30.3.05

skrifað 26 feb 2005

Þvílíkt dugleg að blogga núna, geri ráð fyrir að fólk nenni ekkert að fylgjast með manni ef maður skrifar bara einu sinni í mánuði eða svo þannig að nú ætla ég sko að taka mig á, en lofa náttlega engu, maður veit ekki hvað getur gerst.
Annars er það helsta að við erum flutt núna í nýju íbúðina okkar, mjög kósí íbúð, var reyndar dáldið kalt hérna í gærkveldi en það er arin sem við getum notað þannig að það er bara spurning um að kveikja í honum, vonandi verður það ekki eins mikið vesen og í nz, ég læt magga í það mál, honum finnst það svo gaman!!
hann er að vinna núna og ég er í frí, það er þvílík blíða í hovden í dag og fór ég að renna mér í nokkra klukkutíma áðan, ein, sem er ekkert rosa gaman svo var líka svoldið mikið af fólki, ekkert rosa löng röð samt í lyftuna, bara mikið af fólki í brekkunum fyrir manni!!
æ já og svo datt lísa út úr idol í gær, frekar leiðinlegt en samt góður árangur hjá henni þar sem hún komst nú bara inní 10manna í dómaravalinu, skilst hún hafi sett markið á 6 manna úrslit þannig að hún hlýtur að vera ánægð með þetta, til hamingju með það lísa.
og svo eru tvö afmælisbörn á morgun, bara svo ég gleymi því nú ekki, elsku inga rós og sara innilega til hamingju með afmælin!!!
hérna í nýju íbúðinni okkar erum við bara með ríkissjónvarpið hérna í noregi en á hinum staðnum vorum við með 4 stöðvar, þannig að maggi er ekki alveg sáttur með það, honum á örugglega eftir að leiðast mikið nema hann fái sér bara bók eða lesa.... en allaveg þá er vm á skíðum í gangi núna og það er endalaust verið ad sýna frá því og eru norðmenn þvílíkt að standa sig sýnist mér, ein stelpa búin að vinna tvö gull í skíðagöngu, alveg magnað að horfa á hana, þvílíkur kraftur í henni!!! stundum vildi ég nú að ég hefði getað einbeitt mér að einhverri einni íþrótt og náð góðum árangri í stað þess að hoppa úr einu í annað og hætta svo bara alveg, en ég er nú alltaf að hugsa að maður hefur nú ennþá tíma til að gera eitthvað í því en bara spurning um að velja sér réttu íþróttina, hvað finnst þér að ég ætti að fara að æfa á fullu, eitthvað sem ég gæti náð árangri í???
og svo er mamma hans smára að koma til bo á mánudaginn og svo ætla þau þrjú að koma til hovden á fimmtudag og vera í tvær nætur hérna, þá ætla ég að fá að vera í fríi á föstudag til að geta farið að renna með þeim á fullu. svo kemur hún vonandi með sundbolinn minn og þá er spurning um að kíkja í badeland. var ég búin að segja ykkur frá því?? það er sundlauginn hérna í hovden ekkert stærri en árbæjarlaugin, eiginlega bara minni og er líka bara inni, einhver sólpallur bara úti fyrir sumarið og það kostar 1150 islenskar krónur í hana og þá fær maður að vera í allt að þrem tímum, annars væri það 1350 ef maður vill vera lengur!!!! já noregur er dáldið dýr finnst okkur!!!
jæja, ekki meir í bili, bið að heilsa í bili......
endilega sendið mér mail eða komment og segið mér hvað er að gerast í ykkar lífi, þarf ekki að vera langt, bara tvær línur!!!
kiss og knús, elsa

Engin ummæli: