17.4.05

Jú ætli það sé ekki komin tími á smá update!!
er núna komin til hallberu og smára í bo og hérna er jú þráðlaust net þannig að við getum legið á netinu allan daginn.
hovden dvölinni er sem sagt lokið og allir nokkuð sáttir með það. það var vinnuslútt hjá mér á fimmtudaginn síðasta og var okkur boðið í mat og gistingu. fengum ekki sérstakan mat en svo var jú drykkur og svona á eftir þannig að það bætti matinn upp. reyndar vorum við bara 4 þannig að þetta varð ekkert rosa djamm neitt, en fínt samt. síðasti vinnudagur hjá mér var síðan á föstudag og var hann nokkuð fljótur að líða. við ætluðum svo til bo á laugardeginum því maggi átti að vera í fríi en þá var hann beðinn um að vinna á laugardagskvöldið og sagði náttlega já við því. ég ákvað hins vegar að fara bara ein til hallberu á lau í staðinn fyrir að vera ein heima á laugkvöld meðan maggi væri að vinna og svo var líka afmælispartý í bo hja smára sem ég varð að mæta í!!
þegar ég mætti til bo var maður bara settur beint í vinnu við að undirbúa partýið og gekk það bara vel, hristum fram um 5 smárétti á engum tíma. svo var bara alveg fínt í partýinu reyndar borðaði fólk ekkert rosa mikið af matnum sem við bjuggum til en það var allt í lagi. svo var aðeins farið niðrí bæ á eftir en svo lokaði allt bara klukkan tvö sem er víst eðlilegt hérna þannig að þetta varð ekkert rosa löng nótt!! maggi kom svo á sunnudag eftir viðburðaríkt kvöld síðasta kvöld í hovden, hann ssegir ykkur kannski frá því síðar......
núna liggjum við bara yfir sjónvarpinu og borðum nachos og ostasósu, fólk reyndar orðið doldið þreytt eftir helgina!
stefnan er svo sett á að gera eitthvað skemmtilegt hé´rna í bo næstu daga, fara að klifra, í göngutúra eða eitthvað meira spennandi. svo rútumst við bara til osló næsta laug og þaðan á frónið!!!;)

jæja, meira síðar....
kiss og knús...
elsa

Engin ummæli: