30.1.05

Halló halló allir saman, komin tími á að skrifa nokkrar línur hérna held ég. Lífði gengur bara mjög vel hérna í Hovden hjá okkur Magga. Farin að fá aðeins meiri vinnu sem er mjög gott og svo líka það að hluti af vinnunni hjá okkur fáum við borgað bara svart og fáum það alltaf jafnóðum þannig að við getum notað þann pening bara í lifnaðinn hérna í staðin fyrir að þurfa alltaf að nota besta vininn visa!!!
Ég var að vinna á barnum í fyrsta skiptið í gærkveldi og gekk það bara alveg ótrúlega vel, þótt ég segi sjálf frá, ekkert mál að skilja þegar fólk er að biðja um drykk en þegar það fer að spurja um eitthvað annað vandast málin aðeins en þá talar maður bara ensku og allt gengur vel. Já norskan eða skandinavískan eða hvað sem maður talar hérna gengur bara alveg ágætlega hjá mér, maggi er ekki alveg eins duglegur að reyna en þetta er allt að koma og verður vonandi alveg komið áður en við förum heim, hvenær sem það verður. Ég er ekkert byrjuð að kenna á snjóbretti ennþá en það verður væntanlega ekki fyrr en í þar næstu viku þegar vetrarfríin byrja. Þá byrjar veitingastaðurinn líka að vera opin alla daga frá hádegi, er bara opin á kvöldin fim-sun núna. Þannig að þá verður sko nóg að gera hjá öllum væntanlega og tíminn fer að líða hraðar. Svo er ég ekkert búin að vera neitt rosalega dugleg að renna mér þar sem maggi á ekki kort í lyfturnar og það er ekkert rosalega gaman að fara að renna sér alltaf einn, það er jú gaman þegar það er nýr snjór og púður en eins og færið er núna, frekar hartt og ísing er það ekkert gaman, maður þorir ekkert að reyna að gera eitthvað því þá er svo vont að detta!!! Eins og kom víst fyrir hana sveinborgu vinkonu mína, var að renna sér í chamonix í frakklandi þar sem hún ætlar að vera fram á vor en hún datt víst eitthvað og fór annað hvort úr mjaðmalið eða tognaði illa í bakinu og niðrí nára, er ekki búin að heyra almennilega í henni en ég læt ykkur vita þegar ég veit meira.
Við erum núna bara að horfa á sjónvarpið á norksa idolið, það er bara að velja í fyrsta úrtaki núna ekkert spennandi ennþá en dáldið fyndið stundum að sjá sumt af þessu liði. já og talandi um idol þá er hún lísa vinkona hennar hallberu ennþá í idol heima og endilega allir að styðja við bakið á henni lísu því ég get það víst ekki héðan, hvorki horft á hana né kosið hana!!!
Annars bara líður okkur frekar vel hérna, vonandi geta hallbera og smári farið að koma í heimsókn til okkar en þau búa í um 2 klst fjarlægð héðan og svo er hann davíð vinur hans magga víst að koma 6 feb til osló og verður í viku, spurning hvort við getum farið þangað og kíkt á hann og osló í kannski tvo daga.
Best að hafa þetta ekki of langt þannig að þangað til næst........
elsa og maggi

ps. já endilega megið þið lika skilja eftir comment eða eitthvað svo við vitum aðeins hverjir eru að fylgjast með okkur!!!:) það er líka svo gaman....

Engin ummæli: