4.9.05

Jæja loksins hefur maður tíma til að skrifa nokkrar línur hérna, örugglega allir löngu hættir að kíkja en hvað um það.
sumarið er búið að vera annasamt og mjög fljótt að líða. búin að vera að vinna mjög mikið og alltaf verið annað hvort í skálpanesi eða jaka/húsafelli og þar er auðvitað ekkert netsamband. þetta er búin að vera alveg ágætis reynsla en ég hugsa að ég verði ekki vélsleðaguide heilt sumar aftur, því miður, finnst þetta aðeins of einhæft. ég er sem sagt hætt þar og er að leita að vinnu, eiginlega komin með vinnu en læt ykkur vita betur af þvi þegar það er 100% staðfest. það verður sem sagt skrifstofuvinna, ég ætla að prófa það núna og sjá hvernig mér líkar það. svo er ég að fara líka í leiðsögumannaskólann í mk í vetur, það er á mán, þri og mið kvöldum frá hálf sex til tíu og svo einhverjir laugardagar líka þannig að það verður nóg að gera hjá minni. svo er ég líka að fara í einkaþjálfun í laugum í einn mánuð, langar til að prófa það í smá stund.
á morgun erum við maggi svo loksins að flytja inní íbúðina hans aftur, en hún er búin að vera í leigu frá því að maggi kom til nýja sjálands. við erum bara búin að vera hjá m&p í sumar og stundum hefur verið dáldið þröngt á þingi, sérstaklega þegar hallbera og smári voru á landinu en þau eru farin aftur til noregs og ætla að vera þar í vetur, líklega síðasta árið þeirra þar en maður veit samt aldrei.
það eru engar útlandaferðir planaðar hjá mér á næstunni, ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér, mig langar náttlega fullt en spurning um að komast á réttan fjárhagslegan kjöl áður en maður fer að gera eitthvað meira.
ég var í brúðkaupi í gær hjá ingu rós og pétri, en þau eru bæði með mér í flugbjörgunarsveitinni og svo var inga rós líka með mér í hr. það var allt rosa flott, bæði sögðu já að sjálfsögðu og rosa flott veisla og matur á eftir og svaka fjör.
og svo átti ég afmæli um daginn, takk fyrir kveðjurnar þeir sem þær sendur!!
maggi eldaði svaka flottan mat handa okkur, mér, m&p og tengdó, það var humar með ferskum aspas, ætiþistlum, kóriander pestó og sætkartöflumús í forrétt og svo var andabringa með appelsínusósu, steiktu grænmeti og kartöflum í aðalrétt, geggjað gott og mamma bakaði svo fína köku handa okkur. ég fékk geggjað flottan gore-tex galla, mountain hardwear frá þeim öllum, ógeðslega ánægð með það!!!
jæja, nenni ekki meir í bili....
meira síðar, elsa

Engin ummæli: