að leggja af stað til aussie...
Langaði bara að kasta á ykkur smá kveðju áður en ég held af stað í ferðalagið mitt til Ástralíu!!
Var að klára í dag guiding kúrsinn og gekk það bara mun betur en ég átti eiginlega von á, veit allavega að ég náði alveg og það er gott!!!
Ég fæ far á morgun frá nelson og til picton þar sem við tökum ferjun yfir til wellington og svo höldum við eitthvað áfram áleiðis til auckland á fimmtudag og endum þar vonandi á föstudag en það er alveg 10 klst keyrsla þangað uppeftir.
Ég verð svo 3 nætur í auckland og flýg svo til ástralíu á þriðjudaginn í næstu viku. Ég finn væntanlega eitthvað netkaffi í auckland og skrifa nokkrar línu þá en eftir það lofa ég engu.
Jæja, ég vona að þið hafið það öll rosalega gott, því ég hef það alveg meiriháttar hérna og ég hlakka til að heyra frá ykkur og ykkar ævintýrum, hvar sem þið eruð í heiminum!!!
Kveðja, Elsa
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli