22.3.04

alveg að verða stór...

Halló halló...
Allt gott að frétta frá útlandinu, bara frekar leiðinlegt hvað allir sem ég þekki eru að tala um skíðaferðir og snjó og hérna er enginn snjór... en það fer alveg að lagast hjá mér því eftir 4 vikur verð ég komin uppá Franz Josef jökul hérna í nz og verður það bara gaman, gögnuferðir upp og niður jökulinn í 19 daga samfellt!!!
Og svo náttlega er það 2 mánaða snjóbretti í ágúst og september, ekki leiðinlegt það!!
Annars var ég að tékka á verði á flugi fyrir þau sem eru að koma til mín í júní og kostar flugið ekki nema 70.000 kr frá london via la og tel ég það vera bara nokkuð gott en þetta er náttlega á low season tíma þannig að þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband!!!;)
Annars er nú lítið búið að gerast síðan síðast.. sólin skín jú ennþá hjá mér maður bíður bara eftir að rigningin komi aftur en svo er ég náttlega að fara til ástralíu fljótlega og vonandi rignir ekki mikið þar!!
Já bara svo þið vitið þá er planið hjá mér að fara til wellington á fimmtudag og þaðan til auckland á föstudag þannig að ég verð í auckland fram þriðjudag en þá á ég flug til ástralíu svo verð ég þar í 3 vikur tæpar, flýg til auckland aftur 16.apríl og frá auckland beint til nelson, hef einn dag til að taka mig til fyrir glacier hiking og fer þangað að morgni 18 apríl sem er víst páskadagur og eftir það verður ekki mikið bloggað þangað til ca 5 maí!!! Og ég lofa engu á meðan ég er í ástralíu heldur, veit ekkert hvort það verði einhver tími í tölvustúss!!!
Þannig að ég hugsa að það komi engar myndir hérna inn, eins og ég var víst búin að lofa einhvern timan, fyrr en í maí!!
Helgin var annars bara góð, róleg heit á föskv. Og á laugardag skellti maður sér aðeins á ströndina og svo var partý á laukv. Því 3 úr bekknum áttu afmæli og var haldið uppá það!!!
Svo á sunnudaginn flutti Ai, sú japanska, loksins inn til okkar þannig að núna búum við 4 saman í frekar lítilli íbúð en það er allt í góðu og svo kom bróðir hans petters og kærastans hans til okkar á sunkv og gistu hjá okkur en þau eru búin að vera að ferðast um asíu í um 3 mánuði.
Bróðir hans er mikill fjallakall og hefur verið slatta í chamonix og spurði mig náttlega hvort ég þekkti einhverja klifurgaura frá íslandi, og kom í ljós að ég þekkti þá sem hann var að tala um, jón heiðar, himmi, jökull og svo einhverjir fleiri. Annars held ég að jón heiðar sé bara orðin frekar þekktur í heimi adventure sports því að um daginn voru strákarnir að skoða eitthvað kayak blað og þar var mynd af goðafossi og einhverjum kayak gaur þar og jú jú mikið rétt, paddler: jon andresson!!!
Svo var ég á smá búðarölti á laugardaginn og fann ég ekki bara bol merktan Nikita!!!
Við erum alveg að verða frekar stór í þessum heimi, gaman að því!!!
Hummm... veit ekki meira í bili....
Þangað til næst....
Elsa

Engin ummæli: