22.4.05

jæja þá er síðasti dagurinn í noregi að líða og við sitjum bara í bo að horfa á sjónvarp og á netinu. þetta er bara búin að vera hin ágætasta dvöl að mér finnst, búin að læra alveg slatta í norsku og fundið út hvað ég vil ekki gera varðandi vinnu!!
maggi er búin að eiga fullt af frítíma og vonandi verður það ekki eins í sumar hjá honum. við erum sem sagt væntanleg á klakann á morgun kl. 15.25 á staðar tíma!!
já og svo ég gleymi ekki GLEÐILEGT SUMAR allir saman!!!
það er búin að vera geggjuð blíða hérna hjá okkur í bo núna í viku og við erum búin að fara í fjallgöngu, klifra tvisvar sinnum, á fótboltaleik og versla föt í fyrsta skipti hérna í noregi og keyptum við maggi okkur eins buxur!!!
svo er það 3 tíma lestarferð á morgun, vonandi í blíðu þannig að útsýnið verði fallegt!;)

annars er ég búin að vera að komast að því betur og betur að fullt af mínum ættingjum eru með blogsíður sem ég hafði ekki hugmynd um, spurning um að bæta þeim inn hérna til hliðar einhvern tíman við tækifæri.
já og svo erum við maggi geggjað búin að vera að leyta að straumkayak fyrir mig og vorum búin að finna einn og vorum búin að ákveða að kaupa hann í dag og svo þegar þröstur bróðir hans magga hringdi í gaurinn í dag og ætlaði að staðfesta kaupin þá bara var hann búin að selja öðrum hann!!! frekar svekkjandi, það er svona þegar maður er alltaf að veltast eitthvað með hlutina, þannig að ef einhver veit um straumkayak handa mér endilega hafið samband!!
já og svo ef einhver hefur áhuga á klettaklifri og langar að vera með í því í sumar má hinn sami hafa samband líka...:)
annars bið ég ykkur bara vel að lifa í bili og við heyrumst bara fljótlega...
já og ég er með sama símanúmer og ég var með hérna um jólin, man bara ekki alveg hvað það er!!!

kveðja, elsa

Engin ummæli: