9.3.05

jæja jæja jæja...
helstu fréttiarnar síðan síðast þá er nú ekki búið að vera eins kalt í hovden, bara rétt um frostmark á daginn og svo kannski -10 á nóttunni þannig að við lifum enn... hallbera, smári og vigdís (mamma smára) komu í heimsókn til okkar á fimmtudag já og svo líka knut sem býr með h&s. það byrjað rétt að snjóa á fimmtudag og ég smári og vigdís fórum í fjallið og renndum okkur í mjög svo góðu færi og svo á föstudag fórum við öll saman og maggi líka í fjallið frá kl. 10 til 16.30 með aðeins klst pásu, og það snjóaði endalaust mikið á okkur allan tímann og skyggnið var alveg hrikalega lélegt en það var bara gaman, smá svona challenge í því, renna sér bara eitthvað. svo vorum við að prófa fullt af nýjum leiðum inní skóginum og gerðist það nokkrum sinnum að keyrt var á tré!!! maggi t.d. tvisvar i sömu ferðinni já svo ég líka en bara einu sinni og svo hinir eitthvað líka. þetta var svo magnað færi og það var bara svo gaman að það var bara geggjað!!!
svo elduðum við öll saman á föstudagskvöld og svo fóru knut og smári um kvöldið en dísa og hallbera voru hjá okkur fram á laugardag og renndu sér nokkrar ferðir þá í þvílíkri blíðu, dísa þvílíkt ánægð að geta séð hvert hún væri að renna sér!!!
þær fóru svo á laugardag. við héldum þá bara áfram að vinna og gera það sem við gerum hérna, sem er nú ekkert rosalega mikið. núna erum við að spá í fulllu í sumrinu og hvað muni gerast þá, ekkert búið að ákveða eiginlega ennþá en það kemur vonandi allt í ljós fjótlega, ef einhver veit um spennandi vinnu handa mér heima, erlendis eða bara hvar sem er, þá endilega hafið samband,!!!:D
jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili... bara meira næst..
ha det bra.... elsa og maggi

Engin ummæli: