fórum við maggi svo í hveragerði í rigningu og þvílíkri þoki að skoða kayak, og bara keyptum hann lika handa mér þannig að ég er komin með kayak og get farið að róa á fullu núna, ætlum að fara á föstudaginn í hvítá þar sem maggi er í helgarfríi!!!
já þetta er sem sagt það helst sem hefur á dagana drifið.
ég ætla nú ekki að lofa neinu um hvernig framhaldið verður hérna á þessari síðu en vonum það besta!!
annars ef þið þurfið að hafa samband þá er númerið mitt hérna í vinstra horninu!!!
bless í bili....
elsa

22.4.05

jæja þá er síðasti dagurinn í noregi að líða og við sitjum bara í bo að horfa á sjónvarp og á netinu. þetta er bara búin að vera hin ágætasta dvöl að mér finnst, búin að læra alveg slatta í norsku og fundið út hvað ég vil ekki gera varðandi vinnu!!
maggi er búin að eiga fullt af frítíma og vonandi verður það ekki eins í sumar hjá honum. við erum sem sagt væntanleg á klakann á morgun kl. 15.25 á staðar tíma!!
já og svo ég gleymi ekki GLEÐILEGT SUMAR allir saman!!!
það er búin að vera geggjuð blíða hérna hjá okkur í bo núna í viku og við erum búin að fara í fjallgöngu, klifra tvisvar sinnum, á fótboltaleik og versla föt í fyrsta skipti hérna í noregi og keyptum við maggi okkur eins buxur!!!
svo er það 3 tíma lestarferð á morgun, vonandi í blíðu þannig að útsýnið verði fallegt!;)

annars er ég búin að vera að komast að því betur og betur að fullt af mínum ættingjum eru með blogsíður sem ég hafði ekki hugmynd um, spurning um að bæta þeim inn hérna til hliðar einhvern tíman við tækifæri.
já og svo erum við maggi geggjað búin að vera að leyta að straumkayak fyrir mig og vorum búin að finna einn og vorum búin að ákveða að kaupa hann í dag og svo þegar þröstur bróðir hans magga hringdi í gaurinn í dag og ætlaði að staðfesta kaupin þá bara var hann búin að selja öðrum hann!!! frekar svekkjandi, það er svona þegar maður er alltaf að veltast eitthvað með hlutina, þannig að ef einhver veit um straumkayak handa mér endilega hafið samband!!
já og svo ef einhver hefur áhuga á klettaklifri og langar að vera með í því í sumar má hinn sami hafa samband líka...:)
annars bið ég ykkur bara vel að lifa í bili og við heyrumst bara fljótlega...
já og ég er með sama símanúmer og ég var með hérna um jólin, man bara ekki alveg hvað það er!!!

kveðja, elsa

20.4.05

var að bæta inn nokkrum myndum héðan frá hovden sjá hérna á kantinum.....

17.4.05

Jú ætli það sé ekki komin tími á smá update!!
er núna komin til hallberu og smára í bo og hérna er jú þráðlaust net þannig að við getum legið á netinu allan daginn.
hovden dvölinni er sem sagt lokið og allir nokkuð sáttir með það. það var vinnuslútt hjá mér á fimmtudaginn síðasta og var okkur boðið í mat og gistingu. fengum ekki sérstakan mat en svo var jú drykkur og svona á eftir þannig að það bætti matinn upp. reyndar vorum við bara 4 þannig að þetta varð ekkert rosa djamm neitt, en fínt samt. síðasti vinnudagur hjá mér var síðan á föstudag og var hann nokkuð fljótur að líða. við ætluðum svo til bo á laugardeginum því maggi átti að vera í fríi en þá var hann beðinn um að vinna á laugardagskvöldið og sagði náttlega já við því. ég ákvað hins vegar að fara bara ein til hallberu á lau í staðinn fyrir að vera ein heima á laugkvöld meðan maggi væri að vinna og svo var líka afmælispartý í bo hja smára sem ég varð að mæta í!!
þegar ég mætti til bo var maður bara settur beint í vinnu við að undirbúa partýið og gekk það bara vel, hristum fram um 5 smárétti á engum tíma. svo var bara alveg fínt í partýinu reyndar borðaði fólk ekkert rosa mikið af matnum sem við bjuggum til en það var allt í lagi. svo var aðeins farið niðrí bæ á eftir en svo lokaði allt bara klukkan tvö sem er víst eðlilegt hérna þannig að þetta varð ekkert rosa löng nótt!! maggi kom svo á sunnudag eftir viðburðaríkt kvöld síðasta kvöld í hovden, hann ssegir ykkur kannski frá því síðar......
núna liggjum við bara yfir sjónvarpinu og borðum nachos og ostasósu, fólk reyndar orðið doldið þreytt eftir helgina!
stefnan er svo sett á að gera eitthvað skemmtilegt hé´rna í bo næstu daga, fara að klifra, í göngutúra eða eitthvað meira spennandi. svo rútumst við bara til osló næsta laug og þaðan á frónið!!!;)

jæja, meira síðar....
kiss og knús...
elsa

8.4.05

bara ad lata ykkur vita i fyrsta lagi ad tad er ekki lengur svo mikid vor herna i hovden, snjorinn var nanast allur ad fara og svo bara byrjadi ad snjoa a tridjudag og buid ad snjoa sidan og lika 5 sitga hiti naestum tannig ad tetta er mjog blautur snjor og tungur!! vid forum ad renna i gaer i snjokomunni og ef tad var enginn buin ad renna ser a undan i nyja snjonum var hann finn, annars var hann bara mjog hardur og vont ad lenda i og tad er spad snjokomu fram a sunnudag!! en hvad um tad....
i odru lagi ta er buid ad stadfesta heimkomu, adeins seinna en 'aaetlad var, forum hedan fra hovden sem sagt sunnudaginn 17 april og til bo aetludum svo ad fljuga heim 20 en tad er var ekkert laust fyrr en 23 april tannig ad stadfestur lendningar timi er 1525 laugardaginn 23 april, svona fyrir mottokunefndina!!!;)
alveg ad mygla herna i vinnunni en sem betur feer ekki eins mikid og maggi, en tetta fer ad verda buid nuna og okkar bidur bara sumar og saela a islandinu goda!!!:)
ja og svo er eg ad spa i ad vera rosa dugleg vid kayakrodur og klettaklifur i sumar, ef einhver vill koma med i tad, endilega hafid samband!!
farin ad gera eitthvad annad, meira sidar.... elsa

3.4.05

langar bara ad leidretta mistok sem eg gerdi i sidasta bloggi, svona svo eg verdi ekki rekinn ur sumarvinnunni minni adur en eg byrja, en eg er vist ad verda VELSLEDA guide en ekki snjosleda guide. flestir sja sjalf sagt ekki neinn mun a tessu en rett skal vera rett.
ja og svo samhryggist eg altjod vegna andlats pafann!!!:( en hann var ju ordinn ansi gamall veikur og treyttur tannig ad tetta var kannski bara fyrir bestu.
komin sunnudagur og bara tvaer vikur i vinnulok!!!:)
skrifa meira seinna....

30.3.05

nýtt blogg og svo gamalt fyrir neðan sem var skrifað fyrir löngu en vegna tölvu leysis.....

jæja er ekki komin tími á smá pistil. dáltið langt síðan síðast, enda búið að vera nóg að gera hjá mér í vinnunni og tölvan hans magga búin að vera batteríslaus (það dó) og því hefur maður lítið komist á netið en maggi er búin að fá nýtt batterí sem dugar alveg í rúma 3 tima skilst mér á honum og páskarnir eru búnir og því mikið minna að gera í vinnunni, ég t.d. í fríi í dag og á morgun!!! þvílíkur lúxus, en þá er maggi náttlega að vinna, eða núna í kvöld er hann að vinna til 10 og því ligg ég bara uppí sófa með bjór við hönd, skrifa maila hlusta á tónlist og hef það notalegt!!!:)
já svo ég sé ekki að láta ykkur bíða mikið lengur þá er það sem sagt komið á hreint að ég er að fara að verða vèlsleða guide á langjökli og svo væntanlega eitthvað að driver guida líka og eitthvað fleira skemmtilegt hjá afþreyingafélaginu í sumar, það komu jú nokkrar góða ágiskanir, og mis langt frá raunveruleikanum, en þetta er sem sagt staðfest núna. og svo er maggi komin með vinnu á lauga-ás (þar sem hann lærði) og mun hann byrja þar 1 maí en ég um miðjan maí þannig að við verðum komin heim í lok apríl, eigum eftir að breyta flugmiðunum okkar sem eru núna á 10 sept en verða færðir eitthvað fram.
það sem er ´buið að gerast síðan síðast er víst helst það að það voru jú páskar eins og flestir ættu að vita og þá fengum við einmitt heimsókn frá íslandi og bo, mamma, pabbi, elfa, aron, valdís hallbera og smári komu öll í heimsókn til okkar í tvær nætur. svo heppilega vildi til að það féll niður bókun í vinnunni hjá mér þannig að þau fengu gistingu þar og líkaði bara vel. þau komu svo með fullt af íslenskum mat med sér en fyrra kvöldið fengum við hamborgarahrygg og það síðara íslenskt læri, mér skilst að það hafi verið ein 15kg taska tekin með frá íslandi full af mat!!! svo fengum við líka fullt af nammi og svo 3 páskaegg en tvö eru búin, eftir að slást um það þriðja hugsa ég viti nú samt alveg hver vinnur það.
og svo er búið að vera alveg fullt að gera hjá mér í vinnunni, nóg að þrífa og vaska upp og svona gaman gaman.....
eigandi er búin að vera að hrósa mér svo þvílíkt undanfarna daga og vill endilega að ég verði hjá honum í sumar en því miður er ég komin með aðra vinnu, annars hefði ég örugglega verið áfram, NOT!!! þetta er held ég leiðinlegasta vinna sem ég hef verið í en þau sem ég er að vinna með eru samt alveg fín, og eigandinn líka en bara... já svona er þetta bara. en ég má allavega koma hvenær sem ég vil og vinna þarna!!!!
já við maggi ákváðum að nýta okkur veður blíðuna í dag og .það að ég var í fríi og skelltum okkur í fjallið, það er búið að bráðna alveg slatta af snjó og tók maður strax eftir því þegar maður fór í gegnum hliðið í stólinn, áður náði það uppá miðjan sköflung á mér en núna er það komið upp á mitt læri!!!! en sem betur fer tekur maður ekki mikið eftir þessu í brekkunum, þ.e. engir steinar eða neitt óþægilegt á vegi manns.
við vorum þvílíkt að stökkva og sovna í dag þar sem snjórinn er svo mjúkur þegar það er svona hlýtt, ég er að mana mig upp í 360 og maggi að æfa sig meira í því, hefur tekist það nokkrum sinnum en samt ekki alveg nógu öruggur. annars, ein spurning til snjóbretta áhugamanna sem lesa þetta, hvort er auðveldara að gera frontside eða backside????? hvað finnst ykkur, ég er búin að vera að pæla í þessu, maggi segir front en ég er ekki sammála. svarið og rökstyðjið endilega!!!:)

jæja, nenni ekki meiru, ætla að setja mynd í tækið (tölvuna) og fá mér lakkrís (íslenskan).
hafiði það gott og bara þangað til næst.....
elsa

ps. afmæliskveðjur, 29 mars - anna karen; 30 mars gunnhildur og ásta; 31 mars - þröstur bróðir TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ÖLL SAMAN!!!! (vonandi er ég ekki að gleyma neinum)
skrifað 26 feb 2005

Þvílíkt dugleg að blogga núna, geri ráð fyrir að fólk nenni ekkert að fylgjast með manni ef maður skrifar bara einu sinni í mánuði eða svo þannig að nú ætla ég sko að taka mig á, en lofa náttlega engu, maður veit ekki hvað getur gerst.
Annars er það helsta að við erum flutt núna í nýju íbúðina okkar, mjög kósí íbúð, var reyndar dáldið kalt hérna í gærkveldi en það er arin sem við getum notað þannig að það er bara spurning um að kveikja í honum, vonandi verður það ekki eins mikið vesen og í nz, ég læt magga í það mál, honum finnst það svo gaman!!
hann er að vinna núna og ég er í frí, það er þvílík blíða í hovden í dag og fór ég að renna mér í nokkra klukkutíma áðan, ein, sem er ekkert rosa gaman svo var líka svoldið mikið af fólki, ekkert rosa löng röð samt í lyftuna, bara mikið af fólki í brekkunum fyrir manni!!
æ já og svo datt lísa út úr idol í gær, frekar leiðinlegt en samt góður árangur hjá henni þar sem hún komst nú bara inní 10manna í dómaravalinu, skilst hún hafi sett markið á 6 manna úrslit þannig að hún hlýtur að vera ánægð með þetta, til hamingju með það lísa.
og svo eru tvö afmælisbörn á morgun, bara svo ég gleymi því nú ekki, elsku inga rós og sara innilega til hamingju með afmælin!!!
hérna í nýju íbúðinni okkar erum við bara með ríkissjónvarpið hérna í noregi en á hinum staðnum vorum við með 4 stöðvar, þannig að maggi er ekki alveg sáttur með það, honum á örugglega eftir að leiðast mikið nema hann fái sér bara bók eða lesa.... en allaveg þá er vm á skíðum í gangi núna og það er endalaust verið ad sýna frá því og eru norðmenn þvílíkt að standa sig sýnist mér, ein stelpa búin að vinna tvö gull í skíðagöngu, alveg magnað að horfa á hana, þvílíkur kraftur í henni!!! stundum vildi ég nú að ég hefði getað einbeitt mér að einhverri einni íþrótt og náð góðum árangri í stað þess að hoppa úr einu í annað og hætta svo bara alveg, en ég er nú alltaf að hugsa að maður hefur nú ennþá tíma til að gera eitthvað í því en bara spurning um að velja sér réttu íþróttina, hvað finnst þér að ég ætti að fara að æfa á fullu, eitthvað sem ég gæti náð árangri í???
og svo er mamma hans smára að koma til bo á mánudaginn og svo ætla þau þrjú að koma til hovden á fimmtudag og vera í tvær nætur hérna, þá ætla ég að fá að vera í fríi á föstudag til að geta farið að renna með þeim á fullu. svo kemur hún vonandi með sundbolinn minn og þá er spurning um að kíkja í badeland. var ég búin að segja ykkur frá því?? það er sundlauginn hérna í hovden ekkert stærri en árbæjarlaugin, eiginlega bara minni og er líka bara inni, einhver sólpallur bara úti fyrir sumarið og það kostar 1150 islenskar krónur í hana og þá fær maður að vera í allt að þrem tímum, annars væri það 1350 ef maður vill vera lengur!!!! já noregur er dáldið dýr finnst okkur!!!
jæja, ekki meir í bili, bið að heilsa í bili......
endilega sendið mér mail eða komment og segið mér hvað er að gerast í ykkar lífi, þarf ekki að vera langt, bara tvær línur!!!
kiss og knús, elsa

18.3.05

komin timi a nokkrar linur tar sem tad eru ad koma paskar og svona...
er i vinnuni ad bida eftir ad restin af folkinu sem a pantad um helgina skili ser.
mamma og pabbi og aron og elfa og valdis maria ad fljuga til oslo a morgun og svo til bo og svo koma tau hingad til hovden a midvikudag voda fjor!!!
var tvilikt glod herna i fyrradag tegar tad snjoadi naestum endalaust mikid eda eitthvad um 50 cm eda svo sem er alveg slatti, nema hvad tegar eg var svo ad labba i vinnuna til magga um kvoldid var ad byrja ad rigna og svo naesta morgun var bara um 5 stiga hiti og halfgerd rigning og meirihlutinn af nyja snjonum farinn og restin svo blaut ad varla haegt ad renna ser i tvi!!!:(
frekar fult tad...
ja og svo ta nott ta gatum vid nu litid sofid tar sem einhverjir lithaar eru i ibudinni fyrir ofan okkur og teir hlogu og toludu langt fram eftir og tad heyrist nanast allt a milli!!! ekki gaman tad...
en allavega ta er eg eiginlega 100% komin med vinnu og hvad haldidi ad eg se ad fara ad gera??? tad er spurning dagsins!!
meira seinna
elsa og maggi

10.3.05

var lika allt i einu ad fatta ad eg var ekkert buin ad segja ykkur fra hreindyrakeyrslunni minn!!!
allavega ta var tetta mjog fyndid og stutt!!!
folk borgar sem sagt um 2000 isk fyrir tad ad hanga aftan i hreindyri a skidum eda bretti i um 20 sek!!!
eg fekk ad profa tvisvar sinnum mis hrod hreindyr og var tetta bara mjog gaman en eg myndi nu aldrei tima ad borga fyrir tetta!!! hreindyrid hljop bara einhvern hring og tad tok ja um 15-20sek!!!
en god reynsla allavega, komid eitthvad nytt a reynslulistann!!
bless bless..
sidustu minuturnar i vinnunni og var ad fretta tad ad hann pabbi minn, sem a afmaeli i dag, hafi akveda ad fa ser heitan pott i bustadinn i afmaelisgjof, keypti hann og for med hann i bustadinn i kvold i prufukeyrslu, ekki buin ad heyra hvernig tad gekk en vonandi vel!!!!!!!!!
geggjad og til hamingju med tad pabbi minn!!!
nuna langar mann bara ad koma heim og liggja i pottinum a vorkvoldi og horfa a stjornurnar!!!!!! og kannski einhver nordurljos lika, en tad verdur ad bida betri tima!!!

kiss og knus pabbi minn og innilega til hamingju med daginn, sem er reyndar ad verda buin!!!!!!!!

meira seinna...
elsa

9.3.05

jæja jæja jæja...
helstu fréttiarnar síðan síðast þá er nú ekki búið að vera eins kalt í hovden, bara rétt um frostmark á daginn og svo kannski -10 á nóttunni þannig að við lifum enn... hallbera, smári og vigdís (mamma smára) komu í heimsókn til okkar á fimmtudag já og svo líka knut sem býr með h&s. það byrjað rétt að snjóa á fimmtudag og ég smári og vigdís fórum í fjallið og renndum okkur í mjög svo góðu færi og svo á föstudag fórum við öll saman og maggi líka í fjallið frá kl. 10 til 16.30 með aðeins klst pásu, og það snjóaði endalaust mikið á okkur allan tímann og skyggnið var alveg hrikalega lélegt en það var bara gaman, smá svona challenge í því, renna sér bara eitthvað. svo vorum við að prófa fullt af nýjum leiðum inní skóginum og gerðist það nokkrum sinnum að keyrt var á tré!!! maggi t.d. tvisvar i sömu ferðinni já svo ég líka en bara einu sinni og svo hinir eitthvað líka. þetta var svo magnað færi og það var bara svo gaman að það var bara geggjað!!!
svo elduðum við öll saman á föstudagskvöld og svo fóru knut og smári um kvöldið en dísa og hallbera voru hjá okkur fram á laugardag og renndu sér nokkrar ferðir þá í þvílíkri blíðu, dísa þvílíkt ánægð að geta séð hvert hún væri að renna sér!!!
þær fóru svo á laugardag. við héldum þá bara áfram að vinna og gera það sem við gerum hérna, sem er nú ekkert rosalega mikið. núna erum við að spá í fulllu í sumrinu og hvað muni gerast þá, ekkert búið að ákveða eiginlega ennþá en það kemur vonandi allt í ljós fjótlega, ef einhver veit um spennandi vinnu handa mér heima, erlendis eða bara hvar sem er, þá endilega hafið samband,!!!:D
jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili... bara meira næst..
ha det bra.... elsa og maggi

8.3.05

gledidagur i dag... smellid her til ad auka plassid a hotmailnum ykkar i 25mb og sidar 250mb... tetta tekur bara nokkrar min og gerir sko gaefu mun, mitt var alltaf ad fyllast bara a einum degi af ruslposti, otolandi en nuna er tetta allt annad lif...
nytt post a leidinni, buin ad skrifa tad og aetladi ad posta tvi nuna en tradlausa netid er eitthvad bilad tannig ad tad verdur ad bida til morguns... tangad til naest!!!
elsa

2.3.05

Gledilegan mars manud allir saman, alveg otrulegt hvad timinn lidur nu hratt!! tad er nu ymislegt sem gerist i tessum marsmanudi, fullt af folki sem eg tekki sem a afmaeli, fullt af folki kemur i heimsokn til noregs, paskarnir og svo orugglega ymislegt fleira.
vardandi yfirlysinguna mina i gaer ta var eg sko buin ad skrifa blogg sem er a tolvunni hans magga og svo for eg tangad sem er tradlaust net og aetladi ad posta tvi i gaerkveldi en nuna tarf madur ad fa adgangsord og password og teir attu tad bara ekki til tannig ad vid komumst ekki a netid, er lika buin ad skrifa nokkur bref tannig ad tetta verdur bara allt ad bida betri tima!!! sorri...
sidan sidast ta er bara buid ad vera kalt herna i hovden a milli -5 til -30 gradur eg fraus naestum einn morguninn tegar eg var ad labba i vinnuna i -30 gradum kl. 7.30 um morgun i 40 min!!! var komin ising a augabrunirnar og augnharin og laerin ordin daldid kold en eg lifi tannig ad tad er allt i godu!!!;)
svo erum vid ju flutt i nyju ibudin sem vid leigjum bara i einn manud i senn, fluttum tangad sidasta fostudag og lidur bara nokkud vel tar, tar er arin og gengur mun betur ad kveikja i honum heldur en i nz!!! og gefur hann alveg tvilikan hita fra ser. tad aetladi einn gaur ad flytja i tessa ibud med okkur en hann hefur ekki latid sja sig enn tannig ad vitum eki alveg hvad er i gangi!! vonandi kemur hann bara ekki neitt ta geta hallbera og smari og disa gist hja okkur um helgina og bara alltaf teir sem vilja gistingu geta komid!!:)
en tau eru nu alveg skritin vinnuveitendurnir hans magga, hann a ad heita yfirkokkur tar og svo i gaer komum vid og forum ad trifa hittum tau adeins fyrst og forum svo ad trifa, tegar vid komum til baka voru tau farin og hinn kokkurinn var bara tarna og sagdi ad tau hefdu farid til danmerkur fram a fimmtudag!!! ekkert verid ad segja okkur fra tvi eda neitt, svo er maggi ekki buin ad fa laun sem honum var lofad fyrir helgi allavega og se eg tad ekki alveg gerast, tetta eru nu med teim lelegustu vinnuveitendum sem eg hef lent i verd eg nu bara ad segja!!!
eg fekk hins vegar utborgad strax a manudag, fyrsta skipti i rumt ar sem eg fae pening!!! veiii....
eg er nuna ein herna i vinnunni, klukkan er rumlega fjogur og eg tarf ad vera herna til sjo, bara ein og tad er ekkert ad gera, tarf bara ad skura golfid og svo get eg hangdi bara a netinu endalaust, gaman gamna....
og svo a morgun er eg ad fara i reindyrskjoring a bretti, ta heng eg bara aftan i hreindyri og laet tad draga mig, segi ykkur betur fra tvi sidar tegar tad er buid en tad hljomar pinu spennandi finnst mer, venjulega fer folk a skidum en tar sem eg a ekki skidi er bara um ad gera og profa brettid. tessi hreindyr eru ny komin hingad fra nordur noregi, eigandinn herna for ad saekja tau tangad, tok ruma viku ad ferdast med tau, sjo stykki og eg vard nu fyrir sma vonbrigdum tegar eg sa tau, tad er buid ad saga hornin af teim ollum nema eitt af einu!!! mer finnst tetta eiginlega bara ekkert vera hreindyr nema tau seu med horn, en eg geri rad fyrir ad tetta se ut ad einhverjum oryggisastaedum!!!
jaeja, laet tetta gott heita i bili....
bid ad heilsa ollum og tid megid ju endilega kasta lika a mig kvedju!!!;)
elsa

1.3.05

nytt blogg vaentanlegt seinna i dag!!;)

22.2.05

hallo hallo komin timi a sma kvedju hedan ur utlandinu, sem sumum finnst kannski ekki svo mikid utland en hvad um tad. herna er um 15 stiga frost, ekkert rosalega mikid nuna, buid ad vera i kringum -25 gradurnar. hlakkar tig ekki til ad koma i heimsokn mamma min??;) tu tekur bara hitateppid med!!!
ekki mikid ad gerast nema tad er buid ad snjoa alveg slatta og komid vel yfir einn metirinn herna ekki verid svona mikid i langan tima vist segja menn. vid erum nu samt ekkert buin ad vera duglega ad renna okkur, bara sama og venjulega!
eg er i vinnunni nuna og er ad hlusta a aedislega jesustonlist herna, tad er einhver hopur herna og eru tau ad spila og syngja voda gaman. eg a ad byrja ad vinna aftur kl. 8 i fyrramalid tannig ad eg aetla bara ad sofa herna i stadinn fyrir ad labba heim i halftima nuna og turfa svo ad labba til baka nokkrum klukkutimum sidar, to ad eg hafi nu alveg mjog gott af tvi ad labba tetta ta bara nenni eg tvi ekki!!!
ja og svo forum vid ad skoda ibud a sunnudaginn sem vid erum vist ad fara ad bua i, hun er 60 fm med tveim svefnherbergjum og ollum husgognum, alveg finasta ibud nema tad tydir ad tad baetast taepar 10 min vid gonguna hja mer og nokkrar min lika fyrir magga ad labba i vinnuna en tad verdur bara ad hafa tad, svo faum vid kannski einn medleigjanda lika sem er bara gott tvi tad minnkar ju leiguna fyrir okkur en samt langar okkur ekkert geggjad mikid ad fa hann en tad er ekki alveg komid i ljos ennta, sjaum bara til, vid flytjum a fostudaginn!! en tad er samt bara sama heimilisfang hja okkur ef tid aetlid ad senda okkur eitthvad!!!:)
ja og svo i dag fengum vid loksins skattkortin okkar sem vid erum buin ad bida eftir i 6 vikur eda svo, eda sidan vid komum hingad, turfum ekki ad borga alveg fullan skatt tvi vid sogdum ad vid myndum bara vera herna i nokkra manudi en tad er samt ekkert komid a hreint hvad vid verdum herna lengi. tau a hovdehytta vilja ad maggi verdi herna afram hja teim i sumar, tad er reyndar lokad i mai og juni en ta myndi hann fara til kristiansand, og vera tar afram naesta vetur, hann er ad hugsa malid og tarf ad vera buin ad akveda sig i vikulok!!!!
jæja tad er buid ad bjoda mer kaffi og baily's tannig ad eg aetla ad kvedja i bili.
hlakka til ad fa einhver skemmtilega comment fra ykkur!!
kiss og knus....
elsa

11.2.05

Jæja, er komin tími til að láta aðeins heyra í sér. það er nú ýmislegt búið að gerast síðan síðast, okkur er ekki búið að leiðast alveg eins mikið og síðustu viku allavega og það er gott. fyrst er það að frétta að hallbera og smári komu í heimsókn til okkar síðustu helgi og var það alveg frábært. við fórum 3 að renna okkur (maggi að vinna) á föstudagskvöld og var alveg súperfæri bara og nokkuð gaman komum svo heim og hallbera náði að selja 3 húfur takk fyrir og fékk smá pening fyrir það. svo á laugardag fórum við öll fjögur saman í ísklifur, eða veit ekki alveg hvort það er hægt að kalla þetta ísklifur sem við vorum að gera en það var allavega ís (þó það hafi ekki verið mikið af honum) og við vorum að klifra, þannig að jú þetta var ísklifur og var það bara nokkuð gaman, maggi hafði aldrei prófað ísklifur áður og var alveg að fíla sig í tætlur (sjá myndir á smabera.blogspot.com) á laugardagskvöld höfðum við það nú bara rólegt, borðuðum spiluðum og horfðum á tv, ekkert merkilegt svo sem. síðan á sunnudag förum við öll að renna okkur, maggi líka, og þurftu náttlega strákarnir að prófa að hoppa pínu. smári var á skíðunum og bara nokkuð góður í hoppunum og svo kom maggi ekki búin að renna sér mikið að undanförnu og því dáldið stífur og í öðru hoppi lenti hann bara á rassinum og er búin að vera að drepast síðan, eða þetta er nú að lagast hjá honum med degi hverjum. við tókum nokkrar myndir og vonandi tekst okkur að setja þær inn fljótlega.
síðan á mánudag var mér farið að leiðast ansi mikið í þessu vinnuleysi og fór því að talaði við einn kall sem er með svona hreingerningarþjónustu og hann sagði bara að honum vantaði engan í augnablikinu en hann ætlaði að vera í bandi ef eitthvað væri. ég fór síðan á upplýsingamiðstöðin hérna og bað stelpurnar þar að senda cvið mitt út um allt hérna í hovden sem þær og gerðu. á þriðjudagsmorgun hringdi hreingerningargaurinn og vildi fá mig í vinnu strax seinnipartinn og stuttu seinna var hringt frá öðru hóteli og mér boðin bara full vinna í gegnum símann!!!
ég fór og hitti þau og var bara ráðin á staðnum, er bara allt í öllu þar, hreingerningum, móttaka, sími, þrif, eldhús og fleira!
ég byrjaði svo að vinna þar í dag, bara í prufu og á meðan ég var í vinnunni var hringt frá einni skíðaþjónustinni og þau vildu eitthvað tala við mig líka, hvar á maður eiginlega að draga mörkin þegar svona kemur?? núna er ég sem sagt lofuð í 4 vinnum eiginlega og mest að gera hjá ölllum um páskana akkúrat þegar mamma og pabbi ætla að koma í heimsókn!!!
en svona er þetta bara, velja og hafna, verður maður ekki bara að gera það??!!!
ég er allavega komin með vinnu og tíminn fer því væntanlega að líða aðeins hraðar og eitthvað meira að gerast hjá manni, kynnast fólki og læra eitthvað nýtt, gaman gaman....
það er hins vegar sama staðan bara hjá magga, veitingastaðurinn ennþá bara opinn fim-lau og við erum svona eiginlega að komast að því betur og betur að hann er heldur ekkert að fá nein sérstök laun hérna miðað við það sem gengur og gerist hérna í noregi en við skulum bara sjá hvað setur.
jæja, nenni ekki að skrifa meira, bið því að heilsa í bili.....
spurning dagsins: hverjum finnst að við eigum að koma heim í vor??:)

kv. elsa


og langar líka bara að láta ykkur vita að það er búið að snjóa hérna í tvo daga nánast, alveg slatti af nýjum snjó og það snjóar enn og á að snjóa alla helgina!!!!

3.2.05

Hallo, gaman ad sja hvad tad voru god vidbrogd vid commentum, takk fyrir tad og endilega bara halda tessu afram!!!:)
ekki mikid ad gerast i hovden i dag eda undanfarna daga, ekkert buid ad snjoa, frekar fult og vid buin ad fara ad renna okkur einu sinni a tridjudagskvoldid og ta var mikil ysing og ekkert rosalega gott faeri, en vid holdum i vonina og vonum ad tad snjoi um helgina. annars eru hallbera og smari ad koma i heimsokn a morgun og kannski knut vinur teirra lika a laugardaginn tannig ad ta verdur vonandi fjor.
ja og svo fekk eg bref fra sveinborgu og hun er a lifi og tetta var vist ekki eins alvarlegt og eg helt, hun var allavega buin ad henda annarri haekjunni eftir nokkra daga og vaentanlega farin ad renna ser aftur nuna ef eg tekki hana rett!!!
eg var buin ad hugsa eitthvad fullt sem eg aetladi ad skrifa en man svo ekki neitt nuna......
um helgina er eitthvad snjoskulptur daemi i gangi herna i hovden, i sidustu viku voru bunir til 4 kubbur af snjo, (3x3x3) og tok eg tatt i tvi ad tradka snjonum saman i eina heild og nuna i tessari viku er fullt af lidi buid ad vera ad vinna i tvi ad bua til einhver listaverk ur tessu, maggi er buin ad vera ad taka myndir tannig ad vonandi setjum vid inn myndir eftir helgi tegar tetta er allt afstadid, allavega er komin mynd af einum dreka tarna og svo hjarta og svo edla, allt saman mjog spennandi og tetta kostar baeinn ekki nema um 2-3 milljonir!!! en tetta baejarfelag er vist eitt af tvi rikasta herna i noregi tannig ad teim munar kannski ekkert um tetta.
ja og svo eru allir velkomnir i heimsokn, birkir, bara hringja a undan!!!!:)

og allir ad halda afram ad kommenta, tad er svo gaman, meira seinna.....

30.1.05

Halló halló allir saman, komin tími á að skrifa nokkrar línur hérna held ég. Lífði gengur bara mjög vel hérna í Hovden hjá okkur Magga. Farin að fá aðeins meiri vinnu sem er mjög gott og svo líka það að hluti af vinnunni hjá okkur fáum við borgað bara svart og fáum það alltaf jafnóðum þannig að við getum notað þann pening bara í lifnaðinn hérna í staðin fyrir að þurfa alltaf að nota besta vininn visa!!!
Ég var að vinna á barnum í fyrsta skiptið í gærkveldi og gekk það bara alveg ótrúlega vel, þótt ég segi sjálf frá, ekkert mál að skilja þegar fólk er að biðja um drykk en þegar það fer að spurja um eitthvað annað vandast málin aðeins en þá talar maður bara ensku og allt gengur vel. Já norskan eða skandinavískan eða hvað sem maður talar hérna gengur bara alveg ágætlega hjá mér, maggi er ekki alveg eins duglegur að reyna en þetta er allt að koma og verður vonandi alveg komið áður en við förum heim, hvenær sem það verður. Ég er ekkert byrjuð að kenna á snjóbretti ennþá en það verður væntanlega ekki fyrr en í þar næstu viku þegar vetrarfríin byrja. Þá byrjar veitingastaðurinn líka að vera opin alla daga frá hádegi, er bara opin á kvöldin fim-sun núna. Þannig að þá verður sko nóg að gera hjá öllum væntanlega og tíminn fer að líða hraðar. Svo er ég ekkert búin að vera neitt rosalega dugleg að renna mér þar sem maggi á ekki kort í lyfturnar og það er ekkert rosalega gaman að fara að renna sér alltaf einn, það er jú gaman þegar það er nýr snjór og púður en eins og færið er núna, frekar hartt og ísing er það ekkert gaman, maður þorir ekkert að reyna að gera eitthvað því þá er svo vont að detta!!! Eins og kom víst fyrir hana sveinborgu vinkonu mína, var að renna sér í chamonix í frakklandi þar sem hún ætlar að vera fram á vor en hún datt víst eitthvað og fór annað hvort úr mjaðmalið eða tognaði illa í bakinu og niðrí nára, er ekki búin að heyra almennilega í henni en ég læt ykkur vita þegar ég veit meira.
Við erum núna bara að horfa á sjónvarpið á norksa idolið, það er bara að velja í fyrsta úrtaki núna ekkert spennandi ennþá en dáldið fyndið stundum að sjá sumt af þessu liði. já og talandi um idol þá er hún lísa vinkona hennar hallberu ennþá í idol heima og endilega allir að styðja við bakið á henni lísu því ég get það víst ekki héðan, hvorki horft á hana né kosið hana!!!
Annars bara líður okkur frekar vel hérna, vonandi geta hallbera og smári farið að koma í heimsókn til okkar en þau búa í um 2 klst fjarlægð héðan og svo er hann davíð vinur hans magga víst að koma 6 feb til osló og verður í viku, spurning hvort við getum farið þangað og kíkt á hann og osló í kannski tvo daga.
Best að hafa þetta ekki of langt þannig að þangað til næst........
elsa og maggi

ps. já endilega megið þið lika skilja eftir comment eða eitthvað svo við vitum aðeins hverjir eru að fylgjast með okkur!!!:) það er líka svo gaman....

24.1.05

hallo hallo kaeru vinir.
madur er bara komin i fritt internet og ta nottlega verdur madur ad nyta ser tad i botn.
vid erum nuna buin ad vera i norega i taepar tvaer vikur og rumlega ein herna i hovden tar sem vid aetlum ad vera allavega fram i april. tetta er bara buid ad vera nokkud notalegt herna hja okkur. tetta er mjog litill baer med um 400 ibua a sumrin og svo um 20.000 ibua um paskana tannig ad tetta er eiginlega bara svona vetrarbaer. vid erum i um 800 metra haed herna og tvi getur ordid daltid kalt og tad er buid ad snjoa alveg slatta herna og enn fullt eftir ad koma i vidbot. maggi er byrjadur ad kokka adeins en ekki mikid tar sem veitingastadurinn er bara opinn fim-sun og svo er annar kokkur lika tannig ad teir skipta tessu a milli sin. en vaentanlega i naestu viku verdur byrjad ad hafa opid adeins lengur og fleiri daga lika. eg fae ad trifa adeins herna lika og er tad bara alveg fint, reyndar ekki alveg nogu mikid ad gera i tvi heldur ennta. svo er eg buin ad fara i aefingakennslu i snjobrettakennslu og hefur tad gengid mjog vel og fae eg ad kenna a snjobretti tegar vantar kennara og tornin byrjar sem verdur vaentanlega ekki fyrr en um midjan feb eda tegar vetrarfriin byrja i skolunum herna i noregi og danmorku. svo eru paskarnir fljotlega eftir tad og ta er lika nog ad gera plus tad ad vaentanlega aetla mamma og pabbi og helga og binni og aron orri ad koma i heimsokn til okkar og hallberu og smara tannig ad tad verdur ad sinna teim lika adeins.
ja annars list okkur bara trusu vel a tetta, strakurinn sem maggi vinnur fyrir vill allt fyrir okkur gera, baud okkur a djammid a fostudaginn og daeldi i okkur bjor og er alltaf ad reyna ad koma okkur i samband vid einhvern sem vid hugsanlega gaetum notad eitthvad!!!
en vid bidjum bara ad heilsa i bili og ef einhver hefur ahuga ad koma i heimsokn ta bara lata vita med sma fyrirvara!!!

kiss og knus til allra, Elsa og Maggi

12.1.05

Heja Norge!!!
Þá er maður loksins komin til Noregs, mætt til Bo til Hallberu sys og Smára, búin að vera hérna í rúman sólarhring og líkar bara nokkuð vel!!!
Ferðalagið gekk bara mjög vel, tókum rútu bara beint frá Osló og tók ferðin um 3 klst. Vorum doldið þreytt þegar við lendum hérna en allt komið í góðan farveg núna. Við erum meira að segja komin með símanúmer og allt og er það: +4747871913 og geta núna allir hringt í okkur að vild eða sent sms eða eitthvað.
Við leggjum svo af stað til hovden á morgun um hádegið og verðum komin þar um 15.30 skilst mér.
Við skrifum meira seinna, annars hafið það bara gott í bili....
meira seinna
Elsa og Maggi

7.1.05

Jæja næstu fréttirnar....
  • Hugrún og Matti skírðu guttann sinn 2. jan, óskar georg heitir hann, algjör dúlla
  • sirrý vinkona átti afmæli í dag, til hamingju með það sirrý mín!!!
  • jólin búin í gær, alltof fljótur að líða þessi blessaði tími því miður.
  • hallbera og smári fóru aftur til noregs í morgun
  • ég og maggi fengum vinnu í noregi, Hovden, um 1.5 klst frá hallberu og smára
  • við förum til noregs á þriðjudaginn næsta, 11.jan 2005 og komum ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi veit ekki hvenær.....

meira seinna, bið að heilsa í bili, er farin í bláfjöllin að kenna helgu á bretti!!!

2.1.05

Kæru vinir nær og fjær, komin tími á að skrifa nokkrar línur hérna, till þess er þetta víst, að láta vita aðeins af sér.
Vill náttlega byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs nýs ár og farsældar á því nýja og takk fyrir allar gamlar og góðar stundir á liðnu ári, þó þær hafi nú væntanlega ekki verið margar hjá flestum en hvað um það!!
Ég vona að þið hafið öll haft það rosalega gott um jólin og áramót og boraðað nóg og hvílt ykkur og nóg og allt það allavega gerði ég það alveg!!

Ég ætla að byrja þar sem frá var horfið og segja ykkur aðeins frá síðustu dögunum í NZ og ferðalaginu heim. Þegar við lentum í Christchurch eftir flugið frá Sydney þá var mikið kapphlaup hjá okkur því við lentum kl. 14.30 þurftum að sækja bílinn í hinn enda bæjarins og koma okkur svo aftur niður í bæ og koma honum í skoðun fyrir kl. 16. Nýsjálendingar eru mjög erfiðir þegar komið er að tollvörslu og öðru slíku og er alveg stranglega bannað að koma með mat inní landið og allar töskur eru settar í gegnumlýsingu þannig að það var heillöng á flugvellinum vegna þess, við vorum orðin ansi stressuð því við urðum að komast í þessa skoðun til að geta farið á bílunum til Nelson og verið komin þangað tímanlega vegan þess að útskriftin mín byrjaði kl. 8 á föstudagsmorgni. Allavega þá rétt náðum við þessu í tíma, komumt í skoðun sem við féllum á og vissum það alveg, forum með bílinn þaðan í smá viðgerð vegan vökvastýris olíuleka sem var búið að gera við 4 sinnum áður og ennþá lék en í þetta skiptið virkaði það loksins og eftir allt þetta stress lögðum við af stað frá chch til Nelson. Stefndum að því að vera komin til Nelson um kl. 23 en viti menn, alltaf jafn heppin við, þegar við áttum um einn og hálfan tíma eftir sauð á helv… bílnum!!! Við einhversstaðar útí sveit um miðja nótt orðin þreytt og allt í klessu en við komumst í vatn sem betur fer og náðum að láta hann kæla sig og náðum að keyra til nelson og vorum komin þangað kl. 3!!! Við vorum sem betur fer búin að panta gitingu þannig að við forum bara beint þangað og að sofa. Útskriftin mín var svo á föstudag og var það mjög gaman. Við vorum 11 sem útskrifuðumst með diploma í mínum hóp og svo eitthvað um 15 með certificate (fyrsta ár). Eftir útskriftina var smá móttaka í skólanum matur og bjór og svo var haldið áfram að drekka bjór eitthvað fram eftir. Foreldrar voru velkomnir þarna líka og pabbar tvenna vina minna voru í hálfgerðri keppni að dæla bjór í alla þannig að það var fínt líka!!! Svo kvaddi maður alla þarna sama kvöld með miklum söknuði!!!
Við maggi vorum svo í nelson alveg fram á miðvikudag, röltum bara um og höfðum það rólegt. Náðum loks að selja bílinn bílasalanum sem ég keypti hann af á mun minni pening en ég hafði vonast eftir en við losnuðum allavega við hann!!
Á miðviku dag hófst svo ferðalagið mikla, kl 9 vorum við mætt út á flugvöll í nelson og flugum þaðan til Auckland með slatta af yfirvigt. Biðum í Auckland í nokkrar tíma, maggi flaug kl. 15 með Singapore airlines, frá Auckland flaug hann til Singapore og stoppaði þar í 10 tíma, var bara á flugvellinum, hann þurfti að versla svo mikið þar og svo þaðan flaug hann til London bæði flugin um 11 tímar. Hann lenti svo á heathrow kl. 15 ca og þurfti að taka rútu þaðan og til standsted og var það dáltíð tæpt en náðist. Ég hins vegar lagði af stað frá Auckland um kl. 19 og flaug þaðan til Brisbane (ástralía, 4 klst), tveggja tíma bið þar,frá Brisbane til Singapore (7 klst) og tveggja tíma bið þar, Singapore dubai (7 klst) og tveggja tíma bið þar og svo dubai London (7klst). Þetta ferðalag gekk allt saman mjög vel og meira að segja í síðasta fluginu var vélin half tóm þannig að ég félkk alveg 4 sæti fyrir mig og gat lagt mig alla leið. Þegar komið var til London (Gatwick) um kl. 11 á fimmtudagsmorgni þurfti ég að biíða til 14 eftir rútu til standsted og tók sú rútuferð um 3 klst. Og þegar var komð á standsted hófst biðin eftir magga og sjá hvort hann mundi ná því. Um kl 19 mætti maggi á svæðið loksins og sem betur fer var seinkun á vélinni frá íslandi þannig að þetta var allt í góðu (brottför átti að vera kl. 1950). Flugum frá London til islands og vorum lent á klakanum um kl. 12.30 aðfaranótt förstudagsins 17 des og þar tók við klukkustundar akstur heim og þar með lauk um 2 sólarhringa ferðalagi!!! Mamma, pabbi og hallbera voru mætt í kef að taka á móti mér og mamma og pabbi hans magga líka og tveir vinir hans mættu þar einnig í jólasveinabúning og sungu fyrir okkur!!! Gaman að því maggi fór svo upp á skaga og ég á háaleitisbraut. Dagarnir fyrir jól voru nú bara nokkuð rólegir, klára jólainnkaup og pakka inn og svoleiðis. Svo nátlega líka að hitta fullt af fólki og fara á djammið og fleira slíkt. Jólin liðu svo bara eins og venjulega nema Helga og binni voru fyrir vestan í þetta skiptið. Milli jóla og ný árs var svo bara borðað meira og haft það gott en svo líka tókst mér að láta plata mig í flugeldasölu og ekki bara sölu heldur var ég gerð aðstoðarsölustjói á stærsta sölustaðnum okkar þannig að ég var þar bara nánast frá mánudegi fram til kl. 18 á gamlársdag!!! Þetta var bara alveg ágætt og bara nokkuð gaman fannst mér, við seldum reyndar ekki eins mikið og í fyrra og kennum við veðurmönnunum um það og svo var bara fínasta veður þegar átti að skjóta upp eins og við vorum búin að segja öllum að yrði!!! Gamlárskvöld var nú bara frekar rólegt hjá mér, í þetta skiptið voru Helga og binni með okkur líka en hallbera og smári voru á akureyri og aron á blönduósi. Það var borðaður góður matur og helmingurinn horðfi á skaupið meðan hinir lögðu sig og svo var skotið upp einni stórri risa tertu og drukkinn bjór og spilað. Maggi mætti svo í bæinn um kl. 3.30 og þá nenntum við bara ekki að fara neitt þannig að við drukkum bara aðeins meira heima!!!
Annars vona ég að allir hafi bara átt gleðileg jól og hlakka til að sjá ykkur sem fyrst á nýju ári!!!
Meira seinna kæru vinir, Elsa