nýtt blogg og svo gamalt fyrir neðan sem var skrifað fyrir löngu en vegna tölvu leysis.....
jæja er ekki komin tími á smá pistil. dáltið langt síðan síðast, enda búið að vera nóg að gera hjá mér í vinnunni og tölvan hans magga búin að vera batteríslaus (það dó) og því hefur maður lítið komist á netið en maggi er búin að fá nýtt batterí sem dugar alveg í rúma 3 tima skilst mér á honum og páskarnir eru búnir og því mikið minna að gera í vinnunni, ég t.d. í fríi í dag og á morgun!!! þvílíkur lúxus, en þá er maggi náttlega að vinna, eða núna í kvöld er hann að vinna til 10 og því ligg ég bara uppí sófa með bjór við hönd, skrifa maila hlusta á tónlist og hef það notalegt!!!:)
já svo ég sé ekki að láta ykkur bíða mikið lengur þá er það sem sagt komið á hreint að ég er að fara að verða vèlsleða guide á langjökli og svo væntanlega eitthvað að driver guida líka og eitthvað fleira skemmtilegt hjá afþreyingafélaginu í sumar, það komu jú nokkrar góða ágiskanir, og mis langt frá raunveruleikanum, en þetta er sem sagt staðfest núna. og svo er maggi komin með vinnu á lauga-ás (þar sem hann lærði) og mun hann byrja þar 1 maí en ég um miðjan maí þannig að við verðum komin heim í lok apríl, eigum eftir að breyta flugmiðunum okkar sem eru núna á 10 sept en verða færðir eitthvað fram.
það sem er ´buið að gerast síðan síðast er víst helst það að það voru jú páskar eins og flestir ættu að vita og þá fengum við einmitt heimsókn frá íslandi og bo, mamma, pabbi, elfa, aron, valdís hallbera og smári komu öll í heimsókn til okkar í tvær nætur. svo heppilega vildi til að það féll niður bókun í vinnunni hjá mér þannig að þau fengu gistingu þar og líkaði bara vel. þau komu svo með fullt af íslenskum mat med sér en fyrra kvöldið fengum við hamborgarahrygg og það síðara íslenskt læri, mér skilst að það hafi verið ein 15kg taska tekin með frá íslandi full af mat!!! svo fengum við líka fullt af nammi og svo 3 páskaegg en tvö eru búin, eftir að slást um það þriðja hugsa ég viti nú samt alveg hver vinnur það.
og svo er búið að vera alveg fullt að gera hjá mér í vinnunni, nóg að þrífa og vaska upp og svona gaman gaman.....
eigandi er búin að vera að hrósa mér svo þvílíkt undanfarna daga og vill endilega að ég verði hjá honum í sumar en því miður er ég komin með aðra vinnu, annars hefði ég örugglega verið áfram, NOT!!! þetta er held ég leiðinlegasta vinna sem ég hef verið í en þau sem ég er að vinna með eru samt alveg fín, og eigandinn líka en bara... já svona er þetta bara. en ég má allavega koma hvenær sem ég vil og vinna þarna!!!!
já við maggi ákváðum að nýta okkur veður blíðuna í dag og .það að ég var í fríi og skelltum okkur í fjallið, það er búið að bráðna alveg slatta af snjó og tók maður strax eftir því þegar maður fór í gegnum hliðið í stólinn, áður náði það uppá miðjan sköflung á mér en núna er það komið upp á mitt læri!!!! en sem betur fer tekur maður ekki mikið eftir þessu í brekkunum, þ.e. engir steinar eða neitt óþægilegt á vegi manns.
við vorum þvílíkt að stökkva og sovna í dag þar sem snjórinn er svo mjúkur þegar það er svona hlýtt, ég er að mana mig upp í 360 og maggi að æfa sig meira í því, hefur tekist það nokkrum sinnum en samt ekki alveg nógu öruggur. annars, ein spurning til snjóbretta áhugamanna sem lesa þetta, hvort er auðveldara að gera frontside eða backside????? hvað finnst ykkur, ég er búin að vera að pæla í þessu, maggi segir front en ég er ekki sammála. svarið og rökstyðjið endilega!!!:)
jæja, nenni ekki meiru, ætla að setja mynd í tækið (tölvuna) og fá mér lakkrís (íslenskan).
hafiði það gott og bara þangað til næst.....
elsa
ps. afmæliskveðjur, 29 mars - anna karen; 30 mars gunnhildur og ásta; 31 mars - þröstur bróðir TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ÖLL SAMAN!!!! (vonandi er ég ekki að gleyma neinum)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli