2.1.05

Kæru vinir nær og fjær, komin tími á að skrifa nokkrar línur hérna, till þess er þetta víst, að láta vita aðeins af sér.
Vill náttlega byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs nýs ár og farsældar á því nýja og takk fyrir allar gamlar og góðar stundir á liðnu ári, þó þær hafi nú væntanlega ekki verið margar hjá flestum en hvað um það!!
Ég vona að þið hafið öll haft það rosalega gott um jólin og áramót og boraðað nóg og hvílt ykkur og nóg og allt það allavega gerði ég það alveg!!

Ég ætla að byrja þar sem frá var horfið og segja ykkur aðeins frá síðustu dögunum í NZ og ferðalaginu heim. Þegar við lentum í Christchurch eftir flugið frá Sydney þá var mikið kapphlaup hjá okkur því við lentum kl. 14.30 þurftum að sækja bílinn í hinn enda bæjarins og koma okkur svo aftur niður í bæ og koma honum í skoðun fyrir kl. 16. Nýsjálendingar eru mjög erfiðir þegar komið er að tollvörslu og öðru slíku og er alveg stranglega bannað að koma með mat inní landið og allar töskur eru settar í gegnumlýsingu þannig að það var heillöng á flugvellinum vegna þess, við vorum orðin ansi stressuð því við urðum að komast í þessa skoðun til að geta farið á bílunum til Nelson og verið komin þangað tímanlega vegan þess að útskriftin mín byrjaði kl. 8 á föstudagsmorgni. Allavega þá rétt náðum við þessu í tíma, komumt í skoðun sem við féllum á og vissum það alveg, forum með bílinn þaðan í smá viðgerð vegan vökvastýris olíuleka sem var búið að gera við 4 sinnum áður og ennþá lék en í þetta skiptið virkaði það loksins og eftir allt þetta stress lögðum við af stað frá chch til Nelson. Stefndum að því að vera komin til Nelson um kl. 23 en viti menn, alltaf jafn heppin við, þegar við áttum um einn og hálfan tíma eftir sauð á helv… bílnum!!! Við einhversstaðar útí sveit um miðja nótt orðin þreytt og allt í klessu en við komumst í vatn sem betur fer og náðum að láta hann kæla sig og náðum að keyra til nelson og vorum komin þangað kl. 3!!! Við vorum sem betur fer búin að panta gitingu þannig að við forum bara beint þangað og að sofa. Útskriftin mín var svo á föstudag og var það mjög gaman. Við vorum 11 sem útskrifuðumst með diploma í mínum hóp og svo eitthvað um 15 með certificate (fyrsta ár). Eftir útskriftina var smá móttaka í skólanum matur og bjór og svo var haldið áfram að drekka bjór eitthvað fram eftir. Foreldrar voru velkomnir þarna líka og pabbar tvenna vina minna voru í hálfgerðri keppni að dæla bjór í alla þannig að það var fínt líka!!! Svo kvaddi maður alla þarna sama kvöld með miklum söknuði!!!
Við maggi vorum svo í nelson alveg fram á miðvikudag, röltum bara um og höfðum það rólegt. Náðum loks að selja bílinn bílasalanum sem ég keypti hann af á mun minni pening en ég hafði vonast eftir en við losnuðum allavega við hann!!
Á miðviku dag hófst svo ferðalagið mikla, kl 9 vorum við mætt út á flugvöll í nelson og flugum þaðan til Auckland með slatta af yfirvigt. Biðum í Auckland í nokkrar tíma, maggi flaug kl. 15 með Singapore airlines, frá Auckland flaug hann til Singapore og stoppaði þar í 10 tíma, var bara á flugvellinum, hann þurfti að versla svo mikið þar og svo þaðan flaug hann til London bæði flugin um 11 tímar. Hann lenti svo á heathrow kl. 15 ca og þurfti að taka rútu þaðan og til standsted og var það dáltíð tæpt en náðist. Ég hins vegar lagði af stað frá Auckland um kl. 19 og flaug þaðan til Brisbane (ástralía, 4 klst), tveggja tíma bið þar,frá Brisbane til Singapore (7 klst) og tveggja tíma bið þar, Singapore dubai (7 klst) og tveggja tíma bið þar og svo dubai London (7klst). Þetta ferðalag gekk allt saman mjög vel og meira að segja í síðasta fluginu var vélin half tóm þannig að ég félkk alveg 4 sæti fyrir mig og gat lagt mig alla leið. Þegar komið var til London (Gatwick) um kl. 11 á fimmtudagsmorgni þurfti ég að biíða til 14 eftir rútu til standsted og tók sú rútuferð um 3 klst. Og þegar var komð á standsted hófst biðin eftir magga og sjá hvort hann mundi ná því. Um kl 19 mætti maggi á svæðið loksins og sem betur fer var seinkun á vélinni frá íslandi þannig að þetta var allt í góðu (brottför átti að vera kl. 1950). Flugum frá London til islands og vorum lent á klakanum um kl. 12.30 aðfaranótt förstudagsins 17 des og þar tók við klukkustundar akstur heim og þar með lauk um 2 sólarhringa ferðalagi!!! Mamma, pabbi og hallbera voru mætt í kef að taka á móti mér og mamma og pabbi hans magga líka og tveir vinir hans mættu þar einnig í jólasveinabúning og sungu fyrir okkur!!! Gaman að því maggi fór svo upp á skaga og ég á háaleitisbraut. Dagarnir fyrir jól voru nú bara nokkuð rólegir, klára jólainnkaup og pakka inn og svoleiðis. Svo nátlega líka að hitta fullt af fólki og fara á djammið og fleira slíkt. Jólin liðu svo bara eins og venjulega nema Helga og binni voru fyrir vestan í þetta skiptið. Milli jóla og ný árs var svo bara borðað meira og haft það gott en svo líka tókst mér að láta plata mig í flugeldasölu og ekki bara sölu heldur var ég gerð aðstoðarsölustjói á stærsta sölustaðnum okkar þannig að ég var þar bara nánast frá mánudegi fram til kl. 18 á gamlársdag!!! Þetta var bara alveg ágætt og bara nokkuð gaman fannst mér, við seldum reyndar ekki eins mikið og í fyrra og kennum við veðurmönnunum um það og svo var bara fínasta veður þegar átti að skjóta upp eins og við vorum búin að segja öllum að yrði!!! Gamlárskvöld var nú bara frekar rólegt hjá mér, í þetta skiptið voru Helga og binni með okkur líka en hallbera og smári voru á akureyri og aron á blönduósi. Það var borðaður góður matur og helmingurinn horðfi á skaupið meðan hinir lögðu sig og svo var skotið upp einni stórri risa tertu og drukkinn bjór og spilað. Maggi mætti svo í bæinn um kl. 3.30 og þá nenntum við bara ekki að fara neitt þannig að við drukkum bara aðeins meira heima!!!
Annars vona ég að allir hafi bara átt gleðileg jól og hlakka til að sjá ykkur sem fyrst á nýju ári!!!
Meira seinna kæru vinir, Elsa

Engin ummæli: