jæja þá situr maður bara einn heima á laugardagskvöldi, mamma og pabbi í bústaðnum, helga á próflokadjammi og maggi í óvissuferð/árshátíð með vinnunni sinni og ég sötra bara bjór í rólegheitum eftir nokkuð góðan dag. vaknaði um 9 gerði mig til í gönguferð, skutlaði maggi í óvissuferðina og var svo sjálf sótt af íris og óli. síðan sóttum við bryndísi og fjögur brunuðum við inní botn á hvalfirði, þar fórum við stelpurnar út og röltum leggjabrjót, takk fyrir. það var nú frekar þungskýjað og eiginlega bara þoka alveg á köflum en engin rigning samt og mjög hlýtt og enginn vindur; gangan tók okkur um 4.5 klst og vorum við bara nokkuð sáttar með það, um 15 km, og gengum við niður af leggjabrjót að þingvöllum í sól og sælu!!!:D
óli (kærasti írisar) sótti okkur svo þangað og við brunuðum aftur í bæinn í súld og þoku!!! núna er ég hins vegar að bíða eftir sirrý en við ætlum að taka nokkra bjóra saman.
annars er það helst að frétta að ég og maggi fórum jómfrúarferð á kayaknum, eða ég fór á nýja mínum og maggi gamala sínum, í hvítá á fimmtudaginn. og gekk það bara alveg þrusuvel, en auðvitað er ekki hægt að fara í hvítá nema taka nokkur sundtök og var það að sjálfsögðu gert, ótrúlegt fínt veður á okkur, nokkur gola en mjög hlýtt samt þannig að manni varð ekkert kalt eftir sundið!!!:D
svo er stefnan sett á hvítá aftur á morgun og mánudag vonandi líka, fer náttlega eftir heilsu á morgun og svona....
ég byrja svo formlega að vinna á þriðjudagsmorgun kl 8 loksins, eftir mikla bið, fer reyndar í hvítá að raft á miðvikudag og fimmtudag þar sem allir tíundubekkingar höfuðborgarsvæðisins eru væntanlegir í rafting að fagna samræmdarprófarlokum!!! gaman að því bara....
jæja, ætla að fara að vafra eitthvað og skoða eitthvað sniðugt!!
bið að heilsa í bili og eigið góða hvítasunnu!!!
kveðja elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli