7.6.05

best að skrifa nokkrar línur þar sem maður er nú að vafra á netinu.
annars er maður bara búin að vera að vinna mest undanfarið, sérstaklega gaman í gær og í dag þar sem það var skemmtileg rigning og svartaþoka að við sáum varla neitt hvert við vorum að fara. maður sér bara daga mun á snjónum núna, hvað hann minnkar mikið. í dag var ég svo sniðugt að mæta bara í alvöru þjóðhátíðar regngalla í vinnuna og var ég bara nánast þurr í lok dags nema að í eitt skiptið þegar við vorum að keyra í gegnum krapa, en þá þarf að gefa pínu í, þá bara skvettist yfir mig alla og akkúrat niður hálsmálið hjá mér og á milli brjóstanna, þannig að það var eini staðurinn sem ég var blaut!!!:(
já og svo í dag fékk ég líka það hlutverk í fyrsta skiptið að vera fremsti guide, yfirleitt er einn fyrir framan og einn fyrir aftan, og ég fremst í fyrsta skiptið í svarta þoku og læti, gekk ágætlega framan af nema þegar hinn guidinn kom allt í einu upp að mér og benti mér á að við værum eiginlega að fara til baka, þá hafði ég bara farið í hring án þess að taka eftir nokkru, en þetta reddaðist allt saman, gaman gamna....
núna er bara brjálað að gera í vinnunni alveg fram yfir helgi, þannig að ég fer uppí skálpanes (geysismegin) á morgun og verð þar væntanlega eitthvað fram yfir helgi!!! vonandi batnar bara veðrið.
og nú styttist í að mamma og pabbi fara í miðjarahafssiglinguna sína, en það er í næstu viku og svo helga og binni til london á u2 tónleika sama dag en ég verð bara eftir heima, frekar leiðinlegt!!! ég fer bara eitthvað annað seinna...:)
jæja, bið að heilsa í bili...
kv. elsa

Engin ummæli: