Jæja, er komin tími til að láta aðeins heyra í sér. það er nú ýmislegt búið að gerast síðan síðast, okkur er ekki búið að leiðast alveg eins mikið og síðustu viku allavega og það er gott. fyrst er það að frétta að hallbera og smári komu í heimsókn til okkar síðustu helgi og var það alveg frábært. við fórum 3 að renna okkur (maggi að vinna) á föstudagskvöld og var alveg súperfæri bara og nokkuð gaman komum svo heim og hallbera náði að selja 3 húfur takk fyrir og fékk smá pening fyrir það. svo á laugardag fórum við öll fjögur saman í ísklifur, eða veit ekki alveg hvort það er hægt að kalla þetta ísklifur sem við vorum að gera en það var allavega ís (þó það hafi ekki verið mikið af honum) og við vorum að klifra, þannig að jú þetta var ísklifur og var það bara nokkuð gaman, maggi hafði aldrei prófað ísklifur áður og var alveg að fíla sig í tætlur (sjá myndir á smabera.blogspot.com) á laugardagskvöld höfðum við það nú bara rólegt, borðuðum spiluðum og horfðum á tv, ekkert merkilegt svo sem. síðan á sunnudag förum við öll að renna okkur, maggi líka, og þurftu náttlega strákarnir að prófa að hoppa pínu. smári var á skíðunum og bara nokkuð góður í hoppunum og svo kom maggi ekki búin að renna sér mikið að undanförnu og því dáldið stífur og í öðru hoppi lenti hann bara á rassinum og er búin að vera að drepast síðan, eða þetta er nú að lagast hjá honum med degi hverjum. við tókum nokkrar myndir og vonandi tekst okkur að setja þær inn fljótlega.
síðan á mánudag var mér farið að leiðast ansi mikið í þessu vinnuleysi og fór því að talaði við einn kall sem er með svona hreingerningarþjónustu og hann sagði bara að honum vantaði engan í augnablikinu en hann ætlaði að vera í bandi ef eitthvað væri. ég fór síðan á upplýsingamiðstöðin hérna og bað stelpurnar þar að senda cvið mitt út um allt hérna í hovden sem þær og gerðu. á þriðjudagsmorgun hringdi hreingerningargaurinn og vildi fá mig í vinnu strax seinnipartinn og stuttu seinna var hringt frá öðru hóteli og mér boðin bara full vinna í gegnum símann!!!
ég fór og hitti þau og var bara ráðin á staðnum, er bara allt í öllu þar, hreingerningum, móttaka, sími, þrif, eldhús og fleira!
ég byrjaði svo að vinna þar í dag, bara í prufu og á meðan ég var í vinnunni var hringt frá einni skíðaþjónustinni og þau vildu eitthvað tala við mig líka, hvar á maður eiginlega að draga mörkin þegar svona kemur?? núna er ég sem sagt lofuð í 4 vinnum eiginlega og mest að gera hjá ölllum um páskana akkúrat þegar mamma og pabbi ætla að koma í heimsókn!!!
en svona er þetta bara, velja og hafna, verður maður ekki bara að gera það??!!!
ég er allavega komin með vinnu og tíminn fer því væntanlega að líða aðeins hraðar og eitthvað meira að gerast hjá manni, kynnast fólki og læra eitthvað nýtt, gaman gaman....
það er hins vegar sama staðan bara hjá magga, veitingastaðurinn ennþá bara opinn fim-lau og við erum svona eiginlega að komast að því betur og betur að hann er heldur ekkert að fá nein sérstök laun hérna miðað við það sem gengur og gerist hérna í noregi en við skulum bara sjá hvað setur.
jæja, nenni ekki að skrifa meira, bið því að heilsa í bili.....
spurning dagsins: hverjum finnst að við eigum að koma heim í vor??:)
kv. elsa
og langar líka bara að láta ykkur vita að það er búið að snjóa hérna í tvo daga nánast, alveg slatti af nýjum snjó og það snjóar enn og á að snjóa alla helgina!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli